Fótbolti

Benitez: Sigur liðsheildarinnar

Það var gott hljóðið í Rafa Benitez, knattspyrnustjóra Chelsea, eftir sigurinn, 1-0, á Manchester United, í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag en leikurinn fór fram á Stamford Bridge.

Enski boltinn

Ferguson: Chicharito fer ekki neitt

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar ekki að missa Javier Hernandez en framherjinn skemmtilegi frá Mexíkó hefur verið orðaður við önnur lið í enskum miðlum að undanförnu enda ekki fastamaður í liði United.

Enski boltinn

Paolo Di Canio tekinn við Sunderland

Ítalinn Paolo Di Canio verður næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland og tekur því við af Martin O'Neill sem var rekinn eftir tapið á móti Manchester United á laugardaginn. Þetta verður fyrsta stjórastarf Di Canio í ensku úrvalsdeildinni en hann lék í deildinni með Sheffield Wednesday, West Ham United og Charlton Athletic frá 1997 til 2004.

Enski boltinn

Ajax á toppinn eftir öruggan sigur

Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru komnir aftur í toppsætið í hollensku úrvalsdeildinni eftir 4-1 sigur á NEC í dag. Ajax hefur nú þriggja stiga forskot á PSV sem var í efsta sætinu fyrir leikinn á betri markatölu.

Fótbolti

Aron þarf bíða lengur

Aron Jóhannsson sat allan tímann á bekknum en Jóhann Berg Guðmundsson spilaði fimmtán síðustu mínúturnar þegar tíu menn AZ Alkmaar unnu 2-1 útisigur á Heracles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti

Alfreð upp að hlið Atla Eðvalds

Alfreð Finnbogason skoraði í gær sitt 21. deildarmark í hollensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar hann hjálpaði Heerenveen að vinna 2-0 sigur á Feyenoord og er Alfreð nú í 2. til 3. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.

Fótbolti

Liverpool lenti undir en vann samt

Liverpool er þremur stigum á eftir nágrönnum sínum í Everton eftir 2-1 endurkomusigur á Aston Villa í Villa Park í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en fyrir vikið sitja Aston Villa menn áfram í fallsæti.

Enski boltinn

Alfreð skoraði í sigri á Feyenoord

Heerenveen vann frábæran sigur á Feyenoord, 2-0, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Íslendingurinn Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark heimamanna á 85. mínútu leiksins.

Fótbolti

Aron Einar og Björn Bergmann á skotskónum

Tveir Íslendingar voru á skotskónum í ensku 1. deildinni í dag en þeir Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, og Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður Wolves, skoruðu báðir sitt markið hvor fyrir félög sín.

Enski boltinn