Sport

Aron finnur sig vel í Höllinni | Hvað gerir hann í kvöld?

Aron Pálmarsson hefur verið heitur í síðustu landsleikjum Íslands í Laugardalshöllinni og nú er að sjá hvort að hann haldi áfram uppteknum hætti í kvöld. Strákarnir okkar mæta þá Norðmönnum í eina æfingaleiknum sínum fyrir forkeppni Ólympíuleikanna sem fer fram í Króatíu um páskana. Leikur við Norðmenn hefst klukkan 19.30.

Handbolti

Eru Ítalir bestir í því að stoppa Lionel Messi?

Lionel Messi verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Barcelona tekur á móti AC Milan í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Mílanó og það er því mikil spenna fyrir þennan leik.

Fótbolti

Sunnudagsmessan: Umræða um gott gengi Newcastle

Newcastle hefur komið gríðarlega á óvart í ensku úrvalsdeildinni í vetur undir stjórn Alan Pardew knattspyrnustjóra liðsins. Gengi Newcastle var til umræðu í Sunnudagsmessunni og þar voru skiptar skoðanir. Hjörvar Hafliðason, Guðmundur Benediktsson og Sigurbjörn Hreiðarsson fóru yfir stöðuna hjá Newcastle.

Enski boltinn

Bayern ekki í vandræðum með Marseille

Ivica Olic skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Bayern München gegn Marseille í kvöld. Bæjarar tryggðu sér því sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með 4-0 samanlögðum sigri gegn franska liðinu.

Fótbolti

John Aldridge: Við erum að verða að aðhlátursefni

John Aldridge, fyrrum framherji Liverpool, hefur lýst yfir miklum áhyggjum með stöðu mála hjá félaginu en Liverpool-liðið hefur aðeins náð í átta stig úr tólf leikjum frá áramótum og er nú komið niður í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Aldridge segir að Liverpool sé í krísu.

Enski boltinn

Heiðar spilar með varaliði QPR í kvöld

Heiðar Helguson er allur að koma til eftir nárameiðsli og mun spila með varaliði Queens Park Rangers í kvöld þegar liðið mætir West Ham í æfingaleik. Þetta eru góðar fréttir fyrir Mark Hughes enda eru nokkrir framherjar liðsins að glíma við meiðsli eða leikbönn.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Liverpool í frjálsu falli

Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport var sýnt myndband þar sem stiklað var á stóru í síðustu leikjum Liverpool. Fátt hefur gengið upp hjá þessu sögufræga félagi að undanförnu og situr liðið í áttunda sæti deildarinnar.

Enski boltinn

Mancini: Ætlar ekki að gefast upp á Balotelli

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, ætlar að standa með vandræðagemlingnum Mario Balotelli og treysta á það að þessi 21 árs gamli framherji fari nú að þroskast. Liðsfélagar Balotelli hjá City eru orðnir mjög pirraðir á stælunum í drengnum en stjórinn ætlar ekki að reyna að selja hann í sumar.

Enski boltinn

Kentucky bandarískur háskólameistari í körfubolta

Kentucky tryggði sér bandaríska háskólameistaratitilinn í körfubolta í nótt þegar liðið vann Kansas 67-59 í úrslitaleik. Það hefur mikið verið látið með þetta Kentucky-lið enda hafa þeir verið illviðráðanlegir í vetur og margir leikmanna liðsins þykja líklegir til að vera valdir snemma í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar.

Körfubolti

Samhug og stemningu í veganesti

Íslenska karlalandsliðið mætir Norðmönnum klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Fram undan er forkeppni Ólympíuleikanna og þetta er eini æfingaleikurinn í snörpum undirbúningi strákanna okkar.

Handbolti

Kunnum bara að sækja til sigurs

Tveir leikir fara fram í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um er að ræða síðari viðureignir í rimmum Barcelona og AC Milan annars vegar og Bayern og Marseille hins vegar. Bæjarar eru í góðri stöðu eftir 2-0 sigur á útivelli í fyrri leik liðanna en hin liðin skildu jöfn í fyrri leiknum sem fór fram á Ítalíu.

Fótbolti

Serbía fór létt með Síle

Síle, fyrsti andstæðingur Íslands í forkeppni Ólympíuleikanna, steinlá í æfingaleik gegn Serbíu í kvöld. Lokatölurnar voru 30-15, Serbum í vil.

Handbolti

Sundsvall Dragons úr leik í Svíþjóð

Svíþjóðarmeistararnir og Íslendingaliðið Sundsvall Dragons er úr leik í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir tap í oddaleik rimmu sinnar gegn LF Basket í fjórðungsúrslitum, 88-79.

Körfubolti