Enski boltinn

Amr Zaki í raðir Wigan

Wigan hefur fengið egypska sóknarmanninn Amr Zaki á eins árs lánssamningi frá Zamalek. Steve Bruce hefur reynt að klófesta leikmanninn síðustu mánuði.

Enski boltinn

Essien skrifar undir

Ganamaðurinn Michael Essien hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Chelsea. Hann fetar því í fótspor Petr Cech og Wayne Bridge sem framlengdu sína samninga á dögunum.

Enski boltinn

Boulahrouz til Stuttgart

Chelsea hefur ákveðið að selja hollenska varnarmanninn Khalid Boulahrouz til þýska liðsins Stuttgart. Boulahrouz gekk til liðs við Chelsea frá Hamburg fyrir tveimur árum.

Enski boltinn

Tottenham á eftir Arshavin

Zenit frá Pétursborg heldur því fram að Tottenham hafi komið með tilboð í Andrei Arshavin. Eftir frammistöðu Arshavin með Rússlandi á Evrópumótinu er hann einn eftirsóttasti leikmaður álfunnar.

Enski boltinn

Behrami á leið til West Ham

Gianluca Nani, yfirmaður íþróttamála hjá West Ham, hefur staðfest að félafið sé að landa svissneska varnarmanninum Valon Behrami frá Lazio. Alan Curbishley heillaðist af Behrami á Evrópumótinu í sumar.

Enski boltinn

Makelele seldur til PSG

Miðjumaðurinn Claude Makelele hefur verið seldur frá Chelsea til Paris St. Germain í Frakklandi. Makelele er 35 ára en hann hefur verið hjá Chelsea í fimm ár, síðan hann var keyptur frá Real Madrid.

Enski boltinn

Ferguson: Neville er ótrúlegur

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist gáttaður á vel heppnaðri endurkomu bakvarðarins Gary Neville inn í liðið eftir 16 mánaða fjarveru vegna meiðsla.

Enski boltinn

Knattspyrnuheimurinn er rotinn

Simon Jordan, stjórnarformaður Crystal Palace, dregur upp ófagra mynd af knattspyrnuheiminum í samtali við News of the World í dag. Hann segir knattspyrnuna vera að rotna í spillingu og sýndarmennsku.

Enski boltinn

Ronaldo: Ég er alltaf á tánum

Cristiano Ronaldo neitar að lofa því að hann verði leikmaður Manchester United á næstu leiktíð líkt og forráðamenn félagsins hafa haldið fram í fjölmiðlum síðustu daga.

Enski boltinn

Auðvitað verður Adebayor áfram

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist reikna með því að framherjinn Emmanuel Adebayor verði áfram í herbúðum liðsins á næstu leiktíð þrátt fyrir að vera mikið orðaður við stærstu knattspyrnufélög Evrópu.

Enski boltinn

Rosicky missir af fyrstu leikjum Arsenal

Miðjumaðurinn Tomas Rosicky hjá Arsenal mun missa af fyrstu leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni, en hann fór í hnéuppskurð í maí í vor. Hann hafði vonast til að ná fyrsta leik liðsins í úrvalsdeildinni gegn West Brom þann 16. ágúst en nú er ljóst að hann nær því takmarki ekki.

Enski boltinn

Steven Gerrard meiddur

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, mun líklega missa af æfingaleik liðsins við Hertha Berlin í næstu viku eftir að hafa meiðst á nára á æfingu með liði sínu. Liverpool er nú við æfingar í Sviss, en Gerrard hefur verið sendur heim og verður frá keppni í viku til tíu daga.

Enski boltinn

Hermann skoraði fyrir Portsmouth

Hermann Hreiðarsson var á skotskónum í gær þegar Portsmouth sigraði Swindon 3-1 í æfingaleik á County Ground. Swindon komst reyndar yfir í leiknum en Hermann Hreiðarsson skoraði jöfnunarmark Portsmouth.

Enski boltinn

Chimbonda í viðræðum við Sunderland

Franski bakvörðurinn Pascal Chimbonda hjá Tottenham hefur átt í viðræðum við Sunderland með það fyrir augum að skipta um félag. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Tottenham síðan skoski landsliðsmaðurinn Alan Hutton var keyptur til Lundúnafélagsins í janúar.

Enski boltinn

Kaka vill fara til Chelsea

Ráðgjafi miðjumannsins Kaka hjá AC Milan segir að leikmaðurinn vilji ólmur fara til Chelsea á Englandi og spila undir landa sínum Luiz Felipe Scolari.

Enski boltinn

Dave Kitson til Stoke

Stoke hefur keypt Dave Kitson fyrir 5,5 milljónir punda frá Reading. Þessi 28 ára sóknarmaður hefur skrifað undir þriggja ára samning við nýliðana í úrvalsdeildinni.

Enski boltinn