Sport „Öldungurinn“ Ege er mikilvægasti leikmaður Noregs Ólafur Stefánsson verður ekki aldursforsetinn í B-riðlinum á HM í Svíþjóð því norski landsliðsmarkvörðurinn Steinar Ege er 38 ára og hefur sjaldan verið betri. Íslendingar mæta Norðmönnum í lokaleiknum í riðlakeppninni og má búast við því að sá leikur verði einn af úrslitaleikjum Íslands í keppninni. Handbolti 12.1.2011 11:45 Ísland féll í 113. sæti Ísland er nú í 113.-114. sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í dag. Fótbolti 12.1.2011 11:15 Rutgers líklega ekki áfram hjá KR Ólíklegt er að Mark Rutgers verði áfram í herbúðum KR eftir því sem umboðsmaður hans segir í samtali við Fótbolta.net. Íslenski boltinn 12.1.2011 10:45 Lennon í sex leikja bann Skoska knattspyrnusambandið hefur dæmt Neil Lennon, stjóra Celtic, í sex leikja bann fyrir hegðun gagnvart dómurum í tapleik gegn Hearts í nóvember síðastliðnum. Fótbolti 12.1.2011 10:15 Balotelli frá í mánuð Mario Balotelli verður frá keppni með Manchester City næsta mánuðinn þar sem hann er meiddur á hné. Enski boltinn 12.1.2011 09:45 Ásgeir Gunnar með FH næsta sumar Knattspyrnudeild FH hefur gengið frá samningum við Ásgeir Gunnar Ásgeirsson sem mun áfram leika með liðinu næsta sumar. Íslenski boltinn 12.1.2011 09:16 NBA í nótt: Lakers niðurlægði Cleveland LA Lakers vann í nótt stórsigur á Cleveland í NBA-deildinni í körfubolta, 112-57. Var þetta þriðji stærsti sigur liðsins frá upphafi. Körfubolti 12.1.2011 09:00 Tottenham búið að semja við Pienaar - kemur líklega ekki fyrr en í sumar Tottenham er búið að semja við Suður-Afríkumanninn Steven Pienaar sem hefur spilað undanfarin þrjú ár með Everton. Internazionale og Atlético Madrid voru líka áhugasöm um leikmanninn sem kemur líklega á frjálsri sölu næsta sumar. Enski boltinn 11.1.2011 23:45 Ronaldinho ætlar að spila sig inn á HM með Flamengo Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldinho er kominn til Brasilíu þar sem hann mun spila með Flamengo sem er eitt allra vinsælasta félag Brasilíu. Ronaldinho hefur spilað undanfarin tíu ár í Evrópu nú síðast með AC Milan á Ítalíu en ákvað að snúa aftur heim. Fótbolti 11.1.2011 23:15 Íslandsbaninn að leggja skónna á hilluna aðeins 20 ára gömul Norska landsliðskonan Cecilie Pedersen vakti mikla athygli þegar hún var valin í norska landsliðshópinn á EM 2009 þrátt fyrir að spila í neðri deildum í Noregi. Hún kom síðan mikið við sögu í leiknum á móti Íslandi. Pedersen sem nú er aðeins tvítug íhugar nú að leggja skónna á hilluna. Fótbolti 11.1.2011 22:45 Wenger ætlar að kaupa nýjan miðvörð í janúar Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ætla að kaupa nýjan miðvörð til félagsins eftir að í ljós kom að Thomas Vermaelen verður enn lengur frá vegna meiðsla. Vermaelen hefur ekki leikið með Arsenal síðan 28. ágúst en hann meiddist á hásin í landsleik með Belgum. Enski boltinn 11.1.2011 22:15 Avram Grant: Leikmennirnir mínir gáfust ekki upp Avram Grant, stjóri West Ham, var ánægður með 2-1 sigur liðsins á Birmingham í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli liðsins á Upton Park. Enski boltinn 11.1.2011 22:01 Tíu West Ham menn unnu fyrri leikinn á móti Birmingham Carlton Cole kom inn á sem varamaður og tryggði West Ham 2-1 sigur á Birmingham í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum á Upton Park í kvöld. West Ham tókst að tryggja sér sigurinn þrátt fyrir að vera aðeins með tíu menn inn á vellinum síðasta hálftímann í leiknum. Enski boltinn 11.1.2011 21:38 Shaun Wright-Phillips á leiðinni á láni til Fulham Shaun Wright-Phillips er líklega á leiðinni til Fulham frá Manchester City en félögin eru að reyna að semja um sex mánaða lánsamning. Wright-Phillips myndi hitta fyrir Mark Hughes hjá Fulham en Hughes var áður stjóri hans hjá bæði Blackburn og Manchester City. Enski boltinn 11.1.2011 21:15 Magnús Þór Gunnarsson farinn í Keflavík Magnús Þór Gunnarsson hefur ákveðið að hætta að spila með Njarðvík og ganga til við sína gömlu félaga í Keflavíkurliðinu. Magnús Þór kom til Njarðvíkurliðsins á miðju tímabili eftir að hafa byrjað veturinn með danska liðinu Aabyhöj. Þetta kemur fram á heimasíðu Víkurfrétta í kvöld. Körfubolti 11.1.2011 21:13 Eyjakonur unnu eins marks sigur í Kaplakrika ÍBV vann 25-24 sigur á FH í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli FH í Kaplakrika. ÍBV komst með þessu upp fyrir FH og alla leið upp í sjötta sæti deildarinnar. Handbolti 11.1.2011 21:06 Dzeko: Flestir í Manchester halda með Manchester City Edin Dzeko, nýi leikmaðurinn í herbúðum Manchester City, er búinn að slá í gegn hjá stuðningmönnum félagsins þrátt fyrir að hann sé ekki búinn að spila eina einustu mínútu í búningi félagsins. Dzeko skaut nefnilega á nágrannanna í United í blaðamannafundi í dag. Enski boltinn 11.1.2011 20:45 Gummi Gumm með augu í hnakkanum Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fylgist vel með öllu í undirbúning íslenska handboltalandsliðsins fyrir HM í Svíþjóð sem er að hefjast á föstudaginn. Guðmudnur er með allt á hreinu og það mætti halda að hann sé með augu í hnakkanum ef fólk skoðar myndbandið hér fyrir ofan. Handbolti 11.1.2011 20:00 Hlynur og Jakob með tólf sigurleiki í röð Sundsvall Dragons hélt áfram sigurgöngu sinni í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld með tólf stiga heimasigri á Helga Má Magnússyni og félögum í Uppsala Basket, 96-84. Sundsvall er nú búið að vinna tólf leiki í röð og er á toppi deildarinnar. Körfubolti 11.1.2011 19:43 24 stig frá Loga dugðu ekki til Logi Gunnarsson átti góðan leik með Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en það dugði þó ekki til á útivelli á móti sænsku meisturunum í Norrköping Dolphins. Norrköping vann leikinn með 21 stigi, 90-69. Körfubolti 11.1.2011 19:38 Lampard mun aldrei ná sér að fullu af meiðslunum Frank Lampard, leikmaður Chelsea, er aftur farinn að spila með liðinu eftir að hafa misst úr fjóra mánuði vegna meiðsla en segist þó að hann muni aldrei ná sér að fullu. Lampard skoraði tvö mörk í stórsigri Chelsea á Ipswich í bikarnum um síðustu helgi. Enski boltinn 11.1.2011 19:00 Friðrik og Einar Árni taka við Njarðvíkurliðinu Njarðvíkingarnir Friðrik Ragnarsson og Einar Árni Jóhannsson munu í sameiningu taka við meistaraflokksliði Njarðvíkur í körfuboltanum en Sigurður Ingimundarson hætti sem þjálfari liðsins í gær. Leikmönnum var tilkynnt um nýju þjálfarana á leikmannafundi í kvöld. Körfubolti 11.1.2011 18:23 Stjóri Celtic áfrýjaði og fékk sex leikja bann í andlitið Neil Lennon, stjóri Celtic, var í dag dæmdur í sex leikja bann af aganefnd skoska knattspyrnusambandsins fyrir hegðun sína gagnvart fjórða dómaranum í 2-0 tapi Celtic á móti Eggerti Gunnþóri Jónssyni og félögum í Hearts í nóvember. Fótbolti 11.1.2011 18:00 Kvennalið Hauka búið að fá til sín breska stelpu Haukar hafa ákveðið að bæta erlendum leikmanni við kvennalið sitt. Breski bakvörðurinn Lauren Thomas-Johnson mun leika með liðinu fram á vor en fyrir er bandaríski bakvörðurinn Kathleen Patricia Snodgrass. Körfubolti 11.1.2011 17:15 Miklar líkur á því að Wayne Bridge verði lánaður til West Ham Wayne Bridge er á leiðinni í læknisskoðun hjá West Ham og það stendir orðið fátt í vegi fyrir því að Manchester Citu láni bakvörðurinn til London út tímabilið. Bridge hefur fengið fá tækifæri hjá City-liðinu hjá Roberto Mancini. Enski boltinn 11.1.2011 16:30 Fram búið að lána átján ára strák til Juventus Hörður Björgvin Magnússon leikmaður meistarflokks Fram í knattspyrnu skrifaði í dag undir lánssamning við ítalska stórliðið Juventus en þessi átján ára strákur verður hjá ítalska liðinu fram í júní. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram. Fótbolti 11.1.2011 15:45 Leikmannasamtökin hafa áhyggjur af kærunni á Babel Gordon Taylor, formaður leikmannasamtakanna í Englandi, segir að leikmenn verði að fá að hafa málfrelsi og möguleika á því að geta tjáð sig á samskiptasíðum. Taylor tjáði sig um kæru enska sambandsins á Liverpool-manninum Ryan Babel sem birti mynd af dómaranum Howard Webb á twitter-síðu sinni eftir bikartapið á sunnudaginn. Enski boltinn 11.1.2011 15:00 Milan vill kaupa Van Bommel AC Milan ætlar að styrkja sig i janúar og er þessa dagana að bera víurnar í hinn hollenska miðjumann FC Bayern, Mark van Bommel. Fótbolti 11.1.2011 13:30 Laird var kýldur af afbrýðisömum kærasta Nú er búið að finna ástæðuna fyrir því af hverju Scott Laird, leikmaður Stevenage, var kýldur af stuðningsmanni liðsins eftir frækinn sigur liðsins á Newcastle í bikarnum. Enski boltinn 11.1.2011 13:00 Juventus sýnir Torres áhuga Þó svo Fernando Torres sé í lélegu formi hafa menn ekki misst trúna á honum. Juventus er núna að gera sér vonir um að geta keypt hann frá Liverpool næsta sumar. Enski boltinn 11.1.2011 12:30 « ‹ ›
„Öldungurinn“ Ege er mikilvægasti leikmaður Noregs Ólafur Stefánsson verður ekki aldursforsetinn í B-riðlinum á HM í Svíþjóð því norski landsliðsmarkvörðurinn Steinar Ege er 38 ára og hefur sjaldan verið betri. Íslendingar mæta Norðmönnum í lokaleiknum í riðlakeppninni og má búast við því að sá leikur verði einn af úrslitaleikjum Íslands í keppninni. Handbolti 12.1.2011 11:45
Ísland féll í 113. sæti Ísland er nú í 113.-114. sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í dag. Fótbolti 12.1.2011 11:15
Rutgers líklega ekki áfram hjá KR Ólíklegt er að Mark Rutgers verði áfram í herbúðum KR eftir því sem umboðsmaður hans segir í samtali við Fótbolta.net. Íslenski boltinn 12.1.2011 10:45
Lennon í sex leikja bann Skoska knattspyrnusambandið hefur dæmt Neil Lennon, stjóra Celtic, í sex leikja bann fyrir hegðun gagnvart dómurum í tapleik gegn Hearts í nóvember síðastliðnum. Fótbolti 12.1.2011 10:15
Balotelli frá í mánuð Mario Balotelli verður frá keppni með Manchester City næsta mánuðinn þar sem hann er meiddur á hné. Enski boltinn 12.1.2011 09:45
Ásgeir Gunnar með FH næsta sumar Knattspyrnudeild FH hefur gengið frá samningum við Ásgeir Gunnar Ásgeirsson sem mun áfram leika með liðinu næsta sumar. Íslenski boltinn 12.1.2011 09:16
NBA í nótt: Lakers niðurlægði Cleveland LA Lakers vann í nótt stórsigur á Cleveland í NBA-deildinni í körfubolta, 112-57. Var þetta þriðji stærsti sigur liðsins frá upphafi. Körfubolti 12.1.2011 09:00
Tottenham búið að semja við Pienaar - kemur líklega ekki fyrr en í sumar Tottenham er búið að semja við Suður-Afríkumanninn Steven Pienaar sem hefur spilað undanfarin þrjú ár með Everton. Internazionale og Atlético Madrid voru líka áhugasöm um leikmanninn sem kemur líklega á frjálsri sölu næsta sumar. Enski boltinn 11.1.2011 23:45
Ronaldinho ætlar að spila sig inn á HM með Flamengo Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldinho er kominn til Brasilíu þar sem hann mun spila með Flamengo sem er eitt allra vinsælasta félag Brasilíu. Ronaldinho hefur spilað undanfarin tíu ár í Evrópu nú síðast með AC Milan á Ítalíu en ákvað að snúa aftur heim. Fótbolti 11.1.2011 23:15
Íslandsbaninn að leggja skónna á hilluna aðeins 20 ára gömul Norska landsliðskonan Cecilie Pedersen vakti mikla athygli þegar hún var valin í norska landsliðshópinn á EM 2009 þrátt fyrir að spila í neðri deildum í Noregi. Hún kom síðan mikið við sögu í leiknum á móti Íslandi. Pedersen sem nú er aðeins tvítug íhugar nú að leggja skónna á hilluna. Fótbolti 11.1.2011 22:45
Wenger ætlar að kaupa nýjan miðvörð í janúar Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ætla að kaupa nýjan miðvörð til félagsins eftir að í ljós kom að Thomas Vermaelen verður enn lengur frá vegna meiðsla. Vermaelen hefur ekki leikið með Arsenal síðan 28. ágúst en hann meiddist á hásin í landsleik með Belgum. Enski boltinn 11.1.2011 22:15
Avram Grant: Leikmennirnir mínir gáfust ekki upp Avram Grant, stjóri West Ham, var ánægður með 2-1 sigur liðsins á Birmingham í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli liðsins á Upton Park. Enski boltinn 11.1.2011 22:01
Tíu West Ham menn unnu fyrri leikinn á móti Birmingham Carlton Cole kom inn á sem varamaður og tryggði West Ham 2-1 sigur á Birmingham í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum á Upton Park í kvöld. West Ham tókst að tryggja sér sigurinn þrátt fyrir að vera aðeins með tíu menn inn á vellinum síðasta hálftímann í leiknum. Enski boltinn 11.1.2011 21:38
Shaun Wright-Phillips á leiðinni á láni til Fulham Shaun Wright-Phillips er líklega á leiðinni til Fulham frá Manchester City en félögin eru að reyna að semja um sex mánaða lánsamning. Wright-Phillips myndi hitta fyrir Mark Hughes hjá Fulham en Hughes var áður stjóri hans hjá bæði Blackburn og Manchester City. Enski boltinn 11.1.2011 21:15
Magnús Þór Gunnarsson farinn í Keflavík Magnús Þór Gunnarsson hefur ákveðið að hætta að spila með Njarðvík og ganga til við sína gömlu félaga í Keflavíkurliðinu. Magnús Þór kom til Njarðvíkurliðsins á miðju tímabili eftir að hafa byrjað veturinn með danska liðinu Aabyhöj. Þetta kemur fram á heimasíðu Víkurfrétta í kvöld. Körfubolti 11.1.2011 21:13
Eyjakonur unnu eins marks sigur í Kaplakrika ÍBV vann 25-24 sigur á FH í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli FH í Kaplakrika. ÍBV komst með þessu upp fyrir FH og alla leið upp í sjötta sæti deildarinnar. Handbolti 11.1.2011 21:06
Dzeko: Flestir í Manchester halda með Manchester City Edin Dzeko, nýi leikmaðurinn í herbúðum Manchester City, er búinn að slá í gegn hjá stuðningmönnum félagsins þrátt fyrir að hann sé ekki búinn að spila eina einustu mínútu í búningi félagsins. Dzeko skaut nefnilega á nágrannanna í United í blaðamannafundi í dag. Enski boltinn 11.1.2011 20:45
Gummi Gumm með augu í hnakkanum Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fylgist vel með öllu í undirbúning íslenska handboltalandsliðsins fyrir HM í Svíþjóð sem er að hefjast á föstudaginn. Guðmudnur er með allt á hreinu og það mætti halda að hann sé með augu í hnakkanum ef fólk skoðar myndbandið hér fyrir ofan. Handbolti 11.1.2011 20:00
Hlynur og Jakob með tólf sigurleiki í röð Sundsvall Dragons hélt áfram sigurgöngu sinni í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld með tólf stiga heimasigri á Helga Má Magnússyni og félögum í Uppsala Basket, 96-84. Sundsvall er nú búið að vinna tólf leiki í röð og er á toppi deildarinnar. Körfubolti 11.1.2011 19:43
24 stig frá Loga dugðu ekki til Logi Gunnarsson átti góðan leik með Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en það dugði þó ekki til á útivelli á móti sænsku meisturunum í Norrköping Dolphins. Norrköping vann leikinn með 21 stigi, 90-69. Körfubolti 11.1.2011 19:38
Lampard mun aldrei ná sér að fullu af meiðslunum Frank Lampard, leikmaður Chelsea, er aftur farinn að spila með liðinu eftir að hafa misst úr fjóra mánuði vegna meiðsla en segist þó að hann muni aldrei ná sér að fullu. Lampard skoraði tvö mörk í stórsigri Chelsea á Ipswich í bikarnum um síðustu helgi. Enski boltinn 11.1.2011 19:00
Friðrik og Einar Árni taka við Njarðvíkurliðinu Njarðvíkingarnir Friðrik Ragnarsson og Einar Árni Jóhannsson munu í sameiningu taka við meistaraflokksliði Njarðvíkur í körfuboltanum en Sigurður Ingimundarson hætti sem þjálfari liðsins í gær. Leikmönnum var tilkynnt um nýju þjálfarana á leikmannafundi í kvöld. Körfubolti 11.1.2011 18:23
Stjóri Celtic áfrýjaði og fékk sex leikja bann í andlitið Neil Lennon, stjóri Celtic, var í dag dæmdur í sex leikja bann af aganefnd skoska knattspyrnusambandsins fyrir hegðun sína gagnvart fjórða dómaranum í 2-0 tapi Celtic á móti Eggerti Gunnþóri Jónssyni og félögum í Hearts í nóvember. Fótbolti 11.1.2011 18:00
Kvennalið Hauka búið að fá til sín breska stelpu Haukar hafa ákveðið að bæta erlendum leikmanni við kvennalið sitt. Breski bakvörðurinn Lauren Thomas-Johnson mun leika með liðinu fram á vor en fyrir er bandaríski bakvörðurinn Kathleen Patricia Snodgrass. Körfubolti 11.1.2011 17:15
Miklar líkur á því að Wayne Bridge verði lánaður til West Ham Wayne Bridge er á leiðinni í læknisskoðun hjá West Ham og það stendir orðið fátt í vegi fyrir því að Manchester Citu láni bakvörðurinn til London út tímabilið. Bridge hefur fengið fá tækifæri hjá City-liðinu hjá Roberto Mancini. Enski boltinn 11.1.2011 16:30
Fram búið að lána átján ára strák til Juventus Hörður Björgvin Magnússon leikmaður meistarflokks Fram í knattspyrnu skrifaði í dag undir lánssamning við ítalska stórliðið Juventus en þessi átján ára strákur verður hjá ítalska liðinu fram í júní. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram. Fótbolti 11.1.2011 15:45
Leikmannasamtökin hafa áhyggjur af kærunni á Babel Gordon Taylor, formaður leikmannasamtakanna í Englandi, segir að leikmenn verði að fá að hafa málfrelsi og möguleika á því að geta tjáð sig á samskiptasíðum. Taylor tjáði sig um kæru enska sambandsins á Liverpool-manninum Ryan Babel sem birti mynd af dómaranum Howard Webb á twitter-síðu sinni eftir bikartapið á sunnudaginn. Enski boltinn 11.1.2011 15:00
Milan vill kaupa Van Bommel AC Milan ætlar að styrkja sig i janúar og er þessa dagana að bera víurnar í hinn hollenska miðjumann FC Bayern, Mark van Bommel. Fótbolti 11.1.2011 13:30
Laird var kýldur af afbrýðisömum kærasta Nú er búið að finna ástæðuna fyrir því af hverju Scott Laird, leikmaður Stevenage, var kýldur af stuðningsmanni liðsins eftir frækinn sigur liðsins á Newcastle í bikarnum. Enski boltinn 11.1.2011 13:00
Juventus sýnir Torres áhuga Þó svo Fernando Torres sé í lélegu formi hafa menn ekki misst trúna á honum. Juventus er núna að gera sér vonir um að geta keypt hann frá Liverpool næsta sumar. Enski boltinn 11.1.2011 12:30