Sport Maradona lögsækir kínverskt fyrirtæki Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona hefur lagt fram kæru á hendur kínverska fyrirtækinu Sina fyrir notkun á nafni hans og ímynd til að kynna tölvuleik. Maradona fer fram á rúmar tvær milljónir evra í bætur frá Sina og og The9 Limited, framleiðanda tölvuleiksins „Winning Goal“. Fótbolti 15.6.2011 23:15 Karlarnir spenntari fyrir HM kvenna en konurnar Heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta fer fram í Þýskalandi í sumar og hefst hún eftir aðeins ellefu daga. Að því tilefni fór fram skoðunarkönnun í Þýskalandi um áhuga og skoðanir þýsku þjóðarinnar á HM kvenna. Fótbolti 15.6.2011 23:05 Þorgerður Anna Atladóttir búin að semja við Val Þorgerður Anna Atladóttir hefur samið við Íslandsmeistara Vals í kvennahandboltanum og mun spila með liðinu næstu tvo tímabilin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Val. Handbolti 15.6.2011 22:57 Sigurganga Skagamanna heldur áfram - Selfyssingar á skriði Skagamenn eru áfram með sex stiga forskot í 1. deild karla eftir 1-0 sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Selfoss er í 2. sætinu eftir 3-0 sigur á KA og BÍ/Bolungarvík komst upp í 3. sætið eftir 2-1 sigur á botnliði HK. Íslenski boltinn 15.6.2011 22:49 Eiður Smári verður ekki áfram hjá Fulham Vefsíðan fótbolti.net greindi frá því í kvöld að landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohsen myndi ekki gera nýjan samning við Fulham samkvæmt mjög áreiðanlegum heimildum síðunnar. Enski boltinn 15.6.2011 22:39 Kristín Ýr með þrennu fyrir Val sem komst upp að hlið ÍBV Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði þrennu fyrir Íslandsmeistara Vals sem unnu 4-1 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Stjarnan vann 2-1 sigur á Þór/KA fyrir norðan, Breiðablik vann sinn annan leik í röð og Þróttarakonur fögnuðu sínum fyrsta sigri í sumar. Íslenski boltinn 15.6.2011 21:35 Spánverjar unnu Tékka, markalaust hjá Englendingum Það er mikil spenna í B-riðli á EM U21 eftir að 2. umferðin í riðlinum fór fram í kvöld. Spánn vann þá 2-0 sigur á Tékkum sem voru á toppnum eftir fyrstu umferðina. Fótbolti 15.6.2011 20:55 Hjörvar: Undirbúningur liðsins virðist hafa verið afleitur Hjörvar Hafliðason, knattspyrnuspekingur, var í viðtali við Guðjón Guðmundsson íþróttamanna Stöðvar 2 í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem að hann fór yfir gengi íslenska 21 árs landsliðsins á EM í Danmörku. Íslenska liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu og verður að bursta Dani til þess að komast upp úr riðlinum. Fótbolti 15.6.2011 20:51 Birna Berg varði víti og ÍBV heldur enn hreinu Hin 17 ára gamli markvörður ÍBV, Birna Berg Haraldsdóttir, heldur enn marki sínu hreinu í Pepsi-deild kvenna en ÍBV tapaði engu að síðustu fyrstu stigum sínum í sumar þegar liðið gerði markalaust jafntefli við KR á KR-vellinum í kvöld. Íslenski boltinn 15.6.2011 20:06 Sektarsjóður U-21 liðsins til styrktar góðs málefnis Strákarnir í U-21 landsliðinu hafa ákveðið að það sem safnast saman í sektarsjóð liðsins verði gefið til styrktar málsstaðnum Á meðan fæturnir bera mig. Fótbolti 15.6.2011 19:45 Handboltasérfræðingur Dana: Danir öryggir í undanúrslitin Bent Nyegaard, fyrrum þjálfari ÍR og Fram og helsti handboltasérfræðingur Dana segir að danska landsliðið hafi haft heppnina með sér þegar dregið var í riðla á EM í Serbíu í dag. Danir lentu í riðli með Serbum, Slóvökum og Pólverjum og sleppa við Frakka, Spánverja og Króata í milliriðlinum. Handbolti 15.6.2011 19:15 Eyjólfur stendur við liðsvalið sitt Eyjólfur Sverrisson stendur við þær ákvarðanir sem hann tók fyrir tapleikinn gegn Sviss í gærkvöldi. Liðið var langt frá sínu besta í leiknum og yfirburðir Svisslendinga lengst af algerir. Þeir unnu leikinn að lokum, 2-0. Fótbolti 15.6.2011 18:45 Þjálfari Norðmanna: Verður erfitt Robert Hedin hinn sænski þjálfari norska handknattleiksliðsins segir D-riðil sterkan. Ísland leikur í D-riðli auk Norðmanna, Króata og Slóvena. Handbolti 15.6.2011 18:15 Þór/KA stelpurnar bjóða upp áritaða íþróttatoppa sína Sex leikmenn Pepsi-deildarliðs Þórs/KA hafa ákveðið að leggja baráttunni gegn brjóstakrabbameini lið með sérstökum hætti. Þær ætla að gefa áritaða íþróttatoppa sína sem síðan verða svo seldir á uppboði síðar í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórsara. Íslenski boltinn 15.6.2011 16:45 Aron Einar: Við það að fara heim í hálfleik Aron Einar Gunnarsson segir að það hafi verið ömurlegt að þurfa að fylgjast með sínum mönnum úr stúkunni þegar að Ísland tapaði í gær fyrir Sviss, 2-0, á EM U-21 liða í Danmörku. Fótbolti 15.6.2011 16:00 Meistaraleikur Steina Gísla um næstu helgi Vinir og félagar Sigursteins Gíslasonar hafa blásið til "Meistaraleiks Steina Gísla" á Akranesvelli á laugardaginn kemur en þetta er ágóðaleikur fyrir Sigurstein sem stendur nú í sinni stærstu baráttu á ferlinum. Íslenski boltinn 15.6.2011 15:30 Guðmundur: Sofnaði ekki snemma í gær Guðmundur Kristjánsson var eins og aðrir leikmenn íslenska U-21 liðsins afar ósáttur við tapið gegn Sviss í gær. Leikurinn tapaðist, 2-0, og hefur Ísland tapað báðum leikjum sínum á mótinu til þessa. Fótbolti 15.6.2011 15:00 Skúli Jón: Fengið litlar útskýringar Skúli Jón Friðgeirsson er eðilega svekktur yfir því að hafa enn ekki fengið tækifæri til að spreyta sig með liði Íslands á Evrópumeistaramóti U-21 liða í Danmörku. Fótbolti 15.6.2011 14:45 Engin uppgjöf hjá Alonso Fernando Alonso hjá Ferrari hefur ekki gefist upp á titilbaráttunni í Formúlu 1 þó hann sé orðinn 92 stigum á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigakeppni ökumenna. Alonso féll úr leik í kanadíska kappakstrinum í Montreal á sunnudaginn, eftir samstuð við Jenson Button hjá McLaren sem vann mótið. Formúla 1 15.6.2011 14:33 Maxi á leið frá Liverpool Maxi Rodriguez kantmaður Liverpool gæti verið á leið frá enska knattspyrnufélaginu ef marka má frétt BBC. Maxi hefur gefið forseta Newell's Old Boys í Argentínu jákvætt svar um að ganga til liðs við félagið. Enski boltinn 15.6.2011 14:15 Jón Guðni: Hótellífið stundum þreytandi Jón Guðni Fjóluson, leikmaður U-21 liðs Íslands, segir að dagurinn geti verið lengi að líða á hóteli íslenska liðsins hér í Álaborg. Fótbolti 15.6.2011 13:30 FIFA vill fjölga vináttulandsleikjum Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA vill fjölga alþjóðlegum landsleikjahléum úr tólf í sautján. Guardian greinir frá. Nái breytingarnar fram að ganga gæti leikmaður sem spilar alla leiki með félagsliði sínu og þjóð sinni þurft að spila 86 leiki á einu keppnistímabili. Fótbolti 15.6.2011 13:00 Abdoulaye Faye til West Ham Sam Allardyce hefur tryggt sér þjónustu varnarmannsins stæðilega Abdoulaye Faye. Leikmaðurinn kemur til liðsins á frjálsri sölu en Stoke vildi ekki endurnýja samninginn við leikmanninn. Enski boltinn 15.6.2011 12:15 Björgvin Páll: Líst ágætlega á riðilinn Björgvini Páli Gústavssyni markverði íslenska landsliðsins í handknattleik líst ágætlega á riðil Íslendinga á Evrópumótinu í handknattleik. Handbolti 15.6.2011 11:30 Tungufljótsdeilan til lykta leidd Fyrir skemmstu felldi Héraðsdómur Suðurlands dóm í máli Tungufljótsdeildar Veiðifélags Árnessýslu gegn hjónum úr röðum eigenda Bergsstaða, en margir veiðimenn þekkja til deilna sem þar hafa staðið um veiðirétt. Dómurinn féll Veiðifélaginum í vil og ætti þar með að linna árekstrum á bökkum Tungufljóts neðan Faxa. Veiði 15.6.2011 10:41 Ísland í riðli með Króatíu, Noregi og Slóveníu Ísland verður með Króatíu, Noregi og Slóveníu í D-riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer í Serbíu í janúar 2012. Leikir Íslands fara fram í borginni Vrsac í austurhluta Serbíu. Handbolti 15.6.2011 10:08 Dagblað óskar Miami Heat til hamingju með titilinn Tap Miami gegn Dallas í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn fór framhjá fæstum í sólskinsfylkinu Flórída. Þó tókst dagblaðinu The Miami Herald að klúðra málinu. Blaðið birti auglýsingu þar sem liðinu var óskað til hamingju með titilinn, sem það vann ekki. Körfubolti 15.6.2011 09:45 Viðræður Cardiff og Shearer út um þúfur Alan Shearer mun ekki verða næsti knattspyrnustjóri Cardiff í ensku Championship-deildinni. Shearer átti í viðræðum við félagið en hefur nú útilokað að taka við liðinu. Cardiff stefnir enn eitt árið á að komast upp í ensku úrvalsdeildina en liðið hefur verið seinheppið undanfarin ár og klúðrað málunum á ögurstundu. Enski boltinn 15.6.2011 09:13 Strákarnir eiga enn smá von - myndir Íslenska 21 árs landsliðið fær eitt tækifæri til viðbótar til þess að komast upp úr sínum riðli á Evrópumótinu í Danmörku þrátt fyrir að hafa hvorki fengið stig né skorað mark í fyrstu tveimur leikjum sínum í mótinu. Undanúrslitasæti og farseðill á Ólympíuleikana í London er því ekki alveg út úr myndinni þrátt fyrir tvö svekkjandi töp gegn Hvíta-Rússlandi og Sviss. Fótbolti 15.6.2011 08:30 Scholes: Ég var ekki grófur leikmaður Knattspyrnumaðurinn Paul Scholes sem nýverið lagði skóna á hilluna segist ekki hafa verið grófur leikmaður. Hann segir ljótar tæklingar sínar hafa verið slæmri tímasetningu að kenna. Enski boltinn 14.6.2011 23:30 « ‹ ›
Maradona lögsækir kínverskt fyrirtæki Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona hefur lagt fram kæru á hendur kínverska fyrirtækinu Sina fyrir notkun á nafni hans og ímynd til að kynna tölvuleik. Maradona fer fram á rúmar tvær milljónir evra í bætur frá Sina og og The9 Limited, framleiðanda tölvuleiksins „Winning Goal“. Fótbolti 15.6.2011 23:15
Karlarnir spenntari fyrir HM kvenna en konurnar Heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta fer fram í Þýskalandi í sumar og hefst hún eftir aðeins ellefu daga. Að því tilefni fór fram skoðunarkönnun í Þýskalandi um áhuga og skoðanir þýsku þjóðarinnar á HM kvenna. Fótbolti 15.6.2011 23:05
Þorgerður Anna Atladóttir búin að semja við Val Þorgerður Anna Atladóttir hefur samið við Íslandsmeistara Vals í kvennahandboltanum og mun spila með liðinu næstu tvo tímabilin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Val. Handbolti 15.6.2011 22:57
Sigurganga Skagamanna heldur áfram - Selfyssingar á skriði Skagamenn eru áfram með sex stiga forskot í 1. deild karla eftir 1-0 sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Selfoss er í 2. sætinu eftir 3-0 sigur á KA og BÍ/Bolungarvík komst upp í 3. sætið eftir 2-1 sigur á botnliði HK. Íslenski boltinn 15.6.2011 22:49
Eiður Smári verður ekki áfram hjá Fulham Vefsíðan fótbolti.net greindi frá því í kvöld að landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohsen myndi ekki gera nýjan samning við Fulham samkvæmt mjög áreiðanlegum heimildum síðunnar. Enski boltinn 15.6.2011 22:39
Kristín Ýr með þrennu fyrir Val sem komst upp að hlið ÍBV Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði þrennu fyrir Íslandsmeistara Vals sem unnu 4-1 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Stjarnan vann 2-1 sigur á Þór/KA fyrir norðan, Breiðablik vann sinn annan leik í röð og Þróttarakonur fögnuðu sínum fyrsta sigri í sumar. Íslenski boltinn 15.6.2011 21:35
Spánverjar unnu Tékka, markalaust hjá Englendingum Það er mikil spenna í B-riðli á EM U21 eftir að 2. umferðin í riðlinum fór fram í kvöld. Spánn vann þá 2-0 sigur á Tékkum sem voru á toppnum eftir fyrstu umferðina. Fótbolti 15.6.2011 20:55
Hjörvar: Undirbúningur liðsins virðist hafa verið afleitur Hjörvar Hafliðason, knattspyrnuspekingur, var í viðtali við Guðjón Guðmundsson íþróttamanna Stöðvar 2 í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem að hann fór yfir gengi íslenska 21 árs landsliðsins á EM í Danmörku. Íslenska liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu og verður að bursta Dani til þess að komast upp úr riðlinum. Fótbolti 15.6.2011 20:51
Birna Berg varði víti og ÍBV heldur enn hreinu Hin 17 ára gamli markvörður ÍBV, Birna Berg Haraldsdóttir, heldur enn marki sínu hreinu í Pepsi-deild kvenna en ÍBV tapaði engu að síðustu fyrstu stigum sínum í sumar þegar liðið gerði markalaust jafntefli við KR á KR-vellinum í kvöld. Íslenski boltinn 15.6.2011 20:06
Sektarsjóður U-21 liðsins til styrktar góðs málefnis Strákarnir í U-21 landsliðinu hafa ákveðið að það sem safnast saman í sektarsjóð liðsins verði gefið til styrktar málsstaðnum Á meðan fæturnir bera mig. Fótbolti 15.6.2011 19:45
Handboltasérfræðingur Dana: Danir öryggir í undanúrslitin Bent Nyegaard, fyrrum þjálfari ÍR og Fram og helsti handboltasérfræðingur Dana segir að danska landsliðið hafi haft heppnina með sér þegar dregið var í riðla á EM í Serbíu í dag. Danir lentu í riðli með Serbum, Slóvökum og Pólverjum og sleppa við Frakka, Spánverja og Króata í milliriðlinum. Handbolti 15.6.2011 19:15
Eyjólfur stendur við liðsvalið sitt Eyjólfur Sverrisson stendur við þær ákvarðanir sem hann tók fyrir tapleikinn gegn Sviss í gærkvöldi. Liðið var langt frá sínu besta í leiknum og yfirburðir Svisslendinga lengst af algerir. Þeir unnu leikinn að lokum, 2-0. Fótbolti 15.6.2011 18:45
Þjálfari Norðmanna: Verður erfitt Robert Hedin hinn sænski þjálfari norska handknattleiksliðsins segir D-riðil sterkan. Ísland leikur í D-riðli auk Norðmanna, Króata og Slóvena. Handbolti 15.6.2011 18:15
Þór/KA stelpurnar bjóða upp áritaða íþróttatoppa sína Sex leikmenn Pepsi-deildarliðs Þórs/KA hafa ákveðið að leggja baráttunni gegn brjóstakrabbameini lið með sérstökum hætti. Þær ætla að gefa áritaða íþróttatoppa sína sem síðan verða svo seldir á uppboði síðar í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórsara. Íslenski boltinn 15.6.2011 16:45
Aron Einar: Við það að fara heim í hálfleik Aron Einar Gunnarsson segir að það hafi verið ömurlegt að þurfa að fylgjast með sínum mönnum úr stúkunni þegar að Ísland tapaði í gær fyrir Sviss, 2-0, á EM U-21 liða í Danmörku. Fótbolti 15.6.2011 16:00
Meistaraleikur Steina Gísla um næstu helgi Vinir og félagar Sigursteins Gíslasonar hafa blásið til "Meistaraleiks Steina Gísla" á Akranesvelli á laugardaginn kemur en þetta er ágóðaleikur fyrir Sigurstein sem stendur nú í sinni stærstu baráttu á ferlinum. Íslenski boltinn 15.6.2011 15:30
Guðmundur: Sofnaði ekki snemma í gær Guðmundur Kristjánsson var eins og aðrir leikmenn íslenska U-21 liðsins afar ósáttur við tapið gegn Sviss í gær. Leikurinn tapaðist, 2-0, og hefur Ísland tapað báðum leikjum sínum á mótinu til þessa. Fótbolti 15.6.2011 15:00
Skúli Jón: Fengið litlar útskýringar Skúli Jón Friðgeirsson er eðilega svekktur yfir því að hafa enn ekki fengið tækifæri til að spreyta sig með liði Íslands á Evrópumeistaramóti U-21 liða í Danmörku. Fótbolti 15.6.2011 14:45
Engin uppgjöf hjá Alonso Fernando Alonso hjá Ferrari hefur ekki gefist upp á titilbaráttunni í Formúlu 1 þó hann sé orðinn 92 stigum á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigakeppni ökumenna. Alonso féll úr leik í kanadíska kappakstrinum í Montreal á sunnudaginn, eftir samstuð við Jenson Button hjá McLaren sem vann mótið. Formúla 1 15.6.2011 14:33
Maxi á leið frá Liverpool Maxi Rodriguez kantmaður Liverpool gæti verið á leið frá enska knattspyrnufélaginu ef marka má frétt BBC. Maxi hefur gefið forseta Newell's Old Boys í Argentínu jákvætt svar um að ganga til liðs við félagið. Enski boltinn 15.6.2011 14:15
Jón Guðni: Hótellífið stundum þreytandi Jón Guðni Fjóluson, leikmaður U-21 liðs Íslands, segir að dagurinn geti verið lengi að líða á hóteli íslenska liðsins hér í Álaborg. Fótbolti 15.6.2011 13:30
FIFA vill fjölga vináttulandsleikjum Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA vill fjölga alþjóðlegum landsleikjahléum úr tólf í sautján. Guardian greinir frá. Nái breytingarnar fram að ganga gæti leikmaður sem spilar alla leiki með félagsliði sínu og þjóð sinni þurft að spila 86 leiki á einu keppnistímabili. Fótbolti 15.6.2011 13:00
Abdoulaye Faye til West Ham Sam Allardyce hefur tryggt sér þjónustu varnarmannsins stæðilega Abdoulaye Faye. Leikmaðurinn kemur til liðsins á frjálsri sölu en Stoke vildi ekki endurnýja samninginn við leikmanninn. Enski boltinn 15.6.2011 12:15
Björgvin Páll: Líst ágætlega á riðilinn Björgvini Páli Gústavssyni markverði íslenska landsliðsins í handknattleik líst ágætlega á riðil Íslendinga á Evrópumótinu í handknattleik. Handbolti 15.6.2011 11:30
Tungufljótsdeilan til lykta leidd Fyrir skemmstu felldi Héraðsdómur Suðurlands dóm í máli Tungufljótsdeildar Veiðifélags Árnessýslu gegn hjónum úr röðum eigenda Bergsstaða, en margir veiðimenn þekkja til deilna sem þar hafa staðið um veiðirétt. Dómurinn féll Veiðifélaginum í vil og ætti þar með að linna árekstrum á bökkum Tungufljóts neðan Faxa. Veiði 15.6.2011 10:41
Ísland í riðli með Króatíu, Noregi og Slóveníu Ísland verður með Króatíu, Noregi og Slóveníu í D-riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer í Serbíu í janúar 2012. Leikir Íslands fara fram í borginni Vrsac í austurhluta Serbíu. Handbolti 15.6.2011 10:08
Dagblað óskar Miami Heat til hamingju með titilinn Tap Miami gegn Dallas í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn fór framhjá fæstum í sólskinsfylkinu Flórída. Þó tókst dagblaðinu The Miami Herald að klúðra málinu. Blaðið birti auglýsingu þar sem liðinu var óskað til hamingju með titilinn, sem það vann ekki. Körfubolti 15.6.2011 09:45
Viðræður Cardiff og Shearer út um þúfur Alan Shearer mun ekki verða næsti knattspyrnustjóri Cardiff í ensku Championship-deildinni. Shearer átti í viðræðum við félagið en hefur nú útilokað að taka við liðinu. Cardiff stefnir enn eitt árið á að komast upp í ensku úrvalsdeildina en liðið hefur verið seinheppið undanfarin ár og klúðrað málunum á ögurstundu. Enski boltinn 15.6.2011 09:13
Strákarnir eiga enn smá von - myndir Íslenska 21 árs landsliðið fær eitt tækifæri til viðbótar til þess að komast upp úr sínum riðli á Evrópumótinu í Danmörku þrátt fyrir að hafa hvorki fengið stig né skorað mark í fyrstu tveimur leikjum sínum í mótinu. Undanúrslitasæti og farseðill á Ólympíuleikana í London er því ekki alveg út úr myndinni þrátt fyrir tvö svekkjandi töp gegn Hvíta-Rússlandi og Sviss. Fótbolti 15.6.2011 08:30
Scholes: Ég var ekki grófur leikmaður Knattspyrnumaðurinn Paul Scholes sem nýverið lagði skóna á hilluna segist ekki hafa verið grófur leikmaður. Hann segir ljótar tæklingar sínar hafa verið slæmri tímasetningu að kenna. Enski boltinn 14.6.2011 23:30