Sport

Staðið við í Hafravatni

Nokkrir veiðimenn köstuðu fyrir silung í Hafravatni 1. maí. Eldri herramaður sem rætt var við laust eftir hádegi sagðist ekkert hafa orðið var þann tæpa hálf tíma sem hann hafði þá staðið við. Kvaðst hann vera að hugsa um að færa sig frá norðanverðum austurbakka vatnsins að suðurenda þess þar sem kannski væri meiri von.

Veiði

Spurs gefur ekkert eftir

Tottenham er enn í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir afar öruggan útisigur á Bolton í kvöld. Fabrice Muamba steig út á völl fyrir leik og grét.

Enski boltinn

Papiss Cisse skaut Chelsea í kaf

Hinn ótrúlegi markaskorari Newcastle, Papiss Cisse, tryggði Newcastle gríðarlega mikilvægan útisigur á Chelsea í kvöld. Hann skoraði bæði mörk Newcastle í 0-2 sigri.

Enski boltinn

Welbeck er ekki fótbrotinn

Danny Welbeck, leikmaður Manchester United, fékk góðar fréttir í gærkvöldi en þá var staðfest að hann væri ekki með brotið bein í fæti eins og hafði verið óttast.

Enski boltinn

NBA: Bryant og Bynum fóru á kostum í liði LA Lakers

Kobe Bryant var allt í öllu í sóknarleik LA Lakers í 104-100 sigri liðsins gegn Denver í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Lakers er 2-0 yfir en fjóra sigurleiki þarf til að komast í undanúrslit Vesturdeildarinnar. Andrew Bynum var einnig gríðarlega sterkur og skoraði hann 27 stig og tók 9 fráköst fyrir Lakers.

Körfubolti

NBA: Góðir sigrar hjá Boston og Philadelphia á útivelli

Tveir leikir fóru fram í nótt í átta liða úrslitum Austurdeildar í NBA deildinni í körfuknattleik. Philadelphia 76‘ers jafnaði metin gegn Chicago Bulls með 109-92 sigri á útivelli. Boston gerði slíkt hið sama með 87-80 sigri gegn Atlanta á útivelli. Staðan er jöfn í báðum þessum viðureignum, 1-1, en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í undanúrslit.

Körfubolti

Ballack: Bayern líklegra en Chelsea

Micheal Ballack, fyrrverandi leikmaður Bayern München og Chelsea, segir Bayern hafa tilfinningalegt forskot fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, sem haldinn verður á heimavelli Bayern, þann 19. maí.

Fótbolti

Pippen: Chicago ennþá sterkastir

Gamla Chicago hetjan, Scottie Pippen, segir Chicago Bulls ennþá vera með sterkasta liðið í úrslitakeppninni í NBA deildinni í ár. Liðið missti á dögunum sinn mikilvægasta leikmann, Derrick Rose út tímabilið og hafa margir afskrifað liðið í baráttunni um titillinn.

Körfubolti