Fréttir

Vinda­samt syðst á landinu

Víðáttumikil lægð er nú suðaustur af Hvarfi á leið austur yfir Atlantshaf. Áhrifa hennar mun gæta að takmörkuðu leyti hér á landi en aðallega er það vindur sem við fáum frá henni og þá einna helst syðst á landinu, um 15 til 23 metra á sekúndu.

Veður

Dó þeg­ar af­mæl­is­gjöf­in sprakk

Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða.

Erlent

„Er aldrei hægt að gleðjast yfir því þegar vel gengur?“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins spyr hvort núverandi borgarstjóri og verðandi, hafi lært bókfærslu í Hogwart galdraskólanum. Hagræðingar borgarinnar sem kynntar voru í dag ætti frekar að kalla sjónhverfingar. Einar Þorsteinsson segist ekki skilja hvaðan öll þessi neikvæðni komi.

Innlent

Segir engan hafa staðið í vegi rann­sóknar á Hunter Biden

David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér.

Erlent

Vill að hlut­leysi sé for­senda ríkis­styrks fjöl­miðla

Borgarfulltrúi Pírata beindi spjótum sínum að fjölmiðlum í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag, þá sérstaklega að þeim sem hafa gagnrýnt málefni borgarinnar. Sagði hún að sér þætti eðlileg forsenda að fjölmiðlar sýndu af sér hlutleysi til að hljóta styrk úr ríkissjóði.

Innlent

Golfkylfurnar of þungar og skatan eins og lamba­kjöt

Fjölskyldumaður sem var með þeim fyrstu til að veikjast af Covid-19 hér á landi hefur enn ekki getað snúið aftur til starfa vegna heilsubrests. Hann er meðal þúsunda annarra Íslendinga sem glíma við langvarandi veikindi af slíkri sýkingu og hvetur heilbrigðiskerfið til að halda betur utan um hópinn.

Innlent

Land­helgis­gæslan og lög­regla um borð í Amelíu Rose

Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hátt á þriðja hundrað mótmælenda kröfðust þess við Ráðherrabústaðinn í dag að ríkisstjórnin krefðist tafarlauss vopnahlés á Gasaströndinni. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir öllum ofbjóða ástandið og óska þess að átökunum ljúki.

Innlent

Stakk kærasta sinn í bakið með nefháraskærum

Kona hefur verið dæmd til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás, með því að stinga kærasta sinn tvisvar eða þrisvar í bakið með skærum, sem ýmist er lýst sem nefhára- eða naglaskærum.

Innlent

Loka kaffi­húsinu á Ár­bæjar­safni

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hætta rekstri kaffihúss á Árbæjarsafni á næsta ári. Dregið verður úr þátttöku Borgarsögusafns í kostnaði á Safnanótt og Menningarnótt auk þess sem dregið veður úr dagskrá og aðgengi í Viðey.

Innlent

Vís­bendingar um ís­björn á Lang­jökli

Lögreglan á Vesturlandi og Landhelgisgæslan leita nú mögulegs ísbjarnar á Langjökli. Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við fréttastofu.

Innlent

Sam­eining fram­halds­skóla sett á ís

Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra hefur sett sameiningaráform framhaldsskóla á ís. Hann fagnar samstöðu sem hafi orðið til um að finna aðrar leiðir til eflingar framhaldsskóla en að sameina.

Innlent

Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skatt­greið­enda

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda.

Innlent

Losnaði úr fangelsi fjórum mánuðum eftir tveggja ára dóm

Karlmaðurinn sem særðist í skotárás við Silfratjörn í Úlfarsárdal í síðustu viku losnaði úr fangelsi í sumar. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í mars fyrir sérlega hættulega líkamsárás, en losnaði úr fangelsi í júlí. Ástæðan mun vera sú að hann hafði þegar afplánað stóran hluta refsingar sinnar í gæsluvarðhaldi.

Innlent