Fréttir

Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni

Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn.

Erlent

„Eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi“

Tréstytta af nöktum dreng, sem kallast Drumbur, var í miklu uppáhaldi hjá séra Friðrik Friðrikssyni, stofnanda KFUM og K. Í síðasta viðtalinu sem tekið var við Friðrik sagði hann Drumb „mjög óþekkan“ og að hann „fengist ekki til að fara í að fara í nokkra spjör.“ Jón Gnarr gagnrýnir að styttan hafi fengið að standa í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM.

Innlent

„Við ætlum að horfa á börnin taka stærðfræðipróf“

Gunnar Helgason rithöfundur áttaði sig á því eftir að hafa fylgt sonum sínum á nokkur fótboltamót að hann væri ekki eins hvetjandi og hann hélt. Þá segir hann fáum detta í hug að sýna sömu hegðun og þeir sýna gagnvart börnum á íþróttamótum annars staðar.

Innlent

Hátt í 700 börn á bið eftir fullu plássi á frí­stunda­heimili

Alls bíða hátt í 700 börn eftir fullu plássi á frístundaheimili í Reykjavík. Hluti þessara barna er með vistun hluta dags. Flest börn bíða eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð. Enn á eftir að manna 52,3 stöðugildi. Búið er að manna 82,6 prósent grunnstöðugilda. 

Innlent

Ætla ekki að fagna of snemma í þetta skiptið

„Ég á frábæra foreldra. Þau hafa staðið sig eins og algjörar hetjur í þessum kringumstæðum og í umönnun hennar. En að annast fullorðinn einstakling með fjölþætt vandamál í langan tíma tekur sinn toll af öllum. Með hverju árinu verður þetta verkefni þyngra og flóknara,“ segir Sara Bryndís Emilsdóttir.

Innlent

Byssu­maðurinn í Maine fannst látinn

Robert Card, sem grunaður er um að hafa orðið átján að bana í skotárás í Maine í Bandaríkjunum á miðvikudag, fannst látinn í gær. Umfangsmikil leit að honum hafði staðið yfir í tvo daga.

Erlent

Starfs­­­leyfi skemmti­staðarins B aftur­­­kallað

Skemmtistaðnum B verður lokað tímabundið, frá og með deginum í dag. Lokunin stendur yfir í sex vikur. Sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins vegna tilkynninga frá lögreglu um að á staðnum hafi á tilteknum dögum verið of margir gestir. Þá hafi ungmenni undir aldri verið meðal gesta. Eigendur ætla í skaðabótamál.

Innlent

Ó­trú­lega al­gengt að styttur séu færðar

Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar.

Innlent

„Þetta er blóðugt“

Algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Kona sem keypti sér íbúð fyrir þremur árum segir blóðugt að á sama tíma og afborganir hafi snarhækkað sé eignamyndun minni en áður. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Kona sem keypti sér íbúð fyrir þremur árum segir blóðugt að á sama tíma og afborganir hafi snarhækkað sé eignamyndun minni.

Innlent

Úkraínsk Rússahækja skotin á Krímskaga

Oleg Tsarev, fyrrverandi þingmaður í Úkraínu, er á sjúkrahúsi og sagður í alvarlegu ástandi eftir að hann var skotinn á Krímskaga síðustu nótt. Tsarev er sakaður um að hafa svikið Úkraínu og gengið til liðs við Rússa.

Erlent

Tuttugu milljónir í bætur eftir upp­sögn í skugga ein­eltis­máls

Konu, sem var um skamman tíma starfsmannastjóri Kópavogsbæjar, voru dæmdar tuttugu milljónir króna í skaða- og miskabætur í Landsrétti í dag. Henni var sagt upp störfum þegar staða hennar var lögð niður vegna skipulagsbreytinga árið 2020 en hafði sama ár verið sökuð um einelti í garð undirmanns.

Innlent

Braust inn vopnaður hníf og skar hús­ráðanda

Maður braust inn í gistiaðstöðu starfsmanna á veitingastaðnum Erbil kebab á Selfossi í morgun vopnaður hníf. Hann var enn á staðnum þegar lögregla kom á vettvang og húsráðandi sem ætlaði að stöðva för mannsins hlaut skurðsár á hönd.

Innlent

Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi

Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu.

Innlent

Ráðherrar og herforingjar sagðir deila um innrás

Ísraelski herinn er tilbúinn til innrásar á Gasaströndina en ráðamenn ríkisins og æðstu leiðtogar hersins eru ósammála um hvernig innrásin ætti að fara fram og jafnvel hvort eigi að gera hana yfir höfuð. Þá er sagt ríkja trúnaðarleysi milli ráðamanna og herforingja.

Erlent

Vilhjálmur vann stórsigur í formannskosningum SGS

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára með meira en fjórföld atkvæði mótframbjóðanda síns, hennar Signýjar Jóhannesdóttur. Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður VSFK, var sömuleiðis endurkjörin varaformaður á níunda þingi Starfsgreinasambands Íslands sem lauk fyrr í dag.

Innlent

„Fokk feðraveldið“ komi pöbbum ekkert við

Ein skipuleggjenda kvennaverkfallsins segir miður að umræðan hafi eftir vel heppnað verkfall snúist um orðasambandið Fokk feðraveldið. Það sé of algengur misskilningur að feðraveldið snúist um pabba. Hún telur orðasambandið viðeigandi við slíkar aðstæður.

Innlent

Selja fast­eignina sem hýsir hjúkrunar­heimili

Seltjarnarnesbær hefur tekið ákvörðun um að fara af stað með söluferli á fasteigninni Safnatröð 1 á Seltjarnarnesi. Í fasteigninni er rekið hjúkrunarheimili og einnig er þar þjónustuhluti fyrir aldraða á Seltjarnarnesi.

Innlent

Verkirnir verri þegar hún var á túr en daginn eftir að­­gerð

Tuttugu og fimm ára gömul kona segir að loks hafi verið hlustað á hana eftir að hafa kvartað í þrettán ár undan martraðakenndum tíðarverkjum. Hún fór í kviðarholsaðgerð í gær vegna legslímuflakks og segir verkina eftir aðgerðina mun betri en mánaðarlegu tíðarverkina sem hún glímdi við.

Innlent