Spánn vann alla fimm leiki sína í C-riðli EM í körfubolta með samtals 146 stigum.
Evrópumeistararnir unnu öruggan sigur á Ungverjum, 64-87, í lokaumferð riðlakeppninnar í dag.
Pau Gasol skoraði 20 stig og tók átta fráköst í liði Spánar sem mætir annað hvort Tyrklandi eða Lettlandi í 16-liða úrslitum.
Þrátt fyrir tapið eru Ungverjar öruggir með sæti í 16-liða úrslitum.
Króatar rúlluðu yfir Tékka, 69-107, í C-riðli. Bojan Bogdanovic skoraði 25 stig fyrir Króatíu sem endar í 2. sæti C-riðils. Tékkland er hins vegar úr leik.
Serbía vann 20 stiga sigur á Belgíu, 54-74, í D-riðli. Boban Marjanovic skoraði 22 stig og tók sjö fráköst í serbneska liðinu. Bogdan Bogdanovic skoraði 15 stig og gaf níu stoðsendingar.
Rússar báru sigurorð af Bretum, 82-70, í sama riðli.
Aleksei Shved fór hamförum í rússneska liðinu og skoraði 30 stig og gaf átta stoðsendingar. Hann setti niður sex þrista í aðeins níu tilraunum. Timofey Mozgov skoraði skoraði 11 stig og tók 11 fráköst.
Riðlakeppninni lýkur svo í kvöld með leikjum Svartfjallalands og Rúmeníu í C-riðli og Lettland og Tyrklands í D-riðli.
