Lífið

Íslenskt veður og Perez Hilton á sömu síðu

Íslensk Bloggsíða, The Iceland Weather Report, eftir Öldu Sigmundardóttur, hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna Bloggheimsins, The Bloggies, sem besta evrópska bloggsíðan. Síðan er þar með komin á blað með mörgum af fjölsóttustu bloggsíðum heims, á borð við PerezHilton, TMZ, dooce, boingboing, GoFugYourself og Instapundit sem sumar hverjar fá mörg hundruð þúsund heimsóknir á dag.

Almenningur kýs sigurvegarana í netkosningu á heimasíðu verðlaunanna. Verðlaunin eru vegleg, 2008 cent, eða sem samsvarar um þrettán hundruð krónum. Ávinningurinn felst þó í öðru. Mikill heiður er að vera valinn í úrslit, og hafa margar vinsælustu bloggsíður heims hafa hlotið þessu virtu verðlaun á undanförnum árum .

„Ég stofnaði þetta bara sjálfri mér til skemmtunar, svo ég geti hlegið að mínum eigin bröndurum", segir Alda hlæjandi, aðspurð af hverju hún fór út í bloggskrif. Hún starfar sem lausapenni og þýðandi, og stofnaði síðuna þegar lítið var að gera í október 2004. Hana langaði að byggja hana á einhverju, og varð því hugsað aftur til minnst uppáhalds verkefnisins síns þegar hún var blaðamaður á Iceland Review, að skrifa veðurspána, „The Iceland Weather Report".

Alda ólst upp í Kanada, en þegar hún flutti heim fyrir rúmum um miðjan tíunda áratuginn hóf hún störf á Iceland Review. Að skrifa veðurspána á heimasíðu blaðsins þótti með leiðinlegri verkefnum. Blaðamennirnir fóru því að tvinna litla punkta úr daglegu lífi saman við veðurspána. Öllum að óvörum varð „The Iceland Weather Report" eitt vinsælasta efnið á vefnum og óx smám saman upp í lítinn dálk.

Alda bloggar að mestu um aðra hluti í dag, en veðrið fylgir með, enda hafa lesendur hennar mótmælt harðlega þegar hún hefur stungið upp á því að sleppa því.

Kosningunni líkur fimmtudaginn 31. janúar, hægt er að kjósa á www.2008.bloggies.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×