Enski boltinn

Diarra samdi við Fulham

Mahamadou Diarra, fyrrum leikmaðu Real Madrid, hefur samið við Fulham í ensku úrvalsdeildinni og mun spila með liðinu til loka leiktíðarinnar.

Enski boltinn

Liverpool fagnaði sigri á Wembley | myndasyrpa

Liverpool hafði betur gegn Cardiff í æsispennandi úrslitaleik deildabikarkeppninnar í dag. Staðan var jöfn, 1-1, að loknum venjulegum leiktíma og bæði liðin skoruðu mark í framlengingu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem að Liverpool hafði betur. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá leikmönnum, þjálfurum og stuðningsmönnum Liverpool í leikslok og í myndasyrpunni má sjá brot af því besta frá leiknum.

Enski boltinn

Liverpool deildabikarmeistari eftir vítakeppni

Liverpool tryggði sér deildabikarmeistaratitilinn með því að leggja Cardiff af velli í vítaspyrnukeppni. Staðan var jöfn 1-1 eftir venjulegan leiktíma og enn var jafnt, 2-2, að lokinni framlengingu. Liverpool skoraði úr þremur af fimm vítum sínum á meðan Cardiff nýtti aðeins tvö og því var það Liverpool sem fagnaði í leikslok.

Enski boltinn

Ótrúleg endurkoma hjá Arsenal gegn Spurs

Arsenal vann magnaðan 5-2 heimasigur á Tottenham í Lundúnarslagnum í dag. Gestirnir komust tveimur mörkum yfir snemma leiks og útlitið svart hjá lærisveinum Arsene Wenger. Þeir jöfnuðu hins vegar fyrir hlé og slátruðu gestunum í síðari hálfleik.

Enski boltinn

Lambert með þrennu og Southampton í toppsætið

Rickie Lambert var hetja Southampton þegar liðið vann 3-0 útisigur á Watford í Championship-deildinni í dag. Með sigrinum komust Dýrlingarnir í toppsæti deildarinnar á kostnað West Ham sem gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace fyrr í dag.

Enski boltinn

Aguero: Tevez er algjör atvinnumaður

Sergio Aguero, leikmaður Manchester City, telur að endurkoma liðsfélaga og landa síns, Carlos Tevez, gæti skipt sköpum í titilbaráttunni. City getur náð fimm stiga forskoti með sigri á Blackburn í síðdegisleiknum í dag.

Enski boltinn

Mikilvægasti nágrannaslagurinn á ferli Wenger

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er undir mikilli pressu eftir háðulega útreið liðsins gegn AC Milan í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 4-0. Tap Arsenal þýðir að öllum líkindum að liðið er dottið úr leik og þar með hverfur síðasta von liðsins um bikar á þessari leiktíð.

Enski boltinn

Samba samdi við Anzhi

Christopher Samba hefur gengið frá fjögurra ára samningi við rússneska liðið Anzhi Makhachkala en það var staðfest nú í kvöld.

Enski boltinn

Arsahvin lánaður til Zenit

Andrei Arshavin er farinn frá Arsenal þar sem hann hefur verið lánaður til rússneska félagins Zenit frá St. Pétursborg. Arsenal keypti hann frá Zenit fyrir metfé árið 2009.

Enski boltinn

Fernando Torres í kuldanum hjá spænska landsliðinu

Framherjinn Fernando Torres var ekki valinn í spænska landsliðið sem mætir Venesúela í vináttuleik í næstu viku. Torres hefur alls ekki náð sér á strik í marga mánuði og eru líkur á því að hann verði alls ekki í spænska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í sumar þar sem Spánverjar mæta í titilvörnina á EM sem fram fer í Póllandi og Úkraínu.

Enski boltinn

Samba er líklega á leiðinni til Anzhi í Rússlandi

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Blackburn eru í formlegum viðræðum við rússneska stórliðið Anzhi um kaup á varnarmanninum Christopher Samba. Hinn 27 ára gamli Samba óskaði eftir því að vera settur á sölulista í janúar og var hann orðaður við ensku úrvalsdeildarliðin QPR og Tottenham.

Enski boltinn

Knattspyrnustjóri Blackburn er ávallt með lífvörð sér við hlið

Steve Kean, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Blackburn, segir að hann fari ekki út úr húsi án þess að vera með lífvörð með sér. Hinn 44 ára gamli Kean hefur fengið ýmsar hótanir frá stuðningsmönnum liðsins en gengi liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska. Liðið er í bullandi fallbaráttu, með 21 stig í fjórða neðsta sæti.

Enski boltinn