Fótbolti

Alfreð fékk sigur en ekki mark í afmælisgjöf

Alfreð Finnbogason náði ekki að skora í sjöunda deildarleiknum í röð í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en það kom ekki að sök því tíu leikmenn Heerenveen náðu að tryggja sér 1-0 útisigur á RKC Waalwijk.

Fótbolti

Lucas: Coutinho er "alvöru" Brasilíumaður

Lucas Leiva, brasilíski miðjumaðurinn hjá Liverpool, er ánægður með að fá landa sinn Philippe Coutinho til félagsins en Liverpool gekk frá kaupunum á þessum 20 ára gamla strák áður en félagsskiptaglugginn lokaði.

Enski boltinn

Stórstjörnur út í kuldanum hjá Hollandi og Spáni

Vicente del Bosque, þjálfari spænska landsliðsins í fótbolta og Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins, ákváðu báðir að skilja stórstjörnur út í kuldanum þegar þeir völdu landsliðshópa sína fyrir vináttulandsleiki í næstu viku.

Fótbolti

Elín Metta með fernu að meðaltali í leik

Valskonan Elín Metta Jensen skoraði fimm mörk í 10-0 sigri á KR í Reykjavíkurmóti kvenna í gær og hefur þar með skorað tólf mörk í þremur fyrstu leikjum sínum á mótinu í ár. Elín Metta hefur skorað þrennu, fernu og fimmu í leikjunum þremur.

Íslenski boltinn

Villas-Boas: Við gátum ekki leyft Gylfa að fara frá okkur

Reading reyndi að kaupa íslenska landsliðsmanninn Gylfi Þór Sigurðsson frá Tottenham á lokadegi félagsskiptagluggans í gær en Tottenham vildi ekki selja þrátt fyrir að Gylfi hafi ekki verið fastamaður í liðinu í vetur og að tilboð Reading hafi verið mun hærra en Tottenham borgaði Hoffenheim fyrir hann í haust.

Enski boltinn

Wenger: Vorum nálægt því að ná í einn leikmann til viðbótar

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði frá því í dag að félagið hafi verið nálægt því að kaupa einn leikmann til viðbótar áður en félagsskiptaglugganum lokaði í gær. Wenger keypti einn leikmann á lokadeginum en Arsenal borgaði Malaga í kringum átta milljónir punda fyrir spænska vinstri bakvörðinn Nacho Monreal.

Enski boltinn

Maradona sýknaður eftir 30 ára baráttu eða hvað?

Diego Maradona getur nú snúið aftur til Ítalíu á ný án þess að eiga það á hættu að lenda í klónum á skattalögreglunni. Maradona vann í dag mál sem ítalski skatturinn hafði höfðað gegn kappanum. Svo segir lögfræðingur hans en ítalski skatturinn er ekki á sama máli.

Fótbolti

Kolbeinn átti ekki að spila í gærkvöldi en skoraði tvö

Kolbeinn Sigþórsson skoraði tvö mörk á fimmtán mínútum í fyrsta leik sínum með Ajax í fimm mánuði þegar liðið vann 4-0 bikarsigur á Vitesse í gærkvöldi. Frank de Boer, þjálfari Ajax, ætlaði aldrei að nota hann í leiknum og Kolbeinn átti ekki að spila fyrsta leik sinn eftir meiðslin fyrr en á sunnudaginn.

Fótbolti

Beckham ræðst inn í París

David Beckham mun freista þess að verða meistari í fjórða landinu á sínum ferli en hann er búinn að semja við franska stórliðið PSG. Félagið er þegar búið að eyða hátt í 400 milljónum punda í leikmenn og ætlar sér stóra hluti í Evrópuboltanum. Margir bíða

Fótbolti

Hazard fær ekki lengra bann fyrir boltastráka-sparkið

Eden Hazard, vængmaður Chelsea, fær "bara" þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk á móti Swansea í undanúrslitaleik deildarbikarsins á dögunum. Hazard fékk þá rautt fyrir að sparka í boltastrák Swansea sem var að reyna að tefja leikinn.

Enski boltinn

Kolbeinn verður í hópnum á sunnudaginn

Kolbeinn Sigþórsson er kominn af stað á ný með Ajax eftir meiðsli en íslenski landsliðsframherjinn er þó ekki farinn að spila með liðinu. Kolbeinn verður ekki í leikmannahópi Ajax í kvöld þegar liðið mætir Vitesse í átta liða úrslitum hollenska bikarsins.

Fótbolti