Fréttir

Fann horn­stein líf­rænnar efna­fræði í sól­kerfi í fæðingu

Kolefnissameind sem er talin hornsteinn lífrænnar efnafræði fannst í fyrsta skipti í fjarlægu sólkerfi sem er verða til með athugunum James Webb-geimsjónaukans. Rannsóknin á frumsólkerfisskífunni er einnig sögð sýna fram á þátt útfjólublárrar geislunar í lífvænleika nýrra sólkerfa. 

Erlent

Framtíð stjórnarsamstarfsins gæti ráðist af hvalveiðimálum

Framtíð stjórnarsamstarfsins gæti ráðist af því hvernig hvalveiðimálum framvindur innan ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra bakkar upp ákvörðun matvælaráðherra um tímabundið veiðibann. Fjármálaráðherra og innviðaráðherra segja að málið hins vegar snúast um framtíð hvalveiða almennt og það hefði því átt að koma fyrir Alþingi.

Innlent

Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll

Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Pallborðið á Vísi í morgun verður fyrirferðarmikið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þangað mættu formenn stjórnarflokkanna og ræddu nokkur af þeim hitamálum sem hafa verið efst á baugi síðustu daga.

Innlent

Sam­mála um al­var­leika en ó­sam­mála um á­byrgð

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru sammála að um alvarlegt mál sé að ræða. Þau eru þó ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að ábyrgð fjármálaráðherra í því.

Innlent

Fella niður rann­sókn á „svikaranum“ Prigoz­hin og Wagner

Rússneska leyniþjónustan FSB staðfesti að hún hefði bundið enda á sakamálarannsókn á Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðum hans fyrir skammvinna uppreisn þeirra um helgina þrátt fyrir að Pútín forseti hefði lýst honum sem „svikara“ í ávarpi í gær. Óljóst er hvar Prigozhin er niður kominn.

Erlent

„Það er ekki sjálf­stætt mark­mið að Ís­land verði enda­stöð“

Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn.

Innlent

Elsti maðurinn til að hljóta Nóbels­verð­laun er látinn

Bandaríski eðlisfræðingurinn John B. Goodenough er látinn, hundrað ára að aldri. Goodenough var einn þriggja sem hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 2019 fyrir þróun liþíumrafhlaða og varð þar með elsti maðurinn til að hljóta Nóbelsverðlaun.

Erlent

Banka­stjórn­endur rúnir trausti og þurfa að axla á­byrgð

Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra.

Innlent

Á­kvörðun Svan­dísar standist ekki lög

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum.

Innlent

Hljóp inn í mat­höll með stungu­sár

Karlmaður hljóp særður inn á Pósthús Mathöll við Pósthússtræti í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Rekstrarstjóri mathallarinnar segir hann hafa verið með stungusár. Starfsfólk hafi byrjað að hlúa að honum eftir að hann kom í andyrið. Fljótlega eftir það hafi viðbragðsaðilar verið mættir á svæðið.

Innlent

„Vopnuð uppreisn hefði verið kæfð hvort eð er“

Forseti Rússlands segir að uppreisn Wagner-hópsins um helgina hafi sýnt að allar tilraunir til að brjóta stjórn Rússlands niður að innan muni enda með tapi. Hann segist ætla að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt þegar kemur að skipuleggjendum uppreisnarinnar.

Erlent