Sport Nate Robinson tekinn fyrir að létta af sér Nate Robinson, leikmaður Oklahoma City Thunder, var á dögunum tekinn fyrir að pissa á almannafæri í úthverfi New York. Körfubolti 12.6.2011 11:30 Aron Einar: Víti en ekki rautt „Það er ömurlegt að fá rautt á sínu fyrsta stórmóti og missa af næsta leik sem er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson á æfingu íslenska U-21 landsliðsins í morgun. Fótbolti 12.6.2011 11:00 Julio Cesar útilokar Manchester United Julie Cesar markvörður Inter og brasilíska landsliðið hefur tekið af allan vafa varðandi framtíð sína. Hann staðfestir ennfremur að Wesley Sneijder verði áfram hjá félaginu. Fótbolti 12.6.2011 11:00 Myndasyrpa úr leik Hvíta-Rússlands og Íslands Íslenska U-21 landsliðið tapaði í gær sínum fyrsta leik á Evrópumeistaramótinu í Danmörku, 2-0 fyrir Hvíta-Rússlandi. Fótbolti 12.6.2011 10:24 Comolli: Liverpool mun kaupa fleiri leikmenn Damien Comolli yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool segir að félagið muni kaupa fleiri leikmenn á næstunni. Um leið staðfesti Comolli við breska fjölmiðla að David N'gog ætti í viðræðum við Sunderland. Enski boltinn 12.6.2011 10:00 Norðmenn og Tékkar tryggðu sér sæti á EM í Serbíu Norðmenn tryggðu sér sæti í úrslitum Evrópumeistaramótsins í handbolta á næsta ári með öruggum 31-25 sigri á heimavelli gegn Grikkjum í gær. Robert Hedin þjálfari norska karlalandsliðsins leyfði ungum og lítt reyndum landsliðsmönnum að spreyta sig í leiknum þar sem að Norðmenn voru búnir að tryggja sig inn á mótið. Andre Lindboe var markahæstur í liði Noregs með 9 mörk. Handbolti 12.6.2011 09:00 Þrír efstu kylfingar heimslistans verða saman í ráshóp Þrír efstu kylfingar heimslistans í golfi verða saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, sem hefur titil að verja á mótinu, verður í ráshóp með Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Oosthuizen sigraði sem kunnugt er á opna breska meistaramótinu en með þeim í ráshóp verður áhugamaðurinn Peter Uihlein sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. Golf 12.6.2011 08:00 Tilboði Tottenham í Gervinho hafnað Breskir fjölmiðlar greina frá því að tilboði Tottenham í sóknarmann Lille, Gervinho. Talið er að tilboð enska liðsins hafi hljóðað upp á 10.6 milljónir punda. Enski boltinn 12.6.2011 08:00 Marcos Senna orðaður við Swansea Spænski miðjumaðurinn Marcos Senna er nú orðaður við nýliða Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Senna sem er af brasilískum uppruna hefur spilað með Villareal á Spáni undanfarin ár. Samningur hans við félagið rann nýverið út og verður ekki endurnýjaður. Enski boltinn 12.6.2011 07:00 Bebe á leið frá United Portúgalski knattspyrnumaðurinn Bebe sem er á mála hjá Manchester United gæti verið á leiðinni til Besiktas. Tyrkneska félagið staðfesti að það ætti í viðræðum við Englandsmeistarana um vistaskipti leikmannsins. Enski boltinn 12.6.2011 06:00 Björgvin Páll: Þurfum að ná upp vörninni okkar Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik segir vörn og hraðaupphlaup geta ráðið úrslitum í leiknum gegn Austurríki á morgun. Handbolti 11.6.2011 23:30 Aron: Áhorfendur skipta miklu máli fyrir okkur Aron Pálmarsson leikstjórnandi og stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta vonast eftir góðum stuðningi frá áhorfendum gegn Austurríki í Laugardalshöllinni á morgun. Aðeins sigur tryggir íslenska liðinu farseðil á EM í Serbíu í janúar á næsta ári. Handbolti 11.6.2011 22:30 Cabaye til Newcastle á 4.3 milljónir punda Newcastle hefur fest kaup á franska landsliðsmanninum Yohan Cabaye frá Frakklandsmeisturum Lille. Cabaye sem er miðjumaður skrifaði undir fimm ára samning. Kaupverðið er talið vera 4.3 milljónir punda. Enski boltinn 11.6.2011 21:45 Vettel: Við erum tilbúnir að berjast Sebastian Vettel hjá Red Bull verður fremstur á ráslínu í kanadíska kappakstrinum í Montreal á morgun. Fyrirfram var ekki talið að bíll hans yrði sá öflugasti á Gilles Villeneuve brautinni, en það reyndist staðreynd í sjöttu tímatökunni af sjö á þessu ári. Formúla 1 11.6.2011 21:20 Danir töpuðu gegn Svisslendingum Heimamenn í Danmörku töpuðu 1-0 gegn Sviss í síðari leik A-riðils á Evrópumótinu í Álaborg í kvöld. Eina mark leiksins kom snemma í síðari hálfleik. Danir eru því stigalausir að loknum fyrsta leik líkt og Íslendingar. Fótbolti 11.6.2011 20:43 Rúrik: Þetta var ósanngjarnt Rúrik Gíslason kom inná sem varamaður í síðari hálfleik og sýndi lipra takta. Hann sagði tilfinninguna að loknum leik ekki góða. Fótbolti 11.6.2011 20:38 Arnór Smára: Við ætlum upp úr riðlinum Arnór Smárason var í byrjunarliði U-21 landsliðsins í dag. Hann sagði afar sárt að tapa leiknum gegn Hvít-Rússum. Fótbolti 11.6.2011 20:32 Eyjólfur: Fengum ekkert gefins í dag Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari sagði íslensku strákana niðurbrotna eftir tapið gegn Hvít-Rússum Fótbolti 11.6.2011 20:25 Gylfi: Það var alltaf einhver fyrir Gylfi Þór Sigurðsson segir að Hvít-Rússar hafi stillt upp tveimur fjögurra manna varnarlínum í dag sem hafi verið erfitt að vinna bug á. Fótbolti 11.6.2011 19:53 Bjarni: Verðum að vinna næsta leik Landsliðsfyrirliðinn segir að það hafi verið sárt að ganga af velli með ekkert stig í fyrsta leik Íslands á EM í Danmörku. Fótbolti 11.6.2011 19:44 Alfreð: Gleymdum okkur í millisekúndu Alfreð Finnbogason, leikmaður U-21 liðs Íslands, sagði liði hafa spilað betur en Hvíta-Rússland í Árósum í kvöld. Fótbolti 11.6.2011 19:26 Jóhann Berg fór upp á sjúkrahús eftir leik Jóhann Berg Guðmundsson meiddist illa á öxl í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi í dag og var fluttur á sjúkrahús eftir leikinn þar sem kemur betur í ljós hversu alvarleg meiðslin eru. Fótbolti 11.6.2011 19:19 Vettel fremstur á ráslínu í sjötta skipti á árinu Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökum í sjötta skipti á árinu, þegar hann náði besta tíma á Gilles Villeneuve brautinni í Montreal í Kanada í dag. Vettel verður því fremstur á ráslínu í kanadíska kappakstrinum sem fer fram á morgun. Formúla 1 11.6.2011 19:11 Gunnar Heiðar bjargaði stigi. Gunnar Heiðar Þorvaldsson tryggi liði sínu Norrköping 2-2 jafntefli á útivelli gegn Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Mark Gunnars Heiðars kom á þriðju mínútu í viðbótartíma. Fótbolti 11.6.2011 18:45 Rigning stríðir golfurum í Eyjum Fresta þurfti öðrum hring á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum vegna úrkomu. Mótstjórn hefur tekið þá ákvörðun að fella hringinn niður. Arnar Snær Hákonarson og Nína Björk Geirsdóttir hafa forystu fyrir þriðja hring sem fram fer á morgun. Golf 11.6.2011 17:15 BÍ/Bolungarvík sótti þrjú stig í Efra-Breiðholtið BÍ/Bolungarvík vann 1-0 sigur á Leikni í 1. deild karla í knattspyrnu í dag. Leikið var á Leiknisvelli. Vestfirðingar töpuðu síðasta leik sínum í deildinni gegn ÍA 0-6 á heimavelli en nældu í þrjú stig í Breiðholtinu í dag. Íslenski boltinn 11.6.2011 16:30 Figo, Pirlo og Suker slógu í gegn á EM U-21 Portúgalinn Luis Figo, Ítalinn Andrea Pirlo og Króatinn Davor Suker voru á sínum tíma valdir bestu leikmenn lokakeppni Evrópumóts U-21 landsliða. Þeir eru langt í frá einu hetjurnar sem hafa hlotið titilinn. Fótbolti 11.6.2011 15:30 Vettel fljótastur á lokaæfingunni Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur Formúlu 1 ökumanna í Montreal á síðustu æfingu fyrir tímatökuna sem er í dag, en tímatakan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og er útsending á dagskrá kl. 16.45. Formúla 1 11.6.2011 15:27 Norðurlandaþjóð aldrei sigrað á U21 mótinu Norðurlandaþjóð hefur aldrei staðið upp sem sigurvegari á Evrópumóti U21-landsliða. Keppnin hefur verið haldin á tveggja ára fresti frá árinu 1978. Besta árangrinum náði Svíþjóð árið 1992. Fótbolti 11.6.2011 15:00 Jón Guðni og Arnór í byrjunarliði Íslands Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi á EM U-21 liða i Danmörku. Leikurinn hefst klukkan 16.00. Fótbolti 11.6.2011 14:51 « ‹ ›
Nate Robinson tekinn fyrir að létta af sér Nate Robinson, leikmaður Oklahoma City Thunder, var á dögunum tekinn fyrir að pissa á almannafæri í úthverfi New York. Körfubolti 12.6.2011 11:30
Aron Einar: Víti en ekki rautt „Það er ömurlegt að fá rautt á sínu fyrsta stórmóti og missa af næsta leik sem er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson á æfingu íslenska U-21 landsliðsins í morgun. Fótbolti 12.6.2011 11:00
Julio Cesar útilokar Manchester United Julie Cesar markvörður Inter og brasilíska landsliðið hefur tekið af allan vafa varðandi framtíð sína. Hann staðfestir ennfremur að Wesley Sneijder verði áfram hjá félaginu. Fótbolti 12.6.2011 11:00
Myndasyrpa úr leik Hvíta-Rússlands og Íslands Íslenska U-21 landsliðið tapaði í gær sínum fyrsta leik á Evrópumeistaramótinu í Danmörku, 2-0 fyrir Hvíta-Rússlandi. Fótbolti 12.6.2011 10:24
Comolli: Liverpool mun kaupa fleiri leikmenn Damien Comolli yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool segir að félagið muni kaupa fleiri leikmenn á næstunni. Um leið staðfesti Comolli við breska fjölmiðla að David N'gog ætti í viðræðum við Sunderland. Enski boltinn 12.6.2011 10:00
Norðmenn og Tékkar tryggðu sér sæti á EM í Serbíu Norðmenn tryggðu sér sæti í úrslitum Evrópumeistaramótsins í handbolta á næsta ári með öruggum 31-25 sigri á heimavelli gegn Grikkjum í gær. Robert Hedin þjálfari norska karlalandsliðsins leyfði ungum og lítt reyndum landsliðsmönnum að spreyta sig í leiknum þar sem að Norðmenn voru búnir að tryggja sig inn á mótið. Andre Lindboe var markahæstur í liði Noregs með 9 mörk. Handbolti 12.6.2011 09:00
Þrír efstu kylfingar heimslistans verða saman í ráshóp Þrír efstu kylfingar heimslistans í golfi verða saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, sem hefur titil að verja á mótinu, verður í ráshóp með Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Oosthuizen sigraði sem kunnugt er á opna breska meistaramótinu en með þeim í ráshóp verður áhugamaðurinn Peter Uihlein sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. Golf 12.6.2011 08:00
Tilboði Tottenham í Gervinho hafnað Breskir fjölmiðlar greina frá því að tilboði Tottenham í sóknarmann Lille, Gervinho. Talið er að tilboð enska liðsins hafi hljóðað upp á 10.6 milljónir punda. Enski boltinn 12.6.2011 08:00
Marcos Senna orðaður við Swansea Spænski miðjumaðurinn Marcos Senna er nú orðaður við nýliða Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Senna sem er af brasilískum uppruna hefur spilað með Villareal á Spáni undanfarin ár. Samningur hans við félagið rann nýverið út og verður ekki endurnýjaður. Enski boltinn 12.6.2011 07:00
Bebe á leið frá United Portúgalski knattspyrnumaðurinn Bebe sem er á mála hjá Manchester United gæti verið á leiðinni til Besiktas. Tyrkneska félagið staðfesti að það ætti í viðræðum við Englandsmeistarana um vistaskipti leikmannsins. Enski boltinn 12.6.2011 06:00
Björgvin Páll: Þurfum að ná upp vörninni okkar Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik segir vörn og hraðaupphlaup geta ráðið úrslitum í leiknum gegn Austurríki á morgun. Handbolti 11.6.2011 23:30
Aron: Áhorfendur skipta miklu máli fyrir okkur Aron Pálmarsson leikstjórnandi og stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta vonast eftir góðum stuðningi frá áhorfendum gegn Austurríki í Laugardalshöllinni á morgun. Aðeins sigur tryggir íslenska liðinu farseðil á EM í Serbíu í janúar á næsta ári. Handbolti 11.6.2011 22:30
Cabaye til Newcastle á 4.3 milljónir punda Newcastle hefur fest kaup á franska landsliðsmanninum Yohan Cabaye frá Frakklandsmeisturum Lille. Cabaye sem er miðjumaður skrifaði undir fimm ára samning. Kaupverðið er talið vera 4.3 milljónir punda. Enski boltinn 11.6.2011 21:45
Vettel: Við erum tilbúnir að berjast Sebastian Vettel hjá Red Bull verður fremstur á ráslínu í kanadíska kappakstrinum í Montreal á morgun. Fyrirfram var ekki talið að bíll hans yrði sá öflugasti á Gilles Villeneuve brautinni, en það reyndist staðreynd í sjöttu tímatökunni af sjö á þessu ári. Formúla 1 11.6.2011 21:20
Danir töpuðu gegn Svisslendingum Heimamenn í Danmörku töpuðu 1-0 gegn Sviss í síðari leik A-riðils á Evrópumótinu í Álaborg í kvöld. Eina mark leiksins kom snemma í síðari hálfleik. Danir eru því stigalausir að loknum fyrsta leik líkt og Íslendingar. Fótbolti 11.6.2011 20:43
Rúrik: Þetta var ósanngjarnt Rúrik Gíslason kom inná sem varamaður í síðari hálfleik og sýndi lipra takta. Hann sagði tilfinninguna að loknum leik ekki góða. Fótbolti 11.6.2011 20:38
Arnór Smára: Við ætlum upp úr riðlinum Arnór Smárason var í byrjunarliði U-21 landsliðsins í dag. Hann sagði afar sárt að tapa leiknum gegn Hvít-Rússum. Fótbolti 11.6.2011 20:32
Eyjólfur: Fengum ekkert gefins í dag Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari sagði íslensku strákana niðurbrotna eftir tapið gegn Hvít-Rússum Fótbolti 11.6.2011 20:25
Gylfi: Það var alltaf einhver fyrir Gylfi Þór Sigurðsson segir að Hvít-Rússar hafi stillt upp tveimur fjögurra manna varnarlínum í dag sem hafi verið erfitt að vinna bug á. Fótbolti 11.6.2011 19:53
Bjarni: Verðum að vinna næsta leik Landsliðsfyrirliðinn segir að það hafi verið sárt að ganga af velli með ekkert stig í fyrsta leik Íslands á EM í Danmörku. Fótbolti 11.6.2011 19:44
Alfreð: Gleymdum okkur í millisekúndu Alfreð Finnbogason, leikmaður U-21 liðs Íslands, sagði liði hafa spilað betur en Hvíta-Rússland í Árósum í kvöld. Fótbolti 11.6.2011 19:26
Jóhann Berg fór upp á sjúkrahús eftir leik Jóhann Berg Guðmundsson meiddist illa á öxl í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi í dag og var fluttur á sjúkrahús eftir leikinn þar sem kemur betur í ljós hversu alvarleg meiðslin eru. Fótbolti 11.6.2011 19:19
Vettel fremstur á ráslínu í sjötta skipti á árinu Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökum í sjötta skipti á árinu, þegar hann náði besta tíma á Gilles Villeneuve brautinni í Montreal í Kanada í dag. Vettel verður því fremstur á ráslínu í kanadíska kappakstrinum sem fer fram á morgun. Formúla 1 11.6.2011 19:11
Gunnar Heiðar bjargaði stigi. Gunnar Heiðar Þorvaldsson tryggi liði sínu Norrköping 2-2 jafntefli á útivelli gegn Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Mark Gunnars Heiðars kom á þriðju mínútu í viðbótartíma. Fótbolti 11.6.2011 18:45
Rigning stríðir golfurum í Eyjum Fresta þurfti öðrum hring á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum vegna úrkomu. Mótstjórn hefur tekið þá ákvörðun að fella hringinn niður. Arnar Snær Hákonarson og Nína Björk Geirsdóttir hafa forystu fyrir þriðja hring sem fram fer á morgun. Golf 11.6.2011 17:15
BÍ/Bolungarvík sótti þrjú stig í Efra-Breiðholtið BÍ/Bolungarvík vann 1-0 sigur á Leikni í 1. deild karla í knattspyrnu í dag. Leikið var á Leiknisvelli. Vestfirðingar töpuðu síðasta leik sínum í deildinni gegn ÍA 0-6 á heimavelli en nældu í þrjú stig í Breiðholtinu í dag. Íslenski boltinn 11.6.2011 16:30
Figo, Pirlo og Suker slógu í gegn á EM U-21 Portúgalinn Luis Figo, Ítalinn Andrea Pirlo og Króatinn Davor Suker voru á sínum tíma valdir bestu leikmenn lokakeppni Evrópumóts U-21 landsliða. Þeir eru langt í frá einu hetjurnar sem hafa hlotið titilinn. Fótbolti 11.6.2011 15:30
Vettel fljótastur á lokaæfingunni Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur Formúlu 1 ökumanna í Montreal á síðustu æfingu fyrir tímatökuna sem er í dag, en tímatakan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og er útsending á dagskrá kl. 16.45. Formúla 1 11.6.2011 15:27
Norðurlandaþjóð aldrei sigrað á U21 mótinu Norðurlandaþjóð hefur aldrei staðið upp sem sigurvegari á Evrópumóti U21-landsliða. Keppnin hefur verið haldin á tveggja ára fresti frá árinu 1978. Besta árangrinum náði Svíþjóð árið 1992. Fótbolti 11.6.2011 15:00
Jón Guðni og Arnór í byrjunarliði Íslands Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi á EM U-21 liða i Danmörku. Leikurinn hefst klukkan 16.00. Fótbolti 11.6.2011 14:51