Enski boltinn

Arsenal fylgir toppliðunum fast eftir - vann Bolton 2-0

Arsenal er þremur stigum á eftir toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 sigur á Bolton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Cesc Fabregas og Fran Merida skoruðu mörk Arsenal-manna eftir sendingar frá brasilíska Króatanum Eduardo da Silva.

Enski boltinn

Markalaust hjá Aston Villa og West Ham

Astion Villa náði aðeins einu stigi á heimavelli á móti West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og Villa-menn þurfa að sýna meira ætli þeir sér að vera í hópi bestu liðanna.

Enski boltinn

Rafa Benitez: Ég held áfram vegna stuðningsmannanna

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, þakkaði stuðningsmönnum Liverpool fyrir stuðning þeirra í 1-1 jafntefli liðsins á móti Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool fékk á sig jöfnunarmark á 90. mínútu leiksins og skelfileg vika fékk því slæman endi.

Enski boltinn

Stoke jafnaði á 90. mínútu á móti Liverpool

Liverpool náði aðeins 1-1 jafntefli á útivelli á móti Stoke í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Það stefndi lengi vel í Liverpool-sigur en heimamenn í Stoke náðu að jafna leikinn á lokamínútu leiksins. Dirk Kyut skallaði síðan í stöngina úr dauðafæri í uppbótartímanum og vandræði Rafel Benitez og lærisveina hans halda áfram.

Enski boltinn

Ferguson lofar Michael Owen fleiri leikjum á næstu vikum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur lofað Michael Owen því að hann fá fleiri leiki með liðinu á næstu vikum. Michael Owen hefur aðeins verið einu sinni í byrjunarliði Manchester United síðan að hann skoraði þrennu á móti Wolfsburg í Meistaradeildinni fyrir sex vikum síðan.

Enski boltinn

Ancelotti: Betra að vera heppinn stjóri en góður stjóri

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, viðurkennir alveg að liðið hans hafi haft heppnina með sér þegar Manchester United og Arsenal nýttu hvorug tækifæri sitt þegar þau gátu komist upp fyrir Chelsea og í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea hefur aðeins unnið 2 af síðustu 6 deildarleikjum sínum en er enn með eins stigs forskot á Manchester United.

Enski boltinn

Aquilani: Við verðum bara að halda áfram án Torres og Gerrard

Ítalski miðjumaðurinn Alberto Aquilani verður væntanlega í enn stærra hlutverki en vanalega þegar Liverpool sækir Stoke heim í ensku úrvalsdeildinni á eftir því liðið verður án skapandi manna eins og Fernando Torres, Steven Gerrard og Yossi Benayoon sem meiddust allir í bikartapinu á móti Reading.

Enski boltinn

Leikir dagsins í ensku úrvalsdeildinni - sjö leikir á dagskrá

Toppliðin Chelsea og Manchester United spila bæði í ensku úrvalsdeildinni í dag en þá fara fram sjö leikir. Fjörið byrjar klukkan 12.45 með afar fróðlegum leik Stoke og Liverpool á Britannia-vellinum og endar með leik Everton og Man City á Goodison Park klukkan 17.30. Allir hinir fimm leikirnir hefjast klukkan 15.00.

Enski boltinn

Dimitar Berbatov bestur í Búlgaríu í sjötta sinn

Dimitar Berbatov, framherji Manchester United, var í gær kosinn besti knattspyrnumaður Búlgaríu í sjötta sinn á ferlinum en hann setti með því nýtt met í þessu árlega kjöri. Berbatov hafði betur en Stilian Petrov hjá Aston Villa og Blagoy Georgiev hjá Terek Grozny sem komu í næstu sætum.

Enski boltinn

José Mourinho reynir við Steven Gerrard í þriðja sinn

Ítalska liðið Internazionale hefur mikinn áhuga á að kaupa Steven Gerrard frá Liverpool í sumar. Þetta verður þá í þriðja sinn sem José Mourinho,þjálfari Inter, reynir við enska landsliðsmiðjumanninn en Mourinho reyndi í tvígang að fá Gerrard til Chelsea á sínum tíma.

Enski boltinn