Fótbolti

Þróttarar sluppu úr fallsætinu

Þróttur Reykjavík komst upp úr fallsæti í 1. deild karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á BÍ/Bolungarvík á Valbjarnarvellinum. Eftir þessi úrslit sitja Völsungur og KF í tveimur neðstu sætum deildarinnar.

Íslenski boltinn

Lentu 0-2 undir en unnu leikinn 4-2

Arnór Smárason og félagar í Helsingborg styrktu stöðu sína á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld eftir 4-2 útisigur í Íslendingaslag á móti IFK Gautaborg. Eftir leiki dagsins er Helsingborg með fimm stiga forskot í efsta sætinu.

Fótbolti

Indriði skoraði beint úr aukaspyrnu

Indriði Sigurðsson og félagar í Viking unnu 3-0 heimasigur á Start í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Indriði skoraði fyrsta mark Viking-liðsins sem komst upp í þriðja sætið með þessum sigri. Það gekk ekki eins hjá Íslendingaliðunum Hönefoss og Brann.

Fótbolti

Soldado á leið til Tottenham

Spænski sóknarmaðurinn Roberto Soldado, sem spilar með Valencia á Spáni er á leið til Tottenham eftir að liðið virkjaði kaupréttsákvæði í samningi leikmannsins sem er upp á þrjátíu milljónir evra.

Enski boltinn

Moyes ætlar sér að kaupa leikmenn

David Moyes, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United segist handviss um að félaginu takist að bæta við fleiri leikmönnum í sumar. Hann sagðist jafnframt óviss um hvort að hann hygðist bjóða aftur í Spánverjann Cesc Fabregas.

Enski boltinn

Pellegrini: Hef mikla trú á Dzeko

Manuel Pellegrini, hinn nýráðni knattspyrnustjóri Manchester City, segist hafa mikla trú á Edin Dzeko, leikmanni liðsins og að hann muni spila stóra rullu hjá félaginu í vetur.

Enski boltinn

Steinþór hetja Sandnes Ulf

Steinþór Freyr Þorsteinsson tryggði sínum mönnum í Sandnes Ulf dramatískan sigur á Álasundi á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti

Bale falur fyrir metfé

Slúðurpressan á Englandi og Spáni slær ekki slöku við í umfjöllun dagsins um áhuga Real Madrid á Gareth Bale, leikmanni Tottenham.

Enski boltinn

Gylfi lagði upp mark

Tottenham vann öruggan sigur á liði Suður-Kína í æfingaleik, 6-0, nú í morgun. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn og lagði upp eitt mark sinna manna.

Enski boltinn