Enski boltinn

Hughes nýtur stuðnings hjá City

Mark Hughes stjóri Manchester City nýtur enn stuðnings stjórnarformanns félagsins þrátt fyrir enn eitt tapið í deildinni í gær. City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum.

Enski boltinn

Fulham lagði Newcastle

Fulham vann 2-1 sigur á Newcastle í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Danny Murphy tryggði Fulham sigurinn með marki úr vítaspyrnu.

Enski boltinn

Tottenham úr fallsæti

Tottenham tókst í dag að lyfta sér úr botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar og upp í það fimmtánda eftir 2-1 sigur á Manchester City á útivelli í dag.

Enski boltinn

Chelsea aftur á toppinn

Chelsea endurheimti í dag toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Blackburn þar sem Nicolas Anelka skoraði bæði mörk Chelsea.

Enski boltinn

Þriðja tap Hull í röð

Hull tapaði í dag sínum þriðja leik í röð í ensku úrvalsdeildinni er liðið tapaði fyrir Bolton á heimavelli, 1-0. Bolton hoppaði upp um níu sæti í deildinni með sigrinum.

Enski boltinn

Nasri tryggði Arsenal sigur á United

Samir Nasri skoraði tvö mörk fyrir Arsenal er liðið vann 2-1 sigur á Manchester United í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Rafael Da Silva minnkaði muninn fyrir United í lok leiksins.

Enski boltinn

Arsenal 1-0 yfir gegn United

Samir Nasri skoraði eina mark fyrri hálfleiks í leik Arsenal og Manchester United á Emirates leikvanginum í London. Leikurinn hefur verið mjög fjörugur og marktækifæri á báða bóga. Staðan í hálfleik er 1-0 fyrir Arsenal.

Enski boltinn

Obama boðið á Upton Park

West Ham hefur sent Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseta, hamingjuóskir sínar og boð um að koma á leik með West Ham næst þegar hann er í Bretlandi.

Enski boltinn

Brotist inn hjá Lucas Leiva

Brotist var í vikunni inn á heimili Lucas Leiva og bætist hann þar með í fjölmennan hóp leikmanna Liverpool sem hafa orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum.

Enski boltinn

Wenger er tapsár

Tony Pulis, stjóri Stoke City, segir að starfsbróðir hans Arsene Wenger hjá Arsenal sé tapsár og þvertekur fyrir að Stoke sé gróft knattspyrnulið.

Enski boltinn

Ronaldo besti leikmaður heims

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, var valinn besti leikmaður heims í árlegri úttekt tímaritsins FourFourTwo á hundrað bestu knattspyrnumönnum heimsins.

Enski boltinn

King verður hvíldur áfram

Ledley King, fyrirliði Tottenham, mun ekki leika með liði sínu í Evrópukeppni félagsliða annað kvöld þegar það mætir Dinamo Zagreb á heimavelli.

Enski boltinn