Fréttir

Mæðgin látin eftir harm­leik í Eystra­salti

Sjö ára drengur féll frá borði ferju í Eystrasalti síðdegis í gær. Móðir drengsins er sögð hafa stokkið út í sjóinn á eftir syni sínum til að bjarga honum. Þau fundust í sjónum en voru ekki með meðvitund og hafa nú bæði verið úrskurðuð látin.

Erlent

„Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta“

Hunda­eig­andi sem missti einn hund sinn sem veiktist af svo­kölluðum hótel­hósta og á tvo hunda til við­bótar sem eru veikir vill vara hunda­eig­endur við að fara með dýr sín á fjöl­farin hunda­svæði á meðan pestin gengur yfir. Hann segist hafa átt hunda í mörg ár en aldrei lent í slíkum veikindum líkt og nú.

Innlent

Þyrlu­sveitin sótti slasaðan reið­hjóla­mann

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var á leið til Reykjavíkur eftir æfingar á Austfjörðum þegar tilkynning barst um reiðhjólaslys í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Þyrlunni var lent þar og sá slasaði tekinn upp í og stefnan tekin á Reykjavík á ný.

Innlent

Refsa þurfi Ísraels­mönnum til að koma á friði

Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis.

Erlent

Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort

Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna.

Innlent

Mikil­vægt að ekki verði til tvær mis­munandi þjóðir í landinu

Fyrirhugað er að koma upp einingahúsum fyrir allt að þúsund umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi. Þá munu börn hælisleitenda sækja nám í sértæku úrræði áður en þau fara í almennt skólakerfi. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir mikil tækifæri fólgin í að taka vel á móti fólki. 

Innlent

Greiddi sína skatta af hundrað milljóna króna hagnaði

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, greiddi um 25 milljónir króna í skatt vegna 101 milljónar króna hagnaðar af áskriftarréttindum í Kviku banka. Hún hafði þegar greitt um 22 milljónir í fjármagnstekjur af hagnaðinum en það var mat Ríkisskattstjóra að greiða ætti tekjuskatt af honum.

Innlent

Kallar eftir að ríkið standi við fyrir­heit í flug­stefnu

Ó­vissa ríkir um fram­hald flug­kennslu hjá Fluga­kademíunni sem hefur sagt upp öllum samningum við starfs­menn skólans. Fram­kvæmda­stjóri gagn­rýnir að fyrir­heitum í flug­stefnu frá árinu 2019 hafi ekki verið fylgt eftir. Þá ætti flug­nám að vera hluti af mennta­kerfinu og heyra undir mennta­mála­ráð­herra en ekki inn­viða­ráð­herra.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum heyrum við í nýjum bankastjóra Íslandsbanka, sem segir bankann þurfa að efla menninguna innan bankans. Kviku banki ákvað í dag að slíta viðræðum um sameiningu við Íslandsbanka þótt samruni þeirra gæti falið í sér ávinning, en er reiðubúinn að taka upp viðræður á ný að loknum hluthafafundi Íslandsbanka.

Innlent

Gervi­greind komin til starfa hjá Heilsu­gæslunni

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur samið við heilsutæknifyrirtækið Dicino um áframhaldandi þróun gervigreindarverkfæris sem nýtist í netspjalli Heilsuveru. Gervigreindin spyr sjúkling út sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og ritar sjálfvirka læknaskýrslu á íslensku.

Innlent

Laus úr gæslu­varð­haldi

Karl­maður sem hand­tekinn var vegna líkams­á­rásar og and­láts manns á skemmti­staðnum Lúx í mið­borg Reykja­víkur síðustu helgi er laus úr gæslu­varð­haldi. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglu.

Innlent

Dagur les Peterson pistilinn

Kanadíski sálfræðingurinn og Íslandsvinurinn Jordan Petersson varar forsætisráðherra sinn Justin Trudeau um að „ganga of langt“ með „hinsegin tímabili“ hans. Tilefni þess var mynd sem Trudeau birti af sér á Twitter við regnbogastíginn á Skólavörðustíg í Reykjavík. Nú hefur Dagur B. Eggertsson blandað sér í umræðuna og les Peterson pistilinn á miðlinum. 

Innlent

Stefna norskum stjórnvöldum vegna nýrra olíuleyfa

Tvenn náttúruverndarsamtök segjast ætla að stefna norska ríkinu vegna ákvörðunar stjórnvalda um að gefa út nítján ný leyfi fyrir olíu- og gasvinnslu í gær. Þau saka ríkisstjórnina um að brjóta gegn stjórnarskrá og hunsa skuldbindingar sínar í mannréttindamálum með leyfunum.

Erlent

Lengri gjald­skylda og sunnu­dagar ekki lengur ó­keypis

Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til.

Innlent

Banna jákvæða mismunun kynþátta

Hæstiréttur Bandaríkjanna bannaði tveimur af helstu háskólum landsins að taka tillit til kynþáttar við innritun nemenda í dag. Svokallaðri jákvæðri mismunun hefur verið beitt um áratugaskeið til þess að vega upp á móti afleiðingum aldalangrar mismununar kynþátta í Bandaríkjunum. 

Erlent

Páll segir „hvellskýrt“ að fjár­mála­ráð­herra beri á­byrgð

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, talaði tæpitungulaust um Íslandsbankamálið í Morgunútvarpinu á Rás 2 og segir „hvellskýrt“ í huga sínum að hin endanlega pólitíska ábyrgð á Íslandsbankasölunni liggi hjá Bjarna Benediktssyni fjármála-og efnahagsráðherra.

Innlent

Snjóþyngslum og verðbólgu kennt um lakari niðurstöðu

Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar á fyrstu þremur mánuðum ársins er um 1,8 milljarði króna lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í tilkynningu borgarinnar segir að niðurstaðan skýrist að mestu leyti af mikilli verðbólgu og snjóþungum vetri.

Innlent