Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2019 18:15 Shibuno fagnar eftir að hafa sett niður sigurpúttið. vísir/getty Hin tvítuga Hinako Shibuno kom, sá og sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi, síðasta risamóti ársins í kvennaflokki. Sigur hinnar japönsku Shibuno var afar óvæntur. Þetta var ekki bara hennar fyrsta risamót á ferlinum heldur fyrsta mótið sem hún keppir á utan heimalandsins. Shibuno, eða brosandi Öskubuskan eins og hún er kölluð, heillaði alla upp úr skónum á Woburn-vellinum með skemmtilegri og glaðlegri framkomu.How cute is she? Always smiling. @AIGWBOpic.twitter.com/wv70w3odkS — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Hún brosti breitt alla helgina en aldrei breiðar eftir að hún setti niður pútt fyrir fugli á 18. holu og innsiglaði sigurinn.Pure. Joy. The Smiling Cinderella is a Major Champion! pic.twitter.com/xLReTB2sTA — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Shibuno lék á fjórum höggum undir pari í dag og samtals á 18 höggum undir pari. Hún var einu höggi á undan Lizette Salas frá Bandaríkjunum. Hún lék best allra í dag, á sjö höggum undir pari. Jin Young Ko frá Suður-Kóreu, efsta kona heimslistans, varð þriðja á samtals 16 höggum undir pari. Morgan Pressel frá Bandaríkjunum endaði í 4. sæti á 15 höggum undir pari. Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku, sem var með forystu eftir fyrstu tvo keppnisdagana, endaði í 5. sæti á samtals 14 höggum undir pari.Hinako Shibuno wins the @AIGWBO in smiling fashion.#NECLPGAStatspic.twitter.com/ZlzFQSylz3 — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Bretland Golf Japan Tengdar fréttir Shibuno náði forystunni á Opna breska með sex fuglum á síðustu níu holunum Fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi er hin japanska Hinako Shibuno með tveggja högga forystu. 3. ágúst 2019 19:14 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Hin tvítuga Hinako Shibuno kom, sá og sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi, síðasta risamóti ársins í kvennaflokki. Sigur hinnar japönsku Shibuno var afar óvæntur. Þetta var ekki bara hennar fyrsta risamót á ferlinum heldur fyrsta mótið sem hún keppir á utan heimalandsins. Shibuno, eða brosandi Öskubuskan eins og hún er kölluð, heillaði alla upp úr skónum á Woburn-vellinum með skemmtilegri og glaðlegri framkomu.How cute is she? Always smiling. @AIGWBOpic.twitter.com/wv70w3odkS — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Hún brosti breitt alla helgina en aldrei breiðar eftir að hún setti niður pútt fyrir fugli á 18. holu og innsiglaði sigurinn.Pure. Joy. The Smiling Cinderella is a Major Champion! pic.twitter.com/xLReTB2sTA — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Shibuno lék á fjórum höggum undir pari í dag og samtals á 18 höggum undir pari. Hún var einu höggi á undan Lizette Salas frá Bandaríkjunum. Hún lék best allra í dag, á sjö höggum undir pari. Jin Young Ko frá Suður-Kóreu, efsta kona heimslistans, varð þriðja á samtals 16 höggum undir pari. Morgan Pressel frá Bandaríkjunum endaði í 4. sæti á 15 höggum undir pari. Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku, sem var með forystu eftir fyrstu tvo keppnisdagana, endaði í 5. sæti á samtals 14 höggum undir pari.Hinako Shibuno wins the @AIGWBO in smiling fashion.#NECLPGAStatspic.twitter.com/ZlzFQSylz3 — LPGA (@LPGA) August 4, 2019
Bretland Golf Japan Tengdar fréttir Shibuno náði forystunni á Opna breska með sex fuglum á síðustu níu holunum Fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi er hin japanska Hinako Shibuno með tveggja högga forystu. 3. ágúst 2019 19:14 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Shibuno náði forystunni á Opna breska með sex fuglum á síðustu níu holunum Fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi er hin japanska Hinako Shibuno með tveggja högga forystu. 3. ágúst 2019 19:14