Handbolti

Kári lofar að rífa upp stemninguna

Henry Birgir Gunnarsson í Jönköping skrifar

Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er sjálfskipaður skemmtanastjóri landsliðsins. Það reyndi virkilega á hann í dag að rífa félaga sína upp eftir tapið gegn Þjóðverjum.

"Við verðum að drulla okkur aftur á lappir. Þetta er langhlaup, við þurfum að standa upp og halda áfram að hlaupa," sagði Kári sem var með ýmislegt í pokahorninu til þess að létta andann.

"Ég er náttúrulega leikjameistari hópsins. Ég fer að blanda í svaka stemningu í kvöld," sagði Kári sem útskýrir Matador-leik landsliðsins í myndbandinu hér að ofan.

Línumaðurinn sterki segir ekkert erfitt að búa á hóteli með öllum hinum liðunum.

"Maður étur með þessum sauðum og svo er það ekkert meira. Það eru stjörnupeyjar á milli. Maður skvettir bara mjólk á þá og allt gott," sagði Kári léttur eins og venjulega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×