Sport

Helena var ekki valin inn í WNBA-deildina

Helena Sverrisdóttir var ekki meðal þeirra 36 leikmanna sem valdir voru inn í WNBA-deildina í nýliðavalinu sem fram fór í nótt en hún var að klára fjögurra ára glæsilegan feril með TCU-háskólanum á dögunum.

Körfubolti

NBA: Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austrinu

Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sigur á Atlanta Hawks á meðan að Boston Celtics tapaði fyrir Washington í framlengingu. Oklahoma City Thunder vann sinn fimmta leik í röð og Dallas Mavericks komst upp fyrir Los Angeles Lakers í baráttunni um annað sætið í Vestrinu.

Körfubolti

Ferguson ekki að hugsa um þrennuna

Man. Utd og Chelsea mætast í kvöld í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram á Old Trafford en Man. Utd gerði sér lítið fyrir í fyrri leiknum á Stamford Bridge og vann, 0-1.

Fótbolti

Brynjar: Frábær liðsheild skóp þennan sigur

"Þetta var bara frábær sigur hjá okkur og sigur liðsheildarinnar,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld gegn Stjörnunni. KR valtaði yfir Stjörnuna, 108-78, í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deild karla í körfubolta.

Körfubolti

Teitur: Mætum klárir í næsta leik

"Við erum að fara á okkar heimavöll og fáum tækifæri til að gera betur. Í byrjun þriðja leikhluta þá missum við aðeins jafnvægið í okkar leik og þá koma þeir í bakið á okkur, en það var akkúrat það sem við vildum alls ekki,“ sagði Teitur.

Körfubolti

Kjartan: Við vorum bara ekki tilbúnir

„Við hreinlega mættum ekki til leiks,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, eftir að hafa tapað fyrir KR í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deild karla.

Körfubolti

Hrafn: Keyrðum yfir þá í síðari hálfleik

„Ég bjóst ekki við svona stórum sigri en ég var alveg viss um það að við myndum vinna þennan leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. KR vann Stjörnuna, 108-78, í DHL-höllinni, en þetta var fyrsti leikur liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

Körfubolti

Umfjöllun: KR-ingar tóku Stjörnuna í kennslustund, 108-78

KR-ingar sýndu styrk sinn gegn Stjörnunni í fyrsta leiknum í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í kvöld. Stjarnan náði að hanga með KR-ingum í fyrri hálfleik en síðari hálfleik settu KR-ingar allt í gang og keyrðu hreinlega yfir lið Stjörnunnar. Lokatölur 108-78 og staðan er 1-0 fyrir KR en þrjá sigra þarf til þess að vinna þetta einvígi. Næsti leikur fer fram á fimmtudaginn á heimavelli Stjörnunnar.

Körfubolti

Danir gáfu sig og ætla að leyfa keppni á gervigrasi

Danska knattspyrnusambandið ætlar að leggja fram tillögu þess efnis í vor að að leikir í efstu deild þar í landi geti farið fram á gervigrasi. Danir hafa rætt þetta mál mjög lengi án þess að komast að niðurstöðu. Allan Hansen forseti danska knattspyrnusambandsins segir í viðtali við BT að hann búist við því að tillaga þess efnis að gervigrasvellir verði löglegir í keppni í efstu deild verði samþykkt á vordögum og komi til framkvæmda tímabilið 2012-2013.

Fótbolti

Andy Carroll skoraði tvívegis í 3-0 sigri Liverpool

Liverpool sýndi góða takta gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld með 3-0 sigri. Andy Carroll skoraði tvívegis fyrir Liverpool og eru þetta fyrstu deildarmörk hans frá því hann kom í lok janúar frá Newcastle. Manchester City virðist í lægð þessa stundina og fátt sem bendir til þess að liðið nái góðum úrslitum á Wembley í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar gegn Manchester United um næstu helgi. Liverpool er í fjórða sæti deildarinnar með 48 stig en Man City er með 56 stig í fjórða sæti.

Enski boltinn

Björn Bergmann efsti Íslendingurinn á lista Verdens Gang

Björn Bergmann Sigurðarson hefur farið vel af stað í norsku úrvalsdeildinni með Lilleström en þar er hann að hefja sitt þriðja tímabil. Björn, sem lék með ÍA áður en hann fór til Noregs, verður tvítugur í lok ársins en hann hefur gefið fjórar stoðsendingar í fyrstu þremur umferðunum.

Fótbolti

Teitur kominn í lokaúrslitin í þrettánda sinn á ferlinum

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur langmestu reynsluna af því að spila um Íslandsmeistaratitilinn af öllum þeim sem taka þátt í úrslitaeinvígi KR og Stjörnunnar. Fyrsti leikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla er klukkan 19.15 í DHL-höllinni í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Körfubolti

Fannar þekkir ekkert annað en að vinna úrslitaeinvígi

Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, er nú kominn í úrslitaeinvígi í fimmta sinn á ferlinum og í hin fjögur skiptin hefur hann unnið Íslandsmeistaratitilinn þar af tvisvar sem fyrirliði KR-liðsins á undanförnum fjórum árum. Fyrsti leikur KR og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla er klukkan 19.15 í DHL-höllinni í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Körfubolti

Hrafn: Það er enginn þreyttur eða meiddur

"Við erum bara vel stemmdir og allir heilir í okkar liði. Við erum komnir áleiðis á þann stað sem við ætluðum okkur fyrir tímabilið og það er tilhlökkun í okkar liði,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR við visir.is í dag en í kvöld hefst úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla þegar Stjarnan úr Garðabæ kemur í heimsókn í DHL-höll KR-inga.

Körfubolti

Horner: Vettel er fullur sjálfstrausts

Christian Horner, yfirmaður Red Bull telur að Sebastian Vettel vaxi og þroskist með hverju mótinu sem hann keppir í. Vettel vann sitt annað Formúlu 1 mót á árinu í Malasíu í gær.

Formúla 1

Zlatan baðst afsökunar á rauða spjaldinu

Sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic baðst afsökunar á blaðamannfundi að hafa verið rekinn af leikvelli undir lok leiksins gegn Fiorentina í ítalska fótboltanum í gær. Zlatan, sem leikur með AC Milan, fékk sitt annað gula spjald rétt undir lok leiksins fyrir að mótmæla því að hafa ekki fengið innkast og sagði hann einhver vel valin orð við aðstoðardómarann.

Fótbolti

Guðjón Skúlason er hættur hjá Keflavík

Guðjón Skúlason er hættur sem þjálfari úrvalsdeildarlið s Keflavíku en liðið féll úr keppni í undanúrslitum Iceland Express deildar karla gegn KR s.l. fimmtudag. Á heimasíðu Keflavíkur er greint frá því að Guðjón hafi tekið þessa ákvörðun á eigin forsendum og árangur liðsins á tímabilinu hafi verið ástæðan fyrir því að hann vildi ekki halda áfram með liðið.

Körfubolti

Masters: Rory McIlroy ætlar að koma sterkari til baka

Norður-Írinn Roy McIlroy hefur eflaust átt erfitt með svefn í nótt eftir að hann klúðraði niður fjögurra högga forskoti sínu á lokadegi Mastersmótsins í golfi í gær. McIlroy lék á 80 höggum eða +8 en hann var samtals á -12 eftir þriðja keppnisdaginn og hann var efstur á mótinu í samtals 63 holur af alls 72. McIlroy bar sig vel í gær þrátt fyrir áfallið og hann lofar því að koma sterkari til baka.

Golf

Masters: Tiger var svekktur að hafa ekki nýtt tækifærið

Tiger Woods sýndi á lokakeppnisdeginum á Mastersmótinu í gær að hann er á réttri leið eftir erfiða 18 mánuði á atvinnumótaröðinni. Woods blandaði sér í baráttuna um sigurinn með því að leika á 67 höggum eða 5 höggum undir pari en bandaríski kylfingurinn var ósáttur við að hafa ekki nýtt tækifærið betur á síðari 9 holunum sem hann lék á pari eftir að hafa leikið fyrri 9 holurnar á 31 höggi.

Golf