Handbolti

Einar líklega á leið til Magdeburg

Einar í leik í þýsku úrvalsdeildinni.
Einar í leik í þýsku úrvalsdeildinni.
Lið Björgvins Páls Gústavssonar, Magdeburg, er í vandræðum vegna meiðsla lykilmanna og liðið er nú með fyrrverandi landsliðsmanninn Einar Hólmgeirsson til reynslu. Magdeburg vantar lausan mann ekki seinna en strax og Einar er því góður kostur fyrir félagið enda samningslaus.

Einar hefur ekki spilað handbolta lengi en hann fór í að gerð fyrir tæpu ári og var þá ekki búist við því að hann myndi spila handbolta á nýjan leik.

Skyttan örvhenta hefur verið á fínum batavegi og hefur verið að æfa með neðrideildarliði upp á síðkastið og var því í ágætis standi er Magdeburg hóaði í hann.

Samkvæmt heimildum Vísis er líklegt að Einar skrifi undir samning við þýska félagið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×