Sport

Miðsvæðin í Blöndu

Svæði 2 og 3 í Blöndu voru nokkuð góð í sumar, alls komu um 400 laxar á land. Að vísu eru allnokkrar stangir á svæðunum eða 9 stangir í allt – en fátítt var að það væru allar bókaðar. Einnig verður að líta til þess að veiðin á sér nánast öll stað fyrir mánaðarmót júlí og ágúst, dagveiðin er því nokkuð góð á því tímabili, sérstaklega eftir 10 júlí.

Veiði

Fimmta framboðið til stjórnar SVFR

Fimmta framboðið til stjórnar SVFR hefur borist skrifstofu og er frá Eiríki St. Eiríkssyni félagsmanni númer 605. Því er nokkuð ljóst að fimm frambjóðendur eru í þrjú stjórnarsæti á aðalfundi félagsins þann 26. nóvember næstkomandi, því harla ólíklegt er að framboð berist í bréfpósti.

Veiði

Lampard gæti verið á leiðinni til LA Galaxy

Forráðamenn LA Galaxy frá Bandaríkjunum hafa áhuga á því að fá knattspyrnumanninn Frank Lampard frá Chelsea til liðsins fyrir næsta tímabil. Hlutverk hans yrði að leysa David Beckham af hólmi bæði innan sem og utan vallar, en Beckham er líklega á leiðinni frá félaginu.

Fótbolti

Alonso vill huga að næsta keppnistímabili sem fyrst

Fernando Alonso á Ferrari veitti Lewis Hamilton mesta keppni í dag í Formúlu 1 mótinu í Abú Dabí í dag, en Hamilton vann sinn þriðja sigur á árinu þegar hann kom fyrstur í endamark í mótinu. Alonso sagðist hafa ekið hvern hring í mótinu eins og um tímatöku hefði verið að ræða, til að halda í við Hamilton.

Formúla 1

Vettel féll úr leik í fyrsta skipti á árinu eftir að dekk sprakk

Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel féll úr leik í fyrsta hring í kappakstrinum í Abú Dabí í dag, eftir að afturdekk sprakk skömmu eftir að keppendur voru ræstir af stað. Bíllinn snerist útaf brautinni, en það er óljóst er hvað olli því að dekkið sprakk, því Vettel lenti ekki í stamstuði við neinn annan keppanda í upphafi mótsins. Hann hafði verið fremstur á ráslínu og var í forystu í kappakstrinum þegar dekkið sprakk.

Formúla 1

Beckham fer ekki til QPR

Neil Warnock, knattspyrnustjóri QPR, hefur nú gefið það út að ekkert verði að því að David Beckham gangi til liðs við félagið. Allar líkur eru á því að Beckham sé á leiðinni frá Bandaríkjunum og til félags í Evrópu, en hann hefur verið leikmaður LA Galaxy síðastliðin 4 ár.

Fótbolti

Ferguson hefur mikinn áhuga á Eriksen

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur haft augastað á miðjumanninum Christian Eriksen hjá Ajax í talsverðan tíma og nú er talið líklegt að sá skoski ætli sér að klófesta þennan frábæra leikmann.

Enski boltinn

Atli: Við vorum til skammar

„Það var hreinlega valtað yfir okkur í dag og ömurlegt hvernig við nálguðumst þennan leik, við vorum til skammar,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, en lið hans steinlá fyrir FH í 16-liða úrslitum Eimskipsbikarsins, 34-21.

Handbolti

Hamilton: Sigur er góður fyrir sálina

Lewis Hamilton á McLaren vann sinn þriðja sigur á Formúlu 1 keppnistímabilinu í dag, þegar hann kom fyrstur í endarmark á Yas Marina brautinni í Abú Dabí. Hann tileinkaði móður sinni sigurinn þegar hann var kominn í endmark.

Formúla 1

Ólafur: Tileinkum Hemma þennan sigur

"Við bjuggumst ekki við því að vinna þennan leik svona sannfærandi, en það áttu margir leikmenn toppdag hjá okkur,“ sagði Ólafur Gústafsson, leikmaður FH, eftir sigurinn í dag.

Handbolti

Umfjöllun: FH - Akureyri 34-21

FH fór létt með að slá Akureyri út úr Eimskipsbikarnum, en liðið sigraði norðanmenn 34-21 í 16-liða úrslitum, leikurinn fór fram í Kaplakrika í dag. Sigurinn var aldrei í hættu og Fimleikafélagið mun sterkari aðilinn í leiknum. Ólafur Gústafsson fór mikinn í liði FH og skoraði 9 mörk.

Handbolti

Framarar unnu sextán marka sigur á Val

Fram er komið áfram í átta liða úrslit Eimskipsbikar karla eftir sextán marka sigur á Val 2, 40-24, í Vodafone-höllinni í dag. Fram hafði slegið Hauka 2 út í 32 liða úrslitunum.

Handbolti

Jón Arnór með 13 stig á 20 mínútum

Jón Arnór Stefánsson átti sinn besta leik á tímabilinu þegar lið hans CAI Zaragoza vann 67-59 sigur á Murcia í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í sex leikjum.

Körfubolti