Sport

City í baráttuna um undrabarnið Lukaku

Manchester City hefur blandað sér í baráttuna um belgíska leikmann Romelu Lukaku. Þessi 17 ára leikmaður er gríðarlegt efni og hefur verið byrjunarliðsmaðurAnderlect frá því á síðustu leiktíð.

Enski boltinn

Drogba orðaður við Real Madrid

Real Madrid er sagt ætla að gera tilboð í Dider Drogba áður en janúarglugganum lýkur. Sögusagnir segja að Drogba ætli sér að yfirgefa Chelsea í sumar og vill ólmur leika á ný undir stjórn Jose Mourinho.

Enski boltinn

Þjálfari Gylfa: Jafntefli sanngjörn úrslit

Marco Pezzaiuoli, þjálfari Hoffenheim, telur að 2-2 jafntefli við St. Pauli í þýsku deildinni hafi verið sanngjörn. Gylfi Þór Sigurðsson lék síðustu tuttugu mínútur leiksins og náði David Alaba að jafna leikinn fyrir Hoffenheim á 90. mínútu.

Fótbolti

Milan styrkir stöðu sína á toppnum

AC Milan er í góðri stöðu á toppi ítölsku A-deildarinnar eftir 2-0 sigur gegn Cesena á heimavelli í kvöld. Maximiliano Pellegrino varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 45. mínútu og undir lok leiks bætti Zlatan Ibrahimovic við marki, sínu 14. í deildinni í vetur.

Fótbolti

Danir tryggðu bæði sér og Svíum sæti í undanúrslitum

Danir unnu sjöunda leikinn sinn í röð á HM í handbolta í kvöld þegar liðið vann Argentínumenn með sjö marka mun, 31-24. Danmörk og Svíþjóð spila um efsta sætið í milliriðlinum á þriðjudaginn en þau eru bæði komin áfram eftir úrslit kvöldsins.

Handbolti

Fer Arshavin til Chelsea í sumar?

Rússinn Andrey Arshavin gæti verið á förum frá Arsenal í sumar. Samkvæmt fréttum í Englandi hefur Chelsea áhuga á að næla sér í Arshavin. Eigandi Chelsea, Rússinn Roman Abramovich, vill ólmur fá landa sinn til félagsins.

Enski boltinn

Milan kaupir Emanuelson

AC Milan hefur gengið frá kaupum á hollenska vængmanninum Urby Emanuelsson frá Ajax. Hann skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við ítalska stórveldið eftir að hafa dvalið í sex ár hjá Ajax.

Fótbolti

Kári lofar að rífa upp stemninguna

Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er sjálfskipaður skemmtanastjóri landsliðsins. Það reyndi virkilega á hann í dag að rífa félaga sína upp eftir tapið gegn Þjóðverjum.

Handbolti

Svíar í góðum málum eftir sigur á Króötum

Svíar unnu fjögurra marka sigur á Króötum, 29-25, í milliriðli tvö á HM í handbolta í Svíþjóð í dag. Þetta var annað tap Króata í síðustu þremur leikjum og það þýðir að Króatar eiga ekki lengur möguleika á að komast í undanúrslitin.

Handbolti

Wenger hefur áhuga á Hazard

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur viðurkennt í franska sjónvarpsþættinum Telefoot að hann hafi áhuga á leikmanninum Eden Hazard sem leikur með Lille í frönsku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Guðmundur kvartaði yfir dómurunum

Eins og fólk tók eftir var Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari afar ósáttur við dómgæslu serbnesku dómaranna í leiknum gegn Þjóðverjum en þeir áttu afleitan dag.

Handbolti

Liverpool á eftir N‘Zogbia

Liverpool er í viðræðum við Wigan Athletic um kaup á franska vængmanninum Charles N‘Zogbia. Talið er að Liverpool sé tilbúið til að reiða fram 7,5 milljónum punda til að klófesta leikmanninn.

Enski boltinn

Martinez: Fabregas er klókur svindlari

Roberto Martinez, þjálfari Wigan, er allt annað en sáttur með framgöngu Spánverjans Cesc Fabregas í leik Wigan gegn Arsenal í gær. Leikurinn lyktaði með 3-0 sigri Arsenal og léku Wigan einum leikmanni færri eftir að Gary Caldwell var vikið af velli eftir viðskipti sín við Fabregas innan vítateigs.

Enski boltinn

Boltinn „klessist“ á höfðinu á Björgvini - frábær íþróttaljósmynd

Það er ekki fyrir hvern sem er að standa í marki í handbolta og fá þrumuskot frá mótherjunum í sig. Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins gerði sér lítið fyrir og varði vítakast frá Þjóðverjum Michael Kraus í gær með höfðinu og náði Valgarður Gíslason ljósmyndari að fanga augnablikið þar sem boltinn „klessist“ á höfðinu á Björgvini.

Handbolti

Valur, Stjarnan og Fram áfram jöfn á toppnum

Framkonur unnu öruggan tíu marka sigur á HK, 30-20, í N1 deild kvenna í Safamýrinni í dag og náðu því aftur Val og Stjörnunni að stigum á toppnum eftir að Valskonur og Stjörnukonur unnu örugga sigra í sínum leikjum í gær.

Handbolti

Surez heillaður af enska boltanum

Luis Suarez frá Úrúgvæ er meira en til í að færa sig um set til Englands. Hann leikur nú með hollenska liðinu Ajax en Liverpool er meðal þeirra liða sem eru talin á höttunum eftir leikmanninum.

Enski boltinn

Sigurgangan heldur áfram hjá Helenu og félögum

Helena Sverrisdóttir skoraði 12 stig þegar TCU vann sinn áttunda sigur í röð í bandaríska háskólaboltanum í nótt. TCU vann þá 56-46 útisigur á Utah og hefur því unnið fyrstu sex leiki sína í Mountain West deildinni sem er nýtt skólamet.

Körfubolti

Björgvin er búinn að verja flest skot allra markvarða á HM

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, er nú sá markvörður á HM í handbolta í Svíþjóð sem hefur varið flest skot samkvæmt opinberri skráningu mótshaldara. Björgvin er líka kominn inn á topp tíu listann yfir bestu hlutfalls markvörsluna.

Handbolti