Fótbolti

Casillas færi í frí með Ronaldo

Spænskir fjölmiðlar hafa verið að flytja fréttir af því að ósætti sé á milli Cristiano Ronaldo og markvarðarins Iker Casillas en þeir leika saman hjá Real Madrid.

Fótbolti

FIFA mun ekki staðfesta met Messi

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ætlar ekki að blanda sér inn í umræðuna um hvaða leikmaður eigi metið yfir flest mörk á einu almanaksári. Erlendir fjölmiðlar greindu frá því að Lionel Messi hafi bætt met Gerd Muller á dögunum en síðan hafa komið fram nýjar upplýsingar um markaskora tveggja manna á áttunda áratugnum.

Fótbolti

Nemanja Vidic aftur með United um helgina

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, staðfesti það á blaðamannafundi í dag að serbneski miðvörðurinn Nemanja Vidic verði í leikmannahópi hans á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Enski boltinn

Cannavaro líklegur til að taka við ítalska landsliðinu

Fabio Cannavaro er sagður vera líklegastur eins og staðan er í dag til að taka við af Cesare Prandelli sem þjálfari ítalska landsliðsins eftir HM 2014. Cannavaro, sem var fyrirliði ítala þegar þeir sigruðu á HM 2006, hefur mikinn áhuga á þjálfun og fær full þjálfararéttindi í júní á næsta ári.

Fótbolti

Hjörtur Logi: Þarf að fá að spila

Bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson er á förum frá sænska félaginu IFK Göteborg í janúar. Félagið ætlar sér að kaupa nýjan mann í hans stað og samkomulag er á milli hans og félagsins að hann fái að fara annað.

Fótbolti

Messi og Kobe leika saman í auglýsingu

Kobe Bryant er einn frægastasti körfuboltamaður heimsins og Lionel Messi er einn frægasti fótboltamaðurinn í heimi og það vekur því vissulega mikla athygli þegar þessir tveir heimsfrægu íþróttamenn leika saman í auglýsingu.

Fótbolti

Gareth Barry fékk eins leiks bann og sekt

Gareth Barry ætlar ekki að áfrýja úrskurði aganefndar enska knattspyrnusambandsins en hann þarf að taka út leikbann þegar Manchester City mætir Newcastle á útivelli um helgina í ensku úrvalsdeildinni. Enski landsliðsmaðurinn var dæmdur í eins leiks bann vegna orða sem hann lét falla við Mark Clattenburg dómara eftir 3-2 tap Manchester City gegn Manchester United s.l. sunnudag.

Enski boltinn

Marklínuboltinn þykir of þungur

Marklínutæknibúnaður er í fyrsta sinn í sögunni notaður í keppni á vegum FIFA á heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer í Japan. Það eru skiptar skoðanir um þetta skref sem FIFA hefur ákveðið að taka og nú hefur leikmaður og knattspyrnustjóri Chelsea gefið nýja boltanum falleinkunn.

Fótbolti

Pistorius hafði betur í kappahlaupi við hestinn Maserati

Oscar Pistorius frjálsíþróttamaður frá Suður-Afríku hefur vakið gríðarlega athygli fyrir árangur sinn á undanförnum misserum. Pistorius tók þátt á ÓL í London og einnig á ólympíumóti fatlaðra á þessu ári en hann keppti nýverið í kapphlaupi við veðhlaupahest sem ber nafnið Maserati en keppt var í Doha. Og hinn 25 ára gamli Pistorius, sem oft er kallaður "Blade Runner" sigraði í þessari óvenjulegu keppni.

Fótbolti

Allt botnfrosið í samskiptum Wenger og Bould

Það er mótvindur í herbúðum enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal þessa dagana. Liðið féll úr keppni gegn D-liði Bradford í deildabikarnum í þessari viku og samskipti Arsene Wenger knattspyrnustjóra og aðstoðarþjálfarans Steve Bould eru ekki upp á það allra besta. Stewart Robson, fyrrum leikmaður Arsenal, gagnrýndi Wenger harkalega í gær og sagði liðið á rangri leið undir stjórn Wenger.

Enski boltinn

Giovinco hélt upp á 12.12.12 með eftirminnilegum hætti

Það fór varla framhjá neinum að í gær að á dagatalinu var, 12.12.12. Sebastian Giovinco, leikmaður ítalska liðsins Juventus, gerði daginn enn eftirminnilegri með skemmtilegum talnaleik þegar Juventus mætti Cagliari í síðari viðureign þeirra í ítölsku bikarkeppninni.

Fótbolti

Mörkin hans Messi orðin 88

Lionel Messi heldur áfram að bæta markamet Þjóðverjans Gerd Müller. Messi skoraði tvíveigis í 2-0 sigri Barcelona á Cordoba í fyrri leik liðanna í spænska Konungsbikarnum í kvöld.

Fótbolti

Fer Reina frá Liverpool í janúar?

Pepe Reina, markvörður enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, er orðaður við Arsenal og telja enskir fjölmiðlar miklar líkur á því að hann yfirgefi Liverpool í janúar. Reina, sem er þrítugur, er verðlagður á um 10 milljónir Evra eða sem nemur 1,6 milljarða kr.

Enski boltinn

Wenger: Leikmenn þurfa ekki að skammast sín

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, varði sína leikmenn í viðtölum eftir að liðið féll úr keppni í deildabikarnum gegn Bradford í gærkvöld. Wenger lagði áherslu á að leikmenn liðsins þyrftu ekki að skammast sín fyrir úrslitin og tapið.

Enski boltinn

Stuðningsmenn vilja fá að standa á leikjum í enska boltanum

Samtök stuðningsmanna liða í ensku úrvalsdeildinni hafa lagt fram formlega ósk þess efnis að gerð verði tilraun á nokkrum völlum hjá liðum að bjóða upp á svæði þar sem að áhorfendur geta staðið á meðan þeir fylgjast með leiknum. Slíkt hefur lengi tíðkast hjá liðum á borð við Borussia Dortmund í Þýskalandi en öll slík svæði voru tekin úr umferð á Englandi eftir að 96 stuðningsmenn Liverpool létust árið 1989 á Hillsboroug.

Fótbolti

Fjölmargir leikmenn á Ítalíu með lausan samning

Næsta sumar má búast við fjöldi leikmanna í ítölsku A-deildinni skipti um lið en eins og staðan er nú verða 108 leikmenn með lausan samning. Ef félögin semja ekki við þá fyrir janúar næstkomandi þá geta leikmennirnir hafið samningaviðræður við önnur félög strax 1.janúar samkvæmt Bosman-reglunni.

Fótbolti