Sport

Umboðsmaður Klose segir að Real Madrid hafi áhuga

Real Madrid hefur áhuga á því að fá til sín þýska framherjann Miroslav Klose hjá Bayern Munchen en félagið leitar nú að framherja í staðinn fyrir Argentínumanninn Gonzalo Higuain sem verður frá út þetta tímabil vegna meiðsla.

Fótbolti

Snorri Steinn: Menn eru mjög hungraðir

Snorri Steinn Guðjónsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, var einbeittur á æfingu íslenska landsliðsins í dag og er klár í slaginn á morgun líkt og aðrir leikmenn íslenska laandsliðsins.

Handbolti

Svíar unnu tíu marka sigur á Síle í fyrsta leik

Svíar unnu öruggan tíu marka sigur á Síle, 28-18, í opnunarleik HM í handbolta í Gautaborg í kvöld. Svíar voru 15-8 yfir í hálfleik og náðu mest tólf marka forustu í leiknum. Þetta var eini leikur dagsins á HM í Svíþjóð en fyrsti leikur Íslands er síðan á móti Ungverjum á morgun.

Handbolti

HM boltavaktin: Svíþjóð - Chile

Heimsmeistaramótið í handbolta hefst í kvöld með leik Svía og Chile í D-riðlinum sem fram fer í Gautaborg. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport en hægt er að fylgjast með gangi mála á boltavaktinni á visir.is

Handbolti

Ryan Babel sættir sig við kæru enska sambandsins

Hollendingurinn Ryan Babel hjá enska úvalsdeildarliðinu Liverpool ætlar ekki að gera athugasemd við kæru aganefnd enska knattspyrnusambandsins á hendur honum. Babel fer fyrir aganefndina fyrir það að birta mynd af dómaranum Howard Webb í Manchester United búningi inn á twitter-síðu sinni.

Enski boltinn

Mark Rutgers búinn að semja við Víkinga

Hollenski miðvörðurinn Mark Rutgers er búinn að gera eins árs samning við nýliða Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann er fimmti leikmaður sem gengur til liðs við 1. deildarmeistarana síðan að liðið tryggði sér aftur sæti meðal þeirra bestu.

Íslenski boltinn

Neagu og Jicha bestu leikmennirnir í handboltanum

Cristina Neagu frá Rúmeníu er handboltakona ársins 2010 og Filip Jicha frá Tékklandi er handboltamaður ársins 2010. Hassan Moustafa forseti Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, greindi frá úrslitum kjörsins í dag á fundi með fréttamönnum í Gautaborg í Svíþjóð.

Handbolti

Þórir að veikjast

Guðmundur Guðmundsson mun tilkynna í kvöld hvaða leikmenn hann tilkynnir til leiks á HM. Guðmundur er með 17 manns hér í Svíþjóð en má nota 16 hverju sinni.

Handbolti

Andrei Kirilenko orðinn bandarískur ríkisborgari

Andrei Kirilenko, leikmaður Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubola, fékk í gær bandarískt ríkisfang ásamt konu sinni Mashu en tveir synir þeirra, Theodore og Stepan, sem fæddust í Bandaríkjunum, eru einnig orðnir bandarískir ríkisborgarar.

Körfubolti

Strákarnir æfðu í myrkri

Íslenska landsliðið í handbolta er núna á sinni síðustu æfingu fyrir opnunarleik sinn á HM. Æfingin fer fram í Himmestalundshallen í Norrköping en þar mun íslenska liðið spila fyrstu tvo leiki sína í keppninni.

Handbolti

Helena með átta stig

TCU hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína í Mountain West-deildinni í bandaríska háskólaboltanum, nú síðast á Wyoming Cowgirls, 68-47.

Körfubolti

Sepp Blatter: Spænska deildin er sú besta í heimi

Sepp Blatter, forseti FIFA, er þeirrar skoðunar að spænska deildin sé sú besta í heimi og að enska úrvalsdeildin geti lært mikið af kollegum sínum í suðri. Blattar rökstuddi þetta með því að átta leikmenn úr spænsku deildinni voru valdir í úrvalslið ársins hjá FIFA og að Spánn sé heimsmeistari í fótbolta.

Enski boltinn