Sport

Veh rekinn frá Hamburg

Þýska knattspyrnuliðið Hamburg lét í dag þjálfarann Armin Veh taka pokann sinn eftir 6-0 tap gegn Bayern Munich í gær. Aðstoðarþjálfarinn Michael Oenning mun stýra liðinu út leiktíðina.

Fótbolti

Totti hetja Roma í nágrannaslagnum

Það var sannkallaður nágrannaslagur í Róm í dag í ítalska boltanum þegar AS Roma og Lazio mættust. Francesco Totti var hetja Roma en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Roma.

Fótbolti

Stoke í undanúrslit eftir sigur gegn West Ham

Stoke er komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur á West Ham í bráðfjörugum leik. Stoke er þar með komið undanúrslit ásamt Manchester United og Bolton en seinna í dag kemur í ljós hvort það verður Man. City eða Reading sem kemst í undanúrslit.

Enski boltinn

Marveaux líklega á leiðinni til Liverpool

Allt bendir til þess að franski miðvallaleikmaðurinn Sylvain Marveaux gangi til liðs við Liverpool frá franska liðinu Rennes í sumar. Samningur Marveaux við Rennes rennur út í sumar og því getur hann farið á frjálsri sölu til Liverpool.

Enski boltinn

Algjört hrun hjá strákunum í Þýskalandi

Ísland tapaði fyrir Þýskalandi með ellefu marka mun, 39-28, í undankeppni EM 2012 ytra. Um algjört hrun var að ræða hjá strákunum okkar sem spiluðu svo glimrandi vel í leik þessara sömu liða hér heima á miðvikudaginn.

Handbolti

Í beinni: Stoke - West Ham

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Stoke City og West Ham í fjórðungsúrslitum ensku bikarkeppninnar en leikurinn hefst klukkan 14.00.

Enski boltinn

Milan tapaði stigum gegn botnliðinu

AC Milan missti af góðu tækifæri til að auka forystu sína á toppi ítölsku deildarinnar í knattspyrnu er liðið gerði 1-1 jafntefli við botnlið Bari á heimavelli í dag.

Fótbolti

Róbert og Zorro-skeggið

Róbert Gunnarsson segir að leikmenn þýska landsliðsins hafi haldið að íslensku strákarnir með motturnar hafi verið að gera grín að Heiner Brand, landsliðsþjálfara Þýskalands. Svo er ekki því þeir skarta mottum fyrir gott málefni.

Handbolti

Kolbeinn með mark í sigri AZ

Kolbeinn Sigurþórsson skoraði fyrra mark AZ Alkmaar í sigri liðsins á Roda í hollensku deildinni í kvöld. Kolbeinn skoraði markið á 52. mínútu leiksins og kom AZ yfir í leiknum.

Fótbolti

Van der Sar kátur með mikilvægan sigur

Markvörður Manchester United, Edwin van der Sar, telur að sigur liðsins á Arsenal í dag í 8-liða úrslitum enska bikarsins gæti reynst mjög mikilvægur. Man. United vann leikinn 2-0 og segir van der Sar að nú sé liðið búið að ná sálfræðilegu forskoti á Arsenal í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Enski boltinn