Enski boltinn

Hólmar Örn: Það verður gott að hafa Bjarna þarna

Hólmar Örn Eyjólfsson er í viðtali á heimasíðu West Ham í framhaldi af því að hann er að fara á lánssamningi til belgíska liðsins KSV Roeselare út þetta tímabil. Þetta er annar lánssamingur Hólmars á tímabilinu en hann spilaði fjóra leiki með Cheltenham Town í október.

Enski boltinn

Vippa Pienaar á móti Arsenal: Fallegasta markið hans á ferlinum

Suður-Afríkumaðurinn Steven Pienaar var ánægður með markið sitt fyrir Everton á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Steven Pienaar slapp þá einn í gegn og vippaði boltanum af mikilli yfirvegun yfir Manuel Almunia í marki Arsenal. Pienaar kom Everton í 2-1 en Arsenal náði að tryggja sér stig í lokin.

Enski boltinn

Fimm leikmenn á leið frá United?

Eins og venjulega eru ensku dagblöðin stútfull af orðrómum og sögusögnum um liðin í ensku úrvalsdeildinni. Einna athyglisverðust er frétt The Mirror um að fimm leikmenn Manchester United eru á leið frá félaginu.

Enski boltinn

Aron hafði betur gegn Emil

Coventry vann í dag 3-1 sigur á Barnsley í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry sem fór upp í fjórtánda sæti deildarinnar með sigrinum.

Enski boltinn

Donovan í byrjunarliði Everton

Aðeins einn leikur hefst núna klukkan 15.00 í ensku úrvalsdeildinni en það er leikur Arsenal og Everton. Öllum öðrum leikjum helgarinnar nema einum hefur verið frestað.

Enski boltinn

Jo kominn úr skammarkróknum

David Moyes hefur tekið Brasilíumanninn Jo aftur inn í leikmannahóp Everton eftir að hann var settur út í kuldann nýverið fyrir að fara í leyfisleysi til Brasilíu.

Enski boltinn