Fótbolti

Þóttist ekki ætla að borða sushi í mánuð

Hótun Hallberu Guðnýjar Gísladóttur um að sturta lukkudýri landsliðsins í klósettið eftir stórt tap gegn Svíum rataði inn á borð dýraverndunarsamtaka. Lærða húsmóðirin fullyrðir að gullfiskurinn Sigurwin lifi góðu lífi. Hún vill að Sigurður Ragnar haldi á

Íslenski boltinn

Barcelona fór illa með Santos í kvöld

Barcelona tryggði sér sigur í hinum árlega leik um Joan Gamper bikarinn í kvöld með því rúlla yfir brasilíska félagið Santos á Camp Nou. Barcelona vann leikinn 8-0 en liðið keypti einmitt Neymar, stærstu stjörnu Santos, fyrr í sumar. Cesc Fàbregas skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður og Neymar lagði upp sitt fyrsta mark fyrir Börsunga.

Fótbolti

Luis Suarez leitar allra leiða til að losna

Luis Suarez, framherji Liverpool, er ekki sáttur við að fá ekki að fara til Arsenal og BBC hefur heimildir fyrir því að Úrúgvæmaðurinn sé að pæla í því að leggja inn formlega félagsskiptabeiðni. Það fylgir fréttinni á BBC að það sé jafnvel möguleiki á því Suarez fari með málið fyrir dómstóla fái hann sig ekki lausan.

Enski boltinn

Kolbeinn náði ekki að skora í öruggum sigri

Kolbeinn Sigþórsson var ekki meðal markaskorara Ajax í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur á Roda JC í fyrsta leik tímabilsins í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fyrsta umferðin klárast síðan um helgina og þá verða fleiri íslenskir leikmenn á ferðinni.

Fótbolti

Hallgrímur og félagar misstu af stigunum í lokin

Hallgrímur Jónasson og félagar í SönderjyskE máttu sætta sig við fyrsta tapið á tímabilinu þegar liðið heimsótti Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Midtjylland vann leikinn 2-1 og er áfram með fullt hús á toppnum.

Fótbolti