Fótbolti

Írar vilja gera Ísland að sýslu í landinu

Írarnir sem ákváðu að styðja íslenska landsliðið gegn Króötum hafa vakið athygli víða um heim fyrir uppátæki sitt. Hugmyndin fæddist yfir bjórglasi hjá Eion Conlon og brasilískum samstarfsmanni hans.

Fótbolti

Króatar tapa ekki umspilsleikjum

Karlalandslið Króata hefur í þrígang tekið þátt í umspilsleikjum fyrir stórmót. Í öll þrjú skiptin hafa þeir haft sigur og aðeins einu sinni stóðu leikar tæpt.

Fótbolti

Lagerbäck búinn að ákveða byrjunarliðið

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, hélt sinn síðasta blaðamannafund fyrir leikinn gegn Króötum í dag. Með honum á fundinum voru Heimir Hallgrímsson aðstoðarþjálfari og Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði.

Fótbolti

Aron Einar vonar að vindinn lægi

Fyrirliði íslenska landsliðsins hefur ekki áhyggjur af þeirri pressu sem er á landsliðinu fyrir leikina gegn Króatíu. Pressan verður mun meiri á andstæðingnum og það þurfa strákarnir að nýta sér.

Fótbolti

17 ára gamalt met í sjónmáli

Karlalandslið Íslands getur á morgun jafnað sinn besta árangur í undankeppni HM. Það gera strákarnir okkar ef þeir gera jafntefli eða vinna sigur á Króötum á Laugardalsvelli.

Fótbolti

Mark Söru dugði ekki til

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrir LdB Malmö í 3-1 tapi gegn Evrópumeisturum Wolfsburg í síðari leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í dag. Sænska liðið er úr leik.

Fótbolti

Króatarnir eru mættir

Leikmenn króatíska landsliðsins í knattspyrnu og fylgdarlið eru mætt til landsins. Króatar mæta Íslendingum á föstudag í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti á HM næsta sumar.

Fótbolti

Birkir: Vonandi vanmeta Króatar okkur

„Ég er bara spenntur fyrir þessum leikjum og það sama má segja um allan hópinn,“ segir Birkir Bjarnason, leikamaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2, fyrir æfingu liðsins í gær.

Íslenski boltinn