Sport

Zlatan: Ég var meiri maður en Guardiola

Zlatan Ibrahimovic er ekkert hættur orðastríði sínu við Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, þótt að Barcelona-liðið sé búið að slá Zlatan og félaga hans í AC Milan út úr Meistaradeildinni.

Fótbolti

Sir Alex: Þetta var rangstaða

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, viðurkenndi eftir sigurleikinn á móti Queens Park Rangers í dag að hans lið átti aldrei að fá vítaspyrnu og rautt spjald á fyrirliða QPR í upphafi leiksins en Ashley Young var rangstæður þegar hann fiskaði vítið.

Enski boltinn

Umfjöllun: Króatía - Ísland 31-28

Íslenska landsliðið í handbolta endaði í öðru sæti í sínum riðli eftir þriggja marka tap á móti Króatíu í lokaleiknum í Króatíu í dag. Króatar voru með frumkvæðið í leiknum frá fyrstu mínútu og unnu nokkuð öruggan sigur. Króatar náðu mest sjö marka forskoti í seinni hálfleik en íslensku strákarnir hættu aldrei og tókst að minnka muninn í lokin ekki síst vegna góðrar markvörslu Hreiðars Levý Guðmundssonar.

Handbolti

Masters 2012: Gríðarleg spenna | rástímar á lokadeginum

Gríðarleg spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta stórmóti ársins í golfíþróttinni en það skýrist í kvöld hver sigrar á Mastersmótinu árið 2012. Keppt er á Augusta vellinum í Georgíu en bein útsending hefst á Stöð 2 sport kl. 18:00. Svínn Peter Hanson er efstur á -9 en höggi á eftir kemur Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, þeir hefja leik 18:40.

Golf

NBA: Kobe missti af fyrsta leiknum í tvö ár og Lakers tapaði

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers tapaði án Kobe Bryant, Boston Celtics vann flottan sigur á Indiana Pacers, Los Angeles Clippers er áfram í góðum gír eftir áttunda sigurinn í níu leikjum, Memphis Grizzlies vann Dallas Mavericks og Orlando Magic náði að enda fimm leikja taphrinu.

Körfubolti

Ólafur Stefánsson hvíldur gegn Króatíu

Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, er ekki í leikmannahópi Íslands sem mætir Króatíu í lokaleik sínum í undanriðli Ólympíuleikanna í dag. Sigurbergur Sveinsson kemur inn í liðið í stað Ólafs.

Handbolti

Arteta hetjan þegar Arsenal lagði City

Mikel Arteta var hetja Arsenal en mark hans fjórum mínútum fyrir leikslok tryggði Lundúnarliðinu 1-0 sigur á Manchester City. Möguleikar City á titlinum eru að engu orðnir enda liðið átta stigum á eftir United í öðru sæti deildarinnar.

Enski boltinn

Masters 2012: Hansen efstur fyrir lokadaginn | Mickelson höggi á eftir

Peter Hanson lék frábært golf á þriðja keppnisdeginum. Alls fékk hann 8 fugla og einn skolla á hringnum og endaði hann á 65 höggum. Samtals er hann á -9 en hann bætti sig um 9 högg á milli annars og þriðja keppnisdags. Þetta er aðeins í annað sinn sem Hanson er að keppa á Mastersmótinu.

Golf

Tiger náði ekki að blanda sér í toppbaráttuna

Kylfingurinn Tiger Woods lék örlítið betur á Masters í dag en hann fór hringinn á pari vallarsins. Woods náði aftur á móti ekki að komast nálægt toppnum og er enn langt frá efstu mönnum. Leikið er á Augusta Nationa-vellinum í Bandaríkjunum.

Golf

Guðmundur: Ég er afskaplega ánægður og stoltur

"Ég er afskaplega ánægður og stoltur. Við erum að spila fyrir hönd þjóðarinnar og erum ánægðir að hafa náð þessum stóra áfanga. Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var stórkostlegur og lagði hann grunninn að sigrinum. Við spilum frábæran varnarleik sem við höfum stundum náð upp í okkar leik og refsum við þeim grimmilega með hraðaupphlaupsmörkum,” sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik eftir að liðið tryggði sér farseðilinn á ÓL í London með 41-30 sigri gegn Japan í Króatíu í dag.

Handbolti