Fótbolti

Aron Einar: Öxlin er í lagi

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fór meiddur af velli í 0-2 tapi Cardiff City á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Enski boltinn

Zlatan í Meistaradeildargírnum í frönsku deildinni

Sænski landsliðsframherjinn Zlatan Ibrahimović skoraði öll þrjú mörk Paris Saint-Germain í 3-1 sigri á Nice í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. PSG er með fimm stiga forskot á toppnum eftir þennan góða heimasigur en Lille á leik inni seinna í kvöld.

Fótbolti

Mourinho: Þetta var víti

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var hársbreidd frá því að tapa sínum fyrsta deildarleik á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Enski boltinn

Bayern með nýtt met - 37 leikir í röð án taps

Bayern München setti nýtt met í þýsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann 3-0 heimasigur á Augsburg í 12. umferð deildarinnar en auk þess náðu Bæjarar fjögurra stiga forskoti á toppnum því á sama tíma tapaði Dortmund sínum leik.

Fótbolti

Cristiano Ronaldo með þrennu í stórsigri Real

Cristiano Ronaldo skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt þegar Real Madrid vann 5-1 stórsigur á Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Real er í þremur stigum á eftir toppliði Barcelona sem á leik inni á morgun.

Fótbolti

Moyes vildi ekki Özil síðasta sumar

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, viðurkenndi það í viðtali í Mirror að félagið hafi átt möguleika á því að kaupa Þjóðverjann Mesut Özil frá Real Madrid síðasta sumar.

Enski boltinn

Upprisa Ramsey

Þegar Arsene Wenger bauð Aaron Ramsey nýjan fimm ára samning í fyrra hristu margir hausinn. Í dag er hann aðalmaðurinn í heitasta liði Englands sem stefnir á að fullkomna frábæra viku á morgun gegn United.

Enski boltinn

Vonandi meiðist enginn um helgina

Sextán af tuttugu og tveimur leikmönnum karlalandsliðs Íslands verða í eldlínunni með félögum sínum í sex evrópskum deildakeppnum um helgina. Tæp vika er í fyrri leikinn gegn Króötum á Laugardalsvelli en flautað verður til leiks klukkan 19 á föstudaginn. Óskandi er að meiðsli taki sig ekki upp hjá neinum leikmönnum liðsins fyrir leikinn mikilvæga.

Fótbolti

Kristinn ætlar í atvinnumennsku

Landsliðsmaðurinn Kristinn Jónsson stefnir á að koma sér í atvinnumennsku á næstu mánuðum. Þessi magnaði 23 ára bakvörður Blika hefur verið að spila með Blikaliðinu frá því árið 2007 og síðustu ár verið einn af betri leikmönnum Pepsi-deildarinnar.

Íslenski boltinn

Þrenna hjá Alfreð

Eftir þriggja leikja markaþurrð komst Alfreð Finnbogason aftur á blað hjá Heerenveen í kvöld er liðið vann heimasigur, 5-2, gegn RKC Waalwijk. Hann gerði gott betur því íslenski landsliðsmaðurinn skoraði þrennu í leiknum.

Fótbolti

Chicharito orðaður við Arsenal

Javier Hernandez, framherji Manchester United, er orðaður við Arsenal í enskum miðlum í morgun. Á meðan Arsenal sárvantar framherja er nóg til af þeim á Old Trafford þar sem samkeppnin um framherjastöðurnar er mjög mikil.

Enski boltinn