Fótbolti

Flottur sigur hjá Elmari og félögum

Theódór Elmar Bjarnason og félagar hans í Randers unnu 3-2 heimasigur á AaB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en AaB er í öðru sæti deildarinnar og Randers höfðu ekki unnið í síðustu þremur leikjum sínum.

Fótbolti

Guðjón lagði upp sigurmark Halmstad

Guðjón Baldvinsson átti mikinn þátt í gríðarlega mikilvægum sigri Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Halmstad vann þá 1-0 sigur á Öster á útivelli. Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir Halmstad í fallbaráttu sænsku deildarinnar.

Fótbolti

Baines vildi fara til Man. Utd

Man. Utd var á eftir bæði Marouane Fellaini og Leighton Baines áður en félagaskiptaglugginn lokaði. United fékk þó aðeins Fellaini en hann kom til félagsins á elleftu stundu.

Enski boltinn

Klinsmann ætlar sér stóra hluti á HM

Aron Jóhannsson og félagar í bandaríska landsliðinu eru búnir að tryggja sér farseðilinn á HM í Brasilíu. Þjálfari liðsins, Jürgen Klinsmann, ætlar sér stóra hluti á mótinu.

Fótbolti

Moratti-fjölskyldan að selja Inter

Átján ára valdatíma Moratti-fjölskyldunnar hjá ítalska liðinu Inter fer senn að ljúka. Fjölskyldan er að ganga frá sölu á félaginu til hins moldríka Indónesa, Erick Thohir.

Fótbolti

Jói Kalli er ekki til sölu

Skagamenn segjast ekki vera farnir að leggja línurnar fyrir næsta sumar í 1. deildinni. Menn þar á bæ eru slegnir eftir að hafa verið sendir niður um deild eftir 0-5 tap gegn Ólsurum. Skagamenn ætla ekki að selja fyrirliðann sinn.

Íslenski boltinn

Swansea pakkaði Valencia saman á Mestalla

Swansea City byrjaði frábærlega í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í fótbolta í kvöld þegar liðið burstaði spænska liðið Valencia 3-0 á útivelli. Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Zulte Waregem gerðu á sama tíma markalaust jafntefli á móti Wigan á heimavelli.

Fótbolti

Jóhann Berg tryggði AZ sigur í Ísrael

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var hetja hollenska liðsins AZ Alkmaar í kvöld í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Jóhann Berg skoraði þá eina mark leiksins í 1-0 útisigri á ísraelska liðinu Maccabi Haifa.

Fótbolti

Bolt reynir að þreyta Aguero | Myndband

Það styttist í stórleik Man. City og Man. Utd en hann fer fram næstkomandi sunnudag á Etihad-vellinum. Fljótasti maður heims, Usain Bolt, leggur sitt af mörkum til þess að hjálpa Man. Utd í leiknum.

Enski boltinn