Sport

21 lax í Blöndu: "Algjör snilldarbyrjun"

Fjórir laxar veiddust fyrir hádegi í Blöndu í dag og lauk opnunarhollið því veiðinni með því að landa 21 laxi. Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-Á, er himinlifandi með opnunina.

Veiði

Róbert farinn frá Löwen: Ég felldi ekki mörg tár

Eftir mikla bekkjarasetu hjá Rhein Neckar-Löwen í Þýskalandi hefur Róbert Gunnarsson gengið til liðs við franska félagið Paris Handball. Minnstu munaði að Parísarliðið félli úr efstu deild en það ætlar sér stóra hluti næsta vetur.

Handbolti

Kári: Gæti vel hugsað mér að spila í Kína

Kári Árnason veltir fyrir sér næsta áfangastað en samningur landsliðsmannsins við skoska félagið Aberdeen rann út um mánaðamótin. Kára var vel tekið í Skotlandi og þótti standa sig afar vel. Stuðningsmenn Aberdeen vildu ólmir halda Kára en félagið hafði ekki fjárráð til þess.

Fótbolti

Kristianstad og Malmö áfram í bikarnum

Sjö leikir fóru fram í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í sænska boltanum í gær. Íslendingaliðin Kristianstad og LdB Malmö komust áfram í átta liða úrslit keppninnar. Kif Örebro og Djurgården féllu hins vegar úr leik.

Fótbolti

Snjallsímar orðnir plága á golfmótum

Kylfingurinn Phil Mickelson dró sig úr keppni eftir fyrsta daginn á Memorial-mótinu. Hann kom þá algjörlega brjálaður í hús á 79 höggum. Hann kenndi snjallsímum um slæma spilamennsku sína.

Golf

Coulthard segir Schumacher geta unnið í Montréal

Kanadíski kappaksturinn fer fram um næstu helgi í Montréal. Brautin liggur á manngerðri eyju sem byggð var í tengslum við Ólympíuleikana þar 1976. Árið 1978 var fyrsti kanadíski kappaksturinn haldinn á brautinni því Mosport-brautin, þar sem kappaksturinn hafði áður verið haldinn, var talin of hættuleg.

Formúla 1

Prandelli íhugar að nota De Rossi í þriggja manna varnarlínu

Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari karlalandsliðs Ítalíu í knattspyrnu, veltir alvarlega fyrir sér að stilla Daniele De Rossi upp í þriggja manna varnarlínu liðsins. Prandelli er mikill vandi á höndum en vandræðagangur landsliðsins undanfarnar vikur hefur verið með ólíkindum.

Fótbolti