Okur á ferðamannastöðum: Segir hátt verð flæma Íslendinga frá Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. júní 2014 12:00 Jóhannes segir að neytendur verði að láta í sér heyra. Vísir/GVA/Anton „Hátt verð á þessum stöðum flæmir Íslendinga að sjálfsögðu frá, því að launin hafa lítið hækkað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um fréttaflutning af okurverði á ferðamannastöðum. En í ljós hefur komið að ferðamenn virðast lítið kippa sér upp við verðlag hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því að auðvitað kemur þetta skár út fyrir ferðmenn vegna gengis krónunnar,“ bendir hann á. Hann segir að verðlag virki frekar ódýrt þegar menn til dæmis koma með evrur til landsins. „Ef krónan væri jafnsterk og hún var 2007 og við værum með sama verðlag þá liggur það alveg fyrir að erlendir ferðamenn væru mjög óánægðir. Við flótum á genginu. En það gera Íslendingar ekki og þurfa þar af leiðandi að halda að sér höndum.“ Að hans mati borgar sig frekar að hafa hóflegt verðlag þegar til lengri tíma er litið heldur en að fara með það upp úr öllu valdi.Þessi kaka kostaði íslenskan ferðamann 1290 krónur.Mynd/Logi EinarssonÍslendingar fara að forðast okurbúllur Hann hefur ekki áhyggjur af tvöföldu verðlagi þannig lagað en bendir á að viðbrögð þjónustustúlku sem afgreiddi súkkulaðiköku í Vogafjósi á tæpar 1300 krónur segi okkur aðeins eitt: „Það segir okkur að Íslendingar eru farnir að forðast þessa staði af því að þeir vita hvernig verðlagið er.“ En téð þjónustustúlka svaraði því hvort verð á kökunni gæti staðið á þann veg að það kæmu aldrei Íslendingar á þennan stað. „Hvort Íslendingar geti grafið upp staði sem selja á skaplegra verði, það er annað mál, það munu þeir eflaust gera. Eða þá bara sleppa því,“ segir Jóhannes. „Þetta er náttúrulega bara til að flæma Íslendinga frá því að fara inn á svona staði.“ Hann hvetur neytendur til að láta í sér heyra þegar svona mál koma upp. „Auðvitað verðum við alltaf öðru hvoru vör við að það sé verið að kvarta yfir verðlagi í þessum sjoppum og veitingastöðum meðfram þjóðvegunum,“ tekur Jóhannes sem dæmi. Hann segir að neytendur eigi að lýsa yfir óánægju sinni og ganga út þar sem verðlag er ósanngjarnt. „Maður á ekki að tuldra í barm sér, maður á að láta vita og óska eftir því að þeirri óánægju verði komið til skila til þeirra sem stjórna í viðkomandi verslun.“ Hann segir það vera það eina sem hefur áhrif á þá sem stjórna. „Það á að veita þessum aðilum aðhald.“ Jóhannes hefur ýmsar hugmyndir um hvernig Íslendingar geti haldið áfram að ferðast um landið, ekki sé þörf á að fara erlendis í frí. „Hætta að stoppa á þessum stöðum. Gera aðrar ráðstafanir, vera með nesti með sér og birgja sig frekar upp í matvöruverslunum,“ segir hann og bætir við: „Það er hægt að ferðast um landið án þess að vera með pítsu og kók. Fólk þarf að leita fyrir sér, finna hóflega bændagistingu, það eru ýmsir valkostir í boði.“ Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
„Hátt verð á þessum stöðum flæmir Íslendinga að sjálfsögðu frá, því að launin hafa lítið hækkað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um fréttaflutning af okurverði á ferðamannastöðum. En í ljós hefur komið að ferðamenn virðast lítið kippa sér upp við verðlag hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því að auðvitað kemur þetta skár út fyrir ferðmenn vegna gengis krónunnar,“ bendir hann á. Hann segir að verðlag virki frekar ódýrt þegar menn til dæmis koma með evrur til landsins. „Ef krónan væri jafnsterk og hún var 2007 og við værum með sama verðlag þá liggur það alveg fyrir að erlendir ferðamenn væru mjög óánægðir. Við flótum á genginu. En það gera Íslendingar ekki og þurfa þar af leiðandi að halda að sér höndum.“ Að hans mati borgar sig frekar að hafa hóflegt verðlag þegar til lengri tíma er litið heldur en að fara með það upp úr öllu valdi.Þessi kaka kostaði íslenskan ferðamann 1290 krónur.Mynd/Logi EinarssonÍslendingar fara að forðast okurbúllur Hann hefur ekki áhyggjur af tvöföldu verðlagi þannig lagað en bendir á að viðbrögð þjónustustúlku sem afgreiddi súkkulaðiköku í Vogafjósi á tæpar 1300 krónur segi okkur aðeins eitt: „Það segir okkur að Íslendingar eru farnir að forðast þessa staði af því að þeir vita hvernig verðlagið er.“ En téð þjónustustúlka svaraði því hvort verð á kökunni gæti staðið á þann veg að það kæmu aldrei Íslendingar á þennan stað. „Hvort Íslendingar geti grafið upp staði sem selja á skaplegra verði, það er annað mál, það munu þeir eflaust gera. Eða þá bara sleppa því,“ segir Jóhannes. „Þetta er náttúrulega bara til að flæma Íslendinga frá því að fara inn á svona staði.“ Hann hvetur neytendur til að láta í sér heyra þegar svona mál koma upp. „Auðvitað verðum við alltaf öðru hvoru vör við að það sé verið að kvarta yfir verðlagi í þessum sjoppum og veitingastöðum meðfram þjóðvegunum,“ tekur Jóhannes sem dæmi. Hann segir að neytendur eigi að lýsa yfir óánægju sinni og ganga út þar sem verðlag er ósanngjarnt. „Maður á ekki að tuldra í barm sér, maður á að láta vita og óska eftir því að þeirri óánægju verði komið til skila til þeirra sem stjórna í viðkomandi verslun.“ Hann segir það vera það eina sem hefur áhrif á þá sem stjórna. „Það á að veita þessum aðilum aðhald.“ Jóhannes hefur ýmsar hugmyndir um hvernig Íslendingar geti haldið áfram að ferðast um landið, ekki sé þörf á að fara erlendis í frí. „Hætta að stoppa á þessum stöðum. Gera aðrar ráðstafanir, vera með nesti með sér og birgja sig frekar upp í matvöruverslunum,“ segir hann og bætir við: „Það er hægt að ferðast um landið án þess að vera með pítsu og kók. Fólk þarf að leita fyrir sér, finna hóflega bændagistingu, það eru ýmsir valkostir í boði.“
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira