Fótbolti

Van Persie: Takk Sir Alex

Framherjinn Robin van Persie þakkar Sir Alex Ferguson fyrir að hafa fengið sig til Manchester United fyrir tímabilið en stjórinn ætlar að hætta með liðið eftir 26 ár við stjórnvölin. Hollendingurinn hefur blómstrað hjá United það sem af er tímabili. Hann hefur spilað 36 leiki og skorað í þeim 25 mörk.

Fótbolti

Di Canio hellti sér yfir Sir Alex

Ítalinn Paolo di Canio, stjóri Sunderland, er afar svekktur að fá aldrei tækifæri til þess að stýra liði gegn Sir Alex Ferguson sem hættir að stýra Man. Utd í lok leiktíðar.

Enski boltinn

Laudrup hefur ekki áhuga á Everton

Það hefur verið talsvert rætt um það í vetur að Daninn Michael Laudrup muni staldra stutt við hjá Swansea enda hefur hann náð eftirtektarverðum árangri með félagið og er eftirsóttur af öðrum félögum.

Enski boltinn

Vidic líst vel á Moyes

Nemanja Vidic, fyrirliði Man. Utd, er ánægður með ráðningu félagsins á David Moyes sem knattspyrnustjóra. Vidic hefur fulla trú á því að Moyes muni standa sig vel í að fylla það risastóra skarð sem Sir Alex Ferguson skilur eftir sig.

Enski boltinn

Gera mynd um Lionel Messi

Líf Lionel Messi kemur brátt á hvíta tjaldið því kvikmyndaframleiðandi í Hollywood hefur keypt réttinn á því að gera mynd um besta knattspyrnumann heims.

Fótbolti

Margrét Lára og félagar apa eftir Beverly Hills

Kristianstad vann góðan sigur í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Liðið hefur farið ágætlega af stað í ár og ætlar sér stóra hluti líkt og Margrét Lára Viðarsdóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum.

Fótbolti