Sport

Þórir og félagar stóðu í Atletico Madrid

Þórir Ólafsson og félagar í pólska liðinu Kielce veittu spænska stórliðinu Atletico Madrid óvænta mótspyrnu er liðin mættust í Meistaradeildinni í kvöld en leikið var í Madrid. Heimamenn höfðu að lokum eins marks sigur, 28-27.

Handbolti

Given grét fyrir leik

Shay Given, markvörður Aston Villa, réð ekki við tilfinningar sínar fyrir leikinn gegn Swansea í dag og grét þegar áhorfendur minntust Gary Speed sem féll frá á sviplegan hátt fyrr í dag.

Enski boltinn

Webber vann í Brasilíu

Mark Webber hjá Red Bull varð hlutskarpastur í Brasilíukappakstrinum í Formúlunni í dag. Þetta var lokamót tímabilsins og fyrsti sigur Webber.

Formúla 1

Ólafur og Snorri Steinn fóru á kostum

Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson fóru á kostum í danska liðinu AG sem komst í efsta sæti D-riðils Meistaradeildarinnar í dag. AG lagði spænska liðið Ademar Leon, 30-29, í háspennuleik. Ólafur skoraði sex mörk í leiknum Snorri fjögur og Guðjón Valur eitt.

Handbolti

Helgi Már hetja 08 Stockholm

Helgi Már Magnússon var hetja 08 Stockhom HR í dag þegar hann skoraði sigurkörfuna gegn Örebro. Karfan kom fjórum sekúndum fyrir leikslok og tryggði Stockholm tveggja stiga sigur, 66-68.

Körfubolti

Ferill Gary Speed í myndum

Gary Speed, landsliðsþjálfari Wales, lést í nótt og er óhætt að segja að knattspyrnuheimurinn sé í áfalli vegna þessara tíðinda. Hinn viðkunnalegi Speed sást síðast opinberlega í sjónvarpi í gær.

Enski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: FH - St. Raphael 20-29

FH-ingar töpuðu illa, 29-20, fyrir Saint-Raphaël í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins í handkanttleik en leikið var í Kaplakrika í dag. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði FH með fimm mörk en liðið náði sér engan vegin á strik.

Handbolti

Redknapp ætlar ekki að versla í janúar

Harry Redknapp, stjóri Spurs, ætlar að hafa það náðugt í janúar og sleppa því að bæta við sig mannskap. Redknapp hefur oftar en ekki verið með duglegustu mönnum í janúarglugganum en það er af sem áður var.

Enski boltinn

Rio ekki á förum frá Man. Utd

Það hefur mikið verið slúðrað um framtíð varnarmannsins Rio Ferdinand í vetur. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur nú slegið á allar þessar sögusagnir með því að gefa það út að Rio verði í lykilhlutverki hjá félaginu í það minnsta næstu tvö ár.

Enski boltinn

Óttinn við að gera mistök bugaði Rafati

Þýski dómarinn Babak Rafati, sem reyndi að svipta sig lífi á dögunum, segir að óttinn um að gera mistök hafi gert hann þunglyndan sem hafi síðan leitt til þess að hann reyndi að taka sitt eigið líf.

Fótbolti