Enski boltinn

Gylfi lagði upp mark í sigri Swansea | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gomis fagnar marki sínu.
Gomis fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Bafétimbi Gomis fór mikinn þegar Swansea vann 3-1 sigur á Hull í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Mörkin í leiknum má sjá hér að neðan.

Gomis skoraði tvö marka Swansea; það fyrra með glæsilegri klippu á 37. mínútu og það síðara á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

Ki Sung-yueng skoraði fyrsta mark Swansea en Paul McShane gaf Hull von þegar hann minnkaði muninn í 2-1 á 50. mínútu. Aðeins þremur mínútum seinna fékk samherji hans, David Meyler, að líta rauða spjaldið fyrir ljótt brot og þar með vænkaðist staða Swansea sem sigldi sigrinum svo örugglega í höfn.

Þetta var annar sigur Swansea í röð en liðið er í 8. sæti deildarinnar með 46 stig. Hull er hins vegar í því fimmtánda, þremur stigum frá fallsæti.

Swansea 1-0 Hull Swansea 2-0 Hull Swansea 2-1 Hull David Meyler fær rauða spjaldið Swansea 3-1 Hull



Fleiri fréttir

Sjá meira


×