Fótbolti

Dortmund með bestu aðsóknina í Evrópu

Die Welt í Þýskalandi hefur tekið saman lista yfir bestu aðsóknina á fótboltaleiki Evrópu og þar kemur í ljós að þýska liðið Borussia Dortmund er á toppnum. Þýsku liðin koma afar vel út og átta þeirra eru inn á topp tuttugu.

Fótbolti

Gunnar samdi við ÍBV

ÍBV hefur styrkt sig enn frekar fyrir komandi átök í Pepsi-deild karla en Gunnar Þorsteinsson, nítján ára miðvallarleikmaður, gekk í raðir félagsins í gær.

Fótbolti

Málið er viðkvæmt

Samtök félaga í efstu deild karla í knattspyrnu, Íslenskur Toppfótbolti, er að skoða stóra boltamálið eftir að fjöldi leikmanna í Pepsi-deild karla fór að kvarta yfir boltanum sem spila á með í sumar. Leikmenn segja boltann vera lélegan.

Íslenski boltinn

Gylfi skoraði en Bale borinn af velli

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark fyrir Tottenham í kvöld. Hann tryggði þá liðinu 2-2 jafntefli gegn Basel í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.

Fótbolti

8-0 í færum en stelpurnar fengu bara eitt stig

Íslenska 19 ára landslið kvenna í fótbolta gerði 1-1 jafntefli á móti Norður-Írlandi í fyrsta leik sínum í milliriðli um sæti í úrslitakeppni EM en riðillinn er spilaður í Portúgal. Íslenska liðið náði ekki að tryggja sér sigur þrátt fyrir margar lofandi sóknir.

Fótbolti

Villas-Boas vongóður vegna meiðsla Bale

Gareth Bale, leikmaður Tottenham, meiddist illa á ökkla í leiknum gegn Basel í Evrópudeild UEFA í kvöld. Andre Villas-Boas, stjóri Spurs, er vongóður um að meiðslin séu ekki eins slæm og þau litu út fyrir að vera.

Fótbolti