Sport

Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 84-68

KR er komið með yfirhöndina í fjórðungsúrslitaeinvíginu gegn Tindastóli eftir 84-68 sigur í Vesturbænum í kvöld. Aðeins munaði þremur stigum fyrir lokaleikhlutann en KR-ingar völtuðu yfir gestina í lokafjórðungnum og unnu sanngjarnan sigur.

Körfubolti

Villas-Boas fær ekki meðmæli frá Mourinho

Þó svo José Mourinho sé ekki lengur að þjálfa lið Inter þá veitir hann forseta félagsins, Massimo Moratti, góð ráð. Nú hefur Mourinho tjáð Moratti að það sé ekki rétt að ráða Andre Villas-Boas sem næsta þjálfara Inter.

Fótbolti

Vieira brjálaður út í BBC

Patrick Vieira hjá Man. City er allt annað en sáttur með fréttaflutning BBC. Haft var eftir Vieira í viðtali við miðilinn að leikmenn Man. Utd fengu sérmeðferð frá dómurum á Old Trafford.

Enski boltinn

Samantekt úr Meistaradeildarmörkunum | frábær varnarleikur AC Milan

Tveir leikir fóru fram í gær í átta liða úrslitum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Farið var yfir gang mála í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport þar sem að Þorsteinn J og sérfræðingar þáttarins krufu leikina til mergjar. Evrópumeistaralið Barcelona sótti AC Milan heim til Ítalíu. Í Frakklandi áttust við Marseille og Bayern München frá Þýskalandi.

Fótbolti

Einar líklega á leið til Magdeburg

Lið Björgvins Páls Gústavssonar, Magdeburg, er í vandræðum vegna meiðsla lykilmanna og liðið er nú með fyrrverandi landsliðsmanninn Einar Hólmgeirsson til reynslu. Magdeburg vantar lausan mann ekki seinna en strax og Einar er því góður kostur fyrir félagið enda samningslaus.

Handbolti

Athugasemd úr Þingvallasveit um netaveiðar

Þessa grein fengum við frá Vötn og Veiði og beinist gegn grein sem var birt þar um netaveiðar í Þingvallavatni. Pistilinn er frá tveimur þeirra er voru myndaðir á báti við netaveiðar í Þingvallavatni á dögunum. Þeir eru ekki sáttir við grein VoV og skrifa:

Veiði

Pressan er á Grindavík og KR

Grindavík og KR hefja leik í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla í kvöld. Bæði lið keppa við söguna, KR hefur ekki varið Íslandsmeistaratitil í 33 ár og Grindavík hefur aldrei orðið deildarmeistari og Íslandsmeistari á sama ári.

Körfubolti

Ribery: Þetta voru fullkomin úrslit

Franck Ribery, leikmaður þýska liðsins Bayern München, var mjög kátur eftir 2-0 útisigur á löndum sínum í Olympique de Marseille í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

Óskar Bjarni tekur við danska liðinu Viborg

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna og aðstoðarþjálfari Guðmundar Guðmundssonar hjá íslenska landsliðinu, verður næsti þjálfari danska liðsins Viborg. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í kvöld.

Handbolti

Kiel komið með tíu stiga forskot á toppnum

Kiel vann sannfærandi átta marka sigur á Füchse Berlin, 36-28, í uppgjöri tveggja efstu liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þarna mættu íslensku þjálfararnir Alfreð Gíslason og Dagur Sigurðsson sem eru að gera frábæra hluti með liðin sín á þessu tímabili.

Handbolti

Guif landaði sigri í framlengingu en Alingsås tapaði

Íslendingaliðin Eskilstuna Guif og Alingsås HK léku í kvöld fyrstu leiki sína í átta liða úrslitum í úrslitakeppni sænska handboltans. Guif þurfti framlengingu til að landa sigri á heimavelli í sínum leik en Alingsås er lent 0-1 undir eftir tap á heimavelli. Það þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í undanúrslitin.

Handbolti

Bayern München vann 2-0 sigur í Frakklandi

Bayern München er á góðri leið inn í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 útisigur á franska liðinu Marseille í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hollendingurinn Arjen Robben lagði upp fyrra markið og skoraði það síðara.

Fótbolti

Markalaust hjá AC Milan og Barcelona

AC Milan og Barcelona gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Mílanó í kvöld. Barcelona var fyrir leikinn búið að vinna sjö leiki í röð í Meistaradeildinni eða alla leiki sína frá því að Barca og AC Milan gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik sínum í riðlinum.

Fótbolti

Bayern mun ekki selja lykilmenn

Forráðamenn FC Bayern eru að byggja upp sterkt lið sem ætlar sér stóra hluti á næstu árum og félagið tekur því ekki í mál að selja leikmenn frá félaginu til annarra stórliða í Evrópu.

Fótbolti

Sunnudagsmessan: Umræða um Carlos Tevez

Manchester City er í harðri titilbaráttu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 fóru sérfræðingar þáttarins yfir stöðuna hjá Man City og endurkomu Argentínumannsins Carlos Tevez.

Enski boltinn

Íslandsmeistarar Keflavíkur sendar snemma í sumarfrí

Íslandsmeistaratitilinn verður ekki áfram í Keflavík í kvennaboltanum en það var ljóst eftir að Haukakonur sópuðu deildarmeisturum Keflavíkur út með 75-52 stórsigri í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Haukaliðið vann alla þrjá leikina í undanúrslitaeinvíginu og er því komið í lokaúrslitin um titilinn.

Körfubolti