Handbolti

Guif landaði sigri í framlengingu en Alingsås tapaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Andrésson
Kristján Andrésson
Íslendingaliðin Eskilstuna Guif og Alingsås HK léku í kvöld fyrstu leiki sína í átta liða úrslitum í úrslitakeppni sænska handboltans. Guif þurfti framlengingu til að landa sigri á heimavelli í sínum leik en Alingsås er lent 0-1 undir eftir tap á heimavelli. Það þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í undanúrslitin.

Kristján Andrésson þjálfar lið Eskilstuna Guif og undir hans stjórn varð liðið deildarmeistari og valdi sér að mæta HK Malmö í átta liða úrslitunum. Það stefndi um tíma í óvænt tap en Guif sýndi styrk sinn í lokin.

HK Malmö komst yfir rétt fyrir hálfleik, 13-12, hélt síðan forystunni allan seinni hálfleikinn. Guif náði að tryggja sér framlengingu í lokin og tryggði sér 32-20 sigur í henni.

Ásbjörn Friðriksson skoraði eitt mark fyrir Alingsås sem tapaði 23-26 á heimavelli á móti Kristianstad. Alingsås endaði í 4. sæti í deildinni en Kristianstad í því sjötta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×