Sport

Hamarskonur fóru létt með Hauka á Ásvöllum

Kristrún Sigurjónsdóttir og Slavica Dimovska áttu stórleik á móti sínum gömlu félögum í Haukum þegar Hamarskonur unnu 31 stigs sigur, 90-59, á Ásvöllum í A-deild Iceland Express deildar kvenna í kvöld. Hamar er með þessum sigri nánast búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.

Körfubolti

Deron Williams farinn frá Utah til New Jersey Nets

Deron Williams hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta því félagið skipti stjörnuleikstjórnanda sínum til New Jersey Nets í kvöld fyrir Devin Harris, Derrick Favors og tvo valrétti í fyrstu umferð.

Körfubolti

Liverpool án Gerrard í seinni leiknum við Sparta Prag

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, mun ekki spila með Liverpool á Anfield á morgun þegar tékkneska liðið Sparta Prag kemur í heimsókn í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sparta Prag og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Tékklandi.

Enski boltinn

Pep Guardiola búinn að skrifa undir

Pep Guardiola skrifaði í gær undir samning við Barcelona um það að verða þjálfari liðsins til vorsins 2012. Guardiola er á sínu þriðja tímabili með Katalóníuliðið og getur með þessum samning orðið aðeins fjórði þjálfari félagsins í sögunni sem klárar fjögur tímabil í röð með liðið.

Fótbolti

Ástand Robert Kubica jákvætt

Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica frá Póllandi sem slasaðist alvarlega í rallkeppni á Ítalíu á dögunum, er kominn af gjörgæslu á spítalanum sem hann dvelur á og í endurhæfingu á samkvæmt frétt á autosport.com.

Formúla 1

Eitt ökumannssæti laust í Formúlu 1

Enn á eftir að ráða ökumann í eitt ökumannssæti í Formúlu 1 og það er hjá Hispania liðinu spænska. Indverjinn Narain Karthikeyan ekur einum bíl liðsins, en enginn hefur verið staðsfestur um borð í hinn bílinn. Á ráslínunni í Formúlu 1 í ár verða 24 ökumenn, sem keppa í 19 mótum í það minnsta, jafnvel 20 ef mótið í Barein verður sett á dagskrá síðar á árinu.

Formúla 1

Leonardo segist ekki vera undir pressu

Brasilíumaðurinn Leonardo mun stýra Inter í fyrsta skipti í Meistaradeildinni í kvöld er liðið mætir FC Bayern. Þarna mætast liðin sem spiluðu til úrslita í keppninni á síðustu leiktíð.

Fótbolti

Leynilisti Leifs þjálfara lak út

Stjórnarmaður Víkings gerði þau skelfilegu mistök að senda leikmannalista Leifs Garðarssonar þjálfara á alla leikmenn liðsins. Á þessum leynilista Leifs eru leikmenn liðsins flokkaðir frá A og niður í D. Einnig eru umsagnir um flesta leikmenn liðsins á li

Íslenski boltinn

Arsenal að "stela" öðrum Fabregas frá Barcelona

Spænskir fjölmiðlar halda því fram að Arsenal sé á leiðinni að fá til sín efnilegan miðjumann frá Barcelona og segja þetta minna mikið á það þegar Arsenal-menn nældu í Cesc Fabregas á sínum tíma. Joan Toral er sextán ára miðjumaður sem hefur verið í unglingaliði Barcelona í mörg ár en hann vill nú fara frá spænsku meisturunum.

Enski boltinn