Fótbolti

Tvö flottustu mörk tímabilsins í sömu umferðinni

Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helsta aftur geta nálgast flott yfirlit yfir umferðina inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi.

Enski boltinn

Celtic refsaði grimmilega og Ajax er nánast úr leik

Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni eftir 1-2 tap á útivelli á móti Celtic í kvöld. Kolbeinn var nálægt því að opna markareikning sinn í Meistaradeildinni en fyrsta Meistaradeildarmarkið lætur enn bíða eftir sér.

Fótbolti

Arsene Wenger fékk tap á Emirates í afmælisgjöf

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hélt upp á 64. afmælið sitt í dag en fékk engin stig í afmælisgjöf þegar Arsenal-liðið tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Dortmund í toppslagnum í F-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Fótbolti

Guðmunda í Serbíu-hópnum hans Freys

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn sem mætir Serbum í undankeppni HM, fimmtudaginn 31. október næstkomandi. Leikið verður á FK Obilic Stadium í Belgrad.

Fótbolti

Draumamark Stephanie Roche

Írska landsliðskonan Stephanie Roche skoraði stórbrotið mark í 6-1 sigri Peamount United á Wexford Youths í efstu deild írsku knattspyrnunnar um helgina.

Fótbolti

Hannes fann sér lið til að æfa með

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, er í sérstakri stöðu ásamt varamarkverði sínum Gunnleifi Gunnleifssyni. Ólíkt því sem gildir um aðra leikmenn íslenska liðsins þá er tímabilið búið hjá þeim tveimur en enn eru 24 dagar í fyrri umspilsleikinn á móti Króatíu.

Íslenski boltinn

Lagerbäck ætti kannski að hringja í Gordan Strachan

Lars Lagerbäck og aðstoðarmaður hans Heimir Hallgrímsson eru væntanlega nú þegar komnir á fullt að afla sér upplýsinga um króatíska landsliðið sem verður mótherji Íslands í næsta mánuði í umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu.

Fótbolti