Sport

Einar: Engin barátta

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var allt annað en ánægður með sína leikmenn eftir að liðið tapaði fyrir Val í N1-deild kvenna í dag.

Handbolti

Rosberg fljótastur í bleytunni á Spáni

Síðaasti æfingadagurinn Formúlu 1 liða í Katalóníu brautinni í dag á Spáni nýttist ekki sérlega vel, þar sem mikill rigning varð til þess að lítið var ekið um brautina, þó fjögur lið væru á staðnum. Nico Rosberg á Mercedes náði besta tíma dagsins, en slagurinn um besta tíma var raunverulega síðustu 15 mínúturnar af æfingatíma dagsins þegar veðrið skánaði, eftir því sem sagði í frétt á autosport.com í dag.

Formúla 1

Bolton áfram í bikarnum

Bolton er komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-2 sigur á Birmingham á útivelli í dag. Varamaðurinn Chung-Yong Lee skoraði sgurmarkið í lok leiksins.

Enski boltinn

100 metra langt upphafshögg frá Woods vakti mikla athygli

Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan er efstur á heimsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð á Doral vellinum í Miami. Hunter er einu höggi betri en efsti kylfingur heimslistans en Martin Kaymer frá Þýskalandi er annar á -8 ásamt Francesco Molinari frá Ítalíu.

Golf

Úrslitakeppni kvenna af stað í dag

Úrslitakeppni kvenna í körfubolta hefst í kvöld með fyrsta leik í einvígum Hauka og Njarðvíkur annarsvegar og KR og Snæfells hinsvegar. Þau lið sem fyrr vinna tvo leiki tryggja sér sæti í undanúrslitununum þar sem bíða tvo efstu liðin í deildarkeppninni, Hamar og Keflavík.

Körfubolti

Alexander: Mæti brjálaður á sunnudag

Járnmaðurinn Alexander Petersson var þreyttur eftir æfingu íslenska landsliðsins í Bielefeld í kvöld. Skal engan undra þar sem strákarnir þurftu að leggjast í langt ferðalag í dag og fóru síðan beint á æfingu.

Handbolti

Joe Cole: Carroll minnir mig mikið á Drogba

Joe Cole spilaði lengi með Didier Drogba hjá Chelsea og í gær spilaði hann sinn fyrsta leik með Andy Carroll þegar Liverpool tapaði 0-1 á móti Braga í Evrópudeildinni. Cole segir að Carroll minnir sig mikið á Drogba og það er ekki slæm samlíking fyrir dýrasta leikmann félagsins.

Enski boltinn

Marseille hitaði upp fyrir United-leikinn með 2-0 sigri

Frönsku meistararnir í Olympique Marseille unnu 2-0 sigur á Stade Rennes í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en þetta var síðasti leikur liðsins fyrir seinni leikinn á móti Manchester United í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fer á Old Trafford á þriðjudaginn.

Fótbolti

Kobe fór á 90 mínútna skotæfingu strax eftir Miami-leikinn

Kobe Bryant var allt annað en sáttur með sjálfan sig eftir 94-88 tap Los Angeles Lakers á móti Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann þarna sinn fyrsta sigur í sex leikjum og endaði jafnframt átta leikja sigurgöngu meistarana. Í stað þess að svekkja sig yfir tapinu þá dreif hann sig strax aftur út í sal og fór á einka-skotæfingu á meðan starfsmenn íþróttahúsins hreinsuðu til eftir leikinn.

Körfubolti