Enski boltinn

Gareth Barry ákærður af enska knattspyrnusambandinu

Gareth Barry, leikmaður Englandsmeistaraliðs Manchester City, hefur verið ákærður fyrir óviðeigandi orðbragð í garð dómara eftir að 3-2 tap liðsins gegn Manchester United s.l. sunnudag. Enski landsliðsmaðurinn lét aðstoðardómara leiksins heyra það á meðan hann yfirgaf leikvöllinn á leið sinni til búningsherbergja Man City.

Enski boltinn

Mancini ætlar ekki að selja Balotelli í janúar

Sagan endalausa um framtíð Mario Balotelli hjá Manchester City heldur áfram. Balotelli er án efa ekki á jólakortalistanum hjá Roberto Mancini knattspyrnustjóra Man City en þeir hafa ekki náð vel saman á undanförnum misserum. Það búast margir við því að Balotelli verði seldur þegar leikmannamarkaðurinn opnar í janúar en Mancini er ekki tilbúinn að láta Balotelli fara frá félaginu.

Enski boltinn

Oriol Romeu úr leik hjá Chelsea út tímabilið

Oriol Romeu leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, verður frá keppni í allt að hálft ár, en hann fór í aðgerð í gær. Miðjumaðurinn sleit krossband í hné í leiknum gegn Sunderland s.l. laugardag og að auki var gert við liðþófa í hnénu.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Umræða um Chelsea og Fernando Torres

Fernando Torres skoraði tvívegis í 3-1 sigri Chelsea á útivelli gegn Sunderland á laugardaginn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Spænski framherjinn virðist vera að finna sitt gamla form undir stjórn Rafael Benítez. Nigel Quashie, sem var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær, ræddi um Torres og Chelsea við þá Guðmund Benediktsson og Hjörvar Hafliðason.

Enski boltinn

Stuðningsmaður Man City bað Ferdinand afsökunar - níu aðilar kærðir

Níu aðilar hafa verið kærðir fyrir ýmis atvik sem áttu sér stað á leik Manchester City og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni sem fram fór í gær. Tveir þeirra fóru inn á leikvöllinn og ógnuðu þar leikmönnum Man Utd en alls hafa fjórir verið handteknir. Rio Ferdinand leikmaður Man Utd fékk skurð á augabrún eftir að smápening var kastað í andlit hans og það er ljóst að fjölmörg atvik sem komu þarna upp verða rannsökuð enn frekar hjá enska knattspyrnusambandinu.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Umræða um Arsenal og Ray Wilkins

Ray Wilkins er sá leikmaður sem Nigel Quashie lítur hvað mest upp til en Quashie var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Quashie ,Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason ræddu m.a. Jack Wilshere og Arsenal í þessu innslagi úr Sunnudagsmessunni.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Quashie ræðir um Joe Allen og Liverpool

Nigel Quashie var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær og þar tjáði hann sig m.a. um gengi Liverpool. Quashie hefur ákveðnar skoðanir á Joe Allen, landsliðsmanni frá Wales. Hinn 22 ára gamli miðjumaður kom til Liverpool s.l. sumar frá Swansea þar sem að Brendan Rodgers, núverandi knattspyrnustjór Liverpool, var áður knattspyrnustjóri. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason ræddu við Quashie um Liverpool í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Quashie ræðir um veru sína hjá West Ham

Nigel Quashie var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær þar sem stórkostleg helgi í enska boltanum var gerð upp. Englendingurinn hefur mikla reynslu úr ensku knattspyrnunni en hann hefur leikið með QPR, Nottingham Forest, Portsmouth, Southampton , WBA, West Ham, Birmingham, Wolves og Milton Keynes Dons. Quashie er spilandi þjálfari hjá ÍR en hann ræði hér um veru sína hjá West Ham þegar liðið var í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts Magnússonar.

Enski boltinn

Roberto Mancini gagnrýndi Samir Nasri harkalega

Samir Nasri er ekki í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum né liðsfélögum sínum í Manchester City en franski leikmaðurinn gerði afdrifarík mistök á lokamínútunum gegn Manchester United í gær. Robin van Persie skoraði sigurmark Man Utd með skoti úr aukaspyrnu en Nasri "faldi“ sig á bak við liðsfélaga sína í varnarveggnum og í stað þess að reyna verjast.

Enski boltinn

Misstir þú af enska boltanum? - öll mörkin og tilþrifin eru á Vísi

Það var mikil dramatík í gangi í leikjum helgarinnar í ensku knattspyrnunni. Stórleikur Manchester City og Manchester United bar þar hæst þar sem að Robin Van Persie tryggði Man Utd sigurinn á elleftu stundu í stórkostlegum leik. Sextándu umferðinni lýkur í kvöld með leik Fulham og Newcastle sem sýndur verður á Stöð 2 sport 2. Að venju eru öll mörk helgarinnar aðgengileg á Vísi.

Enski boltinn

Robin van Persie hetja United gegn City

Manchester United vann ótrúlegan sigur, 3-2, á Manchester City á heimavelli City. Rooney skoraði fyrstu tvö mörk leiksins en Man. City neitaði að gefast upp og náðu að jafna metin í síðari hálfleik.

Enski boltinn

Crouch: Það er eins gott að ég er giftur

Peter Crouch, leikmaður Stoke, fékk heldur betur að kenna á því í leik gegn Newcastle á dögunum. Þá fékk hann högg frá Fabricio Coloccini sem leiddi til þess að hann missti tvær tennur. Síðasta vika hefur síðan verið ansi erfið fyrir Crouch.

Enski boltinn