Fótbolti

Eriksson skilur ekkert í 1860 München

Þýska B-deildarliðið 1860 München gaf það út á heimasíðu sinni í gær að Svíinn Sven-Göran Eriksson væri orðinn aðstoðarþjálfari liðsins. Svíinn segist koma af fjöllum.

Fótbolti

Fulham sekúndum frá því að falla úr leik

Enska úrvalsdeildarliðið Fulham er komið áfram í enska bikarnum eftir 2-1 útisigur á b-deildarliði Blackpool í kvöld í endurteknum leik úr 3. umferð. Fulham mætir annaðhvort West Ham eða Manchester United í 4. umferðinni en þau lið spila aftur á Old Trafford á morgun.

Enski boltinn

Walters breyttist úr skúrki í hetju í kvöld

Jonathan Walters breyttist úr skúrki í hetju í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Stoke-liðið í endurteknum leik í 3. umferð enska bikarsins. Um síðustu helgi varð hann fyrir því óláni að skora tvö sjálfsmörk og klikka á víti í tapleik á móti Chelsea en Walters tryggði Stoke 4-1 sigur á Crystal Palace í kvöld með því að skora tvö mörk í framlengingu.

Enski boltinn

Bolton sló Sunderland út enska bikarnum

Enska b-deildarliðið Bolton sló úrvalsdeildarliðið Sunderland út úr ensku bikarkeppninni í kvöld en fjölmargir endurteknir leikir úr 3. umferðinni fóru þá fram. West Bromwich Albion var annað úrvalsdeildarlið sem féll úr bikarnum í kvöld.

Enski boltinn

Strachan tekur við skoska landsliðinu

Ísland mun ekki missa landsliðsþjálfarann sinn, Lars Lagerbäck, til Skotlands því Skotar eru búnir að ráða Gordon Strachan sem landsliðsþjálfara. Lagerbäck var á meðal þeirra þjálfara sem Skotar höfðu áhuga á.

Fótbolti

Cech vill ekki missa Lampard

Það er lítil stemning fyrir því í búningsklefa Chelsea að missa Frank Lampard frá félaginu. Markvörðurinn Petr Cech hefur nú gefið það út að Lampard eigi skilið nýjan samning hjá félaginu.

Enski boltinn