Fótbolti

Maradona ætlar með Írak á HM

Diego Maradona þykir líklegur til þess að verða næsti landsliðsþjálfari Íraka í knattspyrnu. Hann ætlar sér að koma Írökum í lokakeppni HM árið 2014.

Fótbolti

Meireles í ellefu leikja bann

Portúgalski miðjumaðurinn Raul Meireles hefur verið settur í ellefu leikja bann af tyrkneska knattspyrnusambandinu fyrir að hrækja í átt að dómara í leik á dögunum.

Fótbolti

Abidal byrjaður aftur að æfa með Barcelona

Það eru ekki bara slæmar fréttir af heilsu manna í Barcelona en eins og kunnugt er þá glímir þjálfarinn Tito Vilanova við krabbamein og lagðist undir hnífinn í dag. Franski bakvörðurinn Eric Abidal er nefnilega kominn aftur til baka eftir veikindi en hann var einnig að berjast við krabbamein.

Fótbolti

Vilanova ætlar að koma fljótlega til baka

Í gær var greint frá því að Tito Vilanova, þjálfari spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, þurfi að fara í aðgerð vegna krabbameins. Vilanova er með krabbamein í munnvatnskirtli en hann ætlar sér ekki að vera lengur en í sex vikur frá störfum.

Fótbolti

Leikdagarnir klárir í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú ákveðið leikdaga fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en dregið var í morgun. 16 liða úrslitin hefjast 12. febrúar með leikjum Celtic-Juventus og Valencia-PSG en lýkur síðan með leikjum Bayern München-Arsenal og Málaga-Porto 13. mars.

Fótbolti

Tími ungu strákanna

Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi karlaliðs Selfoss sem féll úr efstu deild karla í sumar. Lykilmennirir Jón Daði Böðvarsson og Babacarr Sarr voru seldir til Noregs en auk þeirra hafa ellefu leikmenn kvarnast úr hópnum.

Íslenski boltinn

Roura leysir Vilanova af hólmi

Ekkert verður af því að Pep Guardiola taki aftur við Barcelona en félagið tilkynnti í kvöld að aðstoðarþjálfarinn Jordi Roura myndi stýra félaginu fjarveru aðalþjálfarans, Tito Vilanova.

Fótbolti

Vilanova fer í aðgerð á morgun

Barcelona hefur staðfest að þjálfari liðsins muni fara í aðgerð á morgun. Krabbamein sem fjarlægt var í fyrra tók sig upp á nýjan leik. Í kjölfar aðgerðarinnar mun hann fara í sex vikna lyfjameðferð.

Fótbolti

Eiður Smári sleppur við leikbann

Botnlið Cercle Brugge fékk góð tíðindi í gær þegar ljóst varð að Eiður Smári Guðjohnsen fer ekki í leikbann þrátt fyrir að hafa verið vikið af velli í síðasta leik félagsins.

Fótbolti