Sport

Danir unnu Svía á Parken - Bendtner með fyrra markið

Danmörk vann 2-0 sigur á nágrönnum sínum frá Svíþjóð í vináttulandsleik þjóðanna á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld en Danir hafa þar með unnið alla þrjá landsleiki þjóðanna frá og með árinu 2008. Nicklas Bendtner og Michael Krohn-Dehli skoruðu mörk Dana í kvöld.

Fótbolti

Ívar stýrir Haukaliðinu í Grindavík í kvöld

Ívar Ásgrímsson mun stýra liði Hauka þegar liðið fer til Grindavíkur og mætir heimamönnum í Iceland Express deild karla í kvöld. Haukar eru án þjálfara eftir að Pétur Ingvarsson sagði starfi sínu lausu á þriðjudaginn var. Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka.

Körfubolti

Hamilton sneggstur á seinni æfingunni í Abú Dabí

Lewis Hamilton á McLaren náði besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Yas Marina brautinni í Abú Dabí í dag, en liðsfélagi hans hjá McLaren liðinu, Jenson Button náði næstbesta tíma. Hamilton ók á tímanum 1.39.586, en Button var 0.199 úr sekúndu á eftir honum

Formúla 1

Stjarnan - Snæfell í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi

Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld og þar með lýkur sjöttu umferð. Bein sjónvarpsútsending verður á Vísi frá Ásgarði í Garðabæ þar sem að Stjarnan og Snæfell eigast við. Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður mun lýsa leiknum.

Körfubolti

Sigurkarfa Keflvíkinga gegn Þórsurum - myndband

Charles Micheal Parker var hetja Keflvíkinga í gær þegar hann tryggði liðinu sigur gegn nýliðum Þórs frá Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla í körfubolta. Keflvíkingar voru einu stigi undir þegar 1,36 sek voru eftir af leiknum. Arnar Freyr Jónsson tók innkast við hliðarlínu fyrir Keflavík, og sendi boltann á Parker sem gerði allt rétt og tryggði heimamönnum sigur.

Körfubolti

Leitin að stórlaxinum - Bók og DVD

Út er kominn pakki um stórlaxaveiðar á Íslandi sem inniheldur bæði bók og kvikmynd! Betra verður það einfaldlega ekki! Þessi magnaði veiðipakki er eftir bræðurnar Gunnar og Ásmund Helgasyni og ber heitið Leitin að stórlaxinum. Nú þegar er hafin forsala á www.veidiflugur.is en pakkinn fer í almenna dreifingu 21. nóvember næstkomandi.

Veiði

Mikil aukning í sleppingum fyrir norðan

Frá því að SVFR kom að leigutöku á urriðasvæðunum í Laxá í Laxárdal og Mývatnssveit hefur hlutfall slepptra silunga margfaldast, en 58% af urriðanum í sumar var sleppt.

Veiði

Woods hefur tekið forystu í Ástralíu

Tiger Woods er greinilega að finna aftur sitt langþráða gamla form en hann er nú í forystu á opna ástralska meistaramótinu í golfi eftir fyrstu tvo keppnisdagana.

Golf

Þrjú töp í röð hjá strákunum - myndir

Íslenska 21 árs landsliðið tapaði sínum þriðja leik í röð í undankeppni EM þegar liðið heimsótti hið gríðarsterka enska landslið í gær. Englendingar unnu leikinn 5-0 og hafa nú fullt hús og markatöluna 16-1 í fyrstu fjórum leikjum sínum í riðlinum.

Íslenski boltinn