Fótbolti

Brynjar Björn: Gengi liðsins kemur ekki á óvart

Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Enski boltinn

Chelsea komst naumlega áfram

Chelsea er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Benfica á heimavelli í kvöld. Chelsea vann samanlagt 3-1 sigur og mætir nú Barcelona í undanúrslitunum síðar í mánuðinum.

Fótbolti

Desailly: M'Vila getur orðið betri en Vieira var

Marcel Desailly, fyrrum leikmaður AC Milan og Chelsea og heimsmeistari með Frökkum 1998, hefur mikla trú á miðjumanninum Yann M'Vila sem leikur með Rennes í Frakklandi. Desailly hvetur Arsenal að geta allt til þessa að krækja í strákinn í sumar.

Enski boltinn

Gerrard og Rooney hafa oftast fengið verðlaunin sem Gylfi fékk

Steven Gerrard hjá Liverpool og Wayne Rooney hjá Manchester United hafa oftast verið kosnir leikmenn mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni eða fimm sinnum hvor. Gylfi Þór Sigurðsson varð í dag fyrsti íslenski leikmaðurinn í sögunni til að vera kosinn besti leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni en enginn þótti standa sig betur í mars en Gylfi.

Enski boltinn

Maradona vill sjá tengdasoninn fara til Real Madrid

Diego Maradona er afar hrifinn af þeim plönum að Sergio Agüero, framherji Manchester City, snúi aftur í spænska boltann og gangi til liðs við Real Madrid. Agüero er eiginmaður dóttur Maradona og karlinn ætti því að hafa einhver ítök í stráknum.

Enski boltinn

Antonio Valencia: 13 stoðsendingar í síðustu 14 leikjum

Antonio Valencia hefur spilað frábærlega með Manchester United síðustu mánuði og á mikinn þátt í því að liðið er komið með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Valencia skoraði fyrra marið og lagði upp það síðara í 2-0 sigri á Blackburn á mánudagskvöldið.

Enski boltinn

Ramires: Allt Roberto Di Matteo að þakka

Ramires, miðjumaður Chelsea segir að uppkoma liðsins að undanförnu sé nýja stjóranum Roberto Di Matteo að þakka en hann tók við liðinu þegar André Villas-Boas var rekinn eftir aðeins átta mánuði í starfi.

Fótbolti