Enski boltinn

Wright-Phillips kærður fyrir brot

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Shaun Wright-Phillips, leikmann Manchester City, til aganefndar sambandsins vegna brots sem dómari leiks liðsins við Stoke um síðustu helgi sá ekki.

Enski boltinn

Moyes rak Anichebe heim

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur fengið sig fullsaddann af framherjanum Victor Anichebe eftir því sem fram kemur í enskum fjölmiðlum í dag.

Enski boltinn

Everton og Liverpool mætast á ný í kvöld

Grannarnir og erkifjendurnir Everton og Liverpool mætast enn og aftur í kvöld þegar þau spila aukaleik í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar á Goodison Park. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 20.

Enski boltinn

Fowler til Ástralíu

Framherjinn Robbie Fowler hefur skrifað undir samning við nýliða Nort Queensland Fury í áströlsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Enski boltinn

Keane fær fyrirliðabandið

Harry Redknapp hefur ákveðið að láta fyrirliðaband Tottenham á hönd Robbie Keane. Varnarmaðurinn Ledley King verður áfram aðalfyrirliði en Keane mun verða leiðtogi liðsins meðan hann er meddur.

Enski boltinn

Burnley sló út West Brom

Jóhannes Karl Guðjónsson lék síðustu tíu mínúturnar fyrir Burnley sem vann úrvalsdeildarliðið West Bromwich Albion í fjórðu umferð ensku FA bikarkeppninnar 3-1.

Enski boltinn

Blackburn og Everton horfðu til Kuranyi

Blackburn og Everton höfðu áhuga á að fá sóknarmanninn Kevin Kuranyi í sínar raðir í janúarglugganum. Kuranyi er þýskur landsliðsmaður en hann er kominn út í kuldann hjá liði sínu, Schalke.

Enski boltinn

Sunderland reyndi að kaupa Bent

Ricky Sbragia, knattspyrnustjóri Sunderland, segir að félagið hafi verið í sambandi við Tottenham undir lok félagaskiptagluggans með það fyrir augum að kaupa framherjann Darren Bent.

Enski boltinn

Riley viðurkenndi að hafa gert mistök

Enska dagblaðið Daily Mail greinir frá því í dag að dómarinn Mike Riley hafi viðurkennt fyrir enska knattspyrnusambandinu að hafa gert mistök þegar hann rak Frank Lampard leikmann Chelsea af velli í leiknum gegn Liverpool í úrvalsdeildinni á sunnudag.

Enski boltinn

Butt framlengir við Newcastle

Miðjumaðurinn Nicky Butt hefur framlengt samning sinn um eitt ár við Newcastle. Gamli samningurinn hans hefði runnið út í sumar en hann fetar nú í fótspor þeirra Steve Harper og Shola Ameobi sem einnig hafa framlengt við félagið.

Enski boltinn

Defoe þarf í aðgerð

Jermain Defoe, sóknarmaður Tottenham, fer í aðgerð á þriðjudag vegna ristarbrots. Hann verður frá vegna meiðslana í um tíu vikur.

Enski boltinn