Sport

Maradona lögsækir kínverskt fyrirtæki

Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona hefur lagt fram kæru á hendur kínverska fyrirtækinu Sina fyrir notkun á nafni hans og ímynd til að kynna tölvuleik. Maradona fer fram á rúmar tvær milljónir evra í bætur frá Sina og og The9 Limited, framleiðanda tölvuleiksins „Winning Goal“.

Fótbolti

Karlarnir spenntari fyrir HM kvenna en konurnar

Heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta fer fram í Þýskalandi í sumar og hefst hún eftir aðeins ellefu daga. Að því tilefni fór fram skoðunarkönnun í Þýskalandi um áhuga og skoðanir þýsku þjóðarinnar á HM kvenna.

Fótbolti

Kristín Ýr með þrennu fyrir Val sem komst upp að hlið ÍBV

Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði þrennu fyrir Íslandsmeistara Vals sem unnu 4-1 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Stjarnan vann 2-1 sigur á Þór/KA fyrir norðan, Breiðablik vann sinn annan leik í röð og Þróttarakonur fögnuðu sínum fyrsta sigri í sumar.

Íslenski boltinn

Hjörvar: Undirbúningur liðsins virðist hafa verið afleitur

Hjörvar Hafliðason, knattspyrnuspekingur, var í viðtali við Guðjón Guðmundsson íþróttamanna Stöðvar 2 í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem að hann fór yfir gengi íslenska 21 árs landsliðsins á EM í Danmörku. Íslenska liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu og verður að bursta Dani til þess að komast upp úr riðlinum.

Fótbolti

Handboltasérfræðingur Dana: Danir öryggir í undanúrslitin

Bent Nyegaard, fyrrum þjálfari ÍR og Fram og helsti handboltasérfræðingur Dana segir að danska landsliðið hafi haft heppnina með sér þegar dregið var í riðla á EM í Serbíu í dag. Danir lentu í riðli með Serbum, Slóvökum og Pólverjum og sleppa við Frakka, Spánverja og Króata í milliriðlinum.

Handbolti

Eyjólfur stendur við liðsvalið sitt

Eyjólfur Sverrisson stendur við þær ákvarðanir sem hann tók fyrir tapleikinn gegn Sviss í gærkvöldi. Liðið var langt frá sínu besta í leiknum og yfirburðir Svisslendinga lengst af algerir. Þeir unnu leikinn að lokum, 2-0.

Fótbolti

Guðmundur: Sofnaði ekki snemma í gær

Guðmundur Kristjánsson var eins og aðrir leikmenn íslenska U-21 liðsins afar ósáttur við tapið gegn Sviss í gær. Leikurinn tapaðist, 2-0, og hefur Ísland tapað báðum leikjum sínum á mótinu til þessa.

Fótbolti

Engin uppgjöf hjá Alonso

Fernando Alonso hjá Ferrari hefur ekki gefist upp á titilbaráttunni í Formúlu 1 þó hann sé orðinn 92 stigum á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigakeppni ökumenna. Alonso féll úr leik í kanadíska kappakstrinum í Montreal á sunnudaginn, eftir samstuð við Jenson Button hjá McLaren sem vann mótið.

Formúla 1

Maxi á leið frá Liverpool

Maxi Rodriguez kantmaður Liverpool gæti verið á leið frá enska knattspyrnufélaginu ef marka má frétt BBC. Maxi hefur gefið forseta Newell's Old Boys í Argentínu jákvætt svar um að ganga til liðs við félagið.

Enski boltinn

FIFA vill fjölga vináttulandsleikjum

Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA vill fjölga alþjóðlegum landsleikjahléum úr tólf í sautján. Guardian greinir frá. Nái breytingarnar fram að ganga gæti leikmaður sem spilar alla leiki með félagsliði sínu og þjóð sinni þurft að spila 86 leiki á einu keppnistímabili.

Fótbolti

Abdoulaye Faye til West Ham

Sam Allardyce hefur tryggt sér þjónustu varnarmannsins stæðilega Abdoulaye Faye. Leikmaðurinn kemur til liðsins á frjálsri sölu en Stoke vildi ekki endurnýja samninginn við leikmanninn.

Enski boltinn

Tungufljótsdeilan til lykta leidd

Fyrir skemmstu felldi Héraðsdómur Suðurlands dóm í máli Tungufljótsdeildar Veiðifélags Árnessýslu gegn hjónum úr röðum eigenda Bergsstaða, en margir veiðimenn þekkja til deilna sem þar hafa staðið um veiðirétt. Dómurinn féll Veiðifélaginum í vil og ætti þar með að linna árekstrum á bökkum Tungufljóts neðan Faxa.

Veiði

Dagblað óskar Miami Heat til hamingju með titilinn

Tap Miami gegn Dallas í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn fór framhjá fæstum í sólskinsfylkinu Flórída. Þó tókst dagblaðinu The Miami Herald að klúðra málinu. Blaðið birti auglýsingu þar sem liðinu var óskað til hamingju með titilinn, sem það vann ekki.

Körfubolti

Viðræður Cardiff og Shearer út um þúfur

Alan Shearer mun ekki verða næsti knattspyrnustjóri Cardiff í ensku Championship-deildinni. Shearer átti í viðræðum við félagið en hefur nú útilokað að taka við liðinu. Cardiff stefnir enn eitt árið á að komast upp í ensku úrvalsdeildina en liðið hefur verið seinheppið undanfarin ár og klúðrað málunum á ögurstundu.

Enski boltinn

Strákarnir eiga enn smá von - myndir

Íslenska 21 árs landsliðið fær eitt tækifæri til viðbótar til þess að komast upp úr sínum riðli á Evrópumótinu í Danmörku þrátt fyrir að hafa hvorki fengið stig né skorað mark í fyrstu tveimur leikjum sínum í mótinu. Undanúrslitasæti og farseðill á Ólympíuleikana í London er því ekki alveg út úr myndinni þrátt fyrir tvö svekkjandi töp gegn Hvíta-Rússlandi og Sviss.

Fótbolti