Fótbolti

Bayern München tapaði fyrstu stigunum

Bayern München tapaði sínum fyrstu stigum undir stjórn Pep Guardiola í kvöld þegar liðið varð að sætta sig við 1-1 jafntefli á móti Freiburg á útivelli í 4. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þessi leikur var færður fram vegna þess að Bayern mætir Chelsea á föstudaginn í árlegum leik milli Evrópumeistara tímabilsins á undan.

Fótbolti

Stóra buxnamálið

Það vakti athygli í viðureign KR og FH í 17. umferð Pepsi-deildar karla að Freyr Bjarnason, varnarmaður Hafnarfjarðarliðsins, þurfti að yfirgefa völlinn í síðari hálfleik.

Íslenski boltinn

Vilja fá tilboð með sjö núllum

Alfreð Finnbogason fékk að vita af því í kvöld að hann mætti fara í viðræður við enska úrvalsdeildarliðið Cardiff City en þetta kemur fram í viðtali við Gaston Sporre, íþróttastjóra Heerenveen, á heimasíðu Voetbal í kvöld.

Fótbolti

Deco leggur skóna á hilluna

Deco, fyrrum leikmaður Chelsea og Barcelona, tilkynnti í dag að knattspyrnuskórnir væru komnir upp á hillu. Deco er 35 ára gamall en hann hefur spilað með Fluminense í Brasilíu sínu síðan að hann yfirgaf London 2010.

Fótbolti

Benzema tryggði Real Madrid þrjú stig

Franski framherjinn Karim Benzema skoraði eina markið þegar Real Madrid vann 1-0 útisigur á Granada í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Real Madrid er því með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar alveg eins og Barcelona, Atlético Madrid, Athletic Bilbao og Villarreal.

Fótbolti

Markalaust í stórleiknum í Manchester

Manchester United og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í stórleik annarrar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Leikurinn stóð ekki alveg undir væntingum enda var lítið um góð marktækifæri í þessum leik en liðin gáfu fá færi á sér.

Enski boltinn