Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Formaður Neytendasamtakanna segir svokallaðar „ósýnilegar stöðumælasektir“ ekki eiga að líðast hér á landi. Hann kallar eftir því að stjórnvöld feti í fótspor Dana sem hafa bannað þannig sektir. Neytendur 8.7.2025 22:28
Falsaði fleiri bréf Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir. Viðskipti innlent 8.7.2025 20:37
Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Kaffihús Starbucks opnaði á Laugavegi 66 í Reykjavík en um er að ræða fyrsta kaffihús keðjunnar á hér á landi. Til stendur að opna annað í höfuðborginni á næstu vikum. Kaffið er nokkuð ódýrara en gengur og gerist hér á landi með þeim mikilvæga fyrirvara að neytandinn neyðist til að kaupa stærri bolla. Neytendur 4.7.2025 12:49
Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendastofa hefur sektað Hemmett ehf, rekstraraðila Hugur Studio, um 100 þúsund krónur vegna rangra fullyrðinga félagsins um virkni sveppadropa og sveppadufts sem það hafði til sölu. Neytendur 30. júní 2025 07:57
Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendasamtökunum hafa borist kvartanir vegna aflýstra flugferða til og frá landinu. Formaður samtakanna brýnir fyrir fólki að nýta rétt sinn þegar svo ber undir. Dæmi séu til um að flugfélög veigri sér við því að upplýsa um fullan rétt neytenda. Neytendur 28. júní 2025 20:38
Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Ölgerðin, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur ákveðið að innkalla Lay´s Nacho Cheese snakk og Lay´s Bugles Original, með best fyrir merkingu: BF 22.11.2025. Neytendur 28. júní 2025 20:11
Svona verða bílastæðagjöldin hjá Háskóla Íslands Gjaldtaka í bílastæði við Háskóla Íslands hefst þann 18. ágúst eða við upphaf haustmisseris. Gjaldskylda verður frá 8 til 16 á virkum dögum. Mánaðaráskrift hljóðar upp á 1500 krónur en tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 krónur. Gjaldtaka átti upphaflega að hefjast í fyrrahaust. Innlent 27. júní 2025 10:08
Áætla að húsnæði á Íslandi sé verulega vantryggt fyrir bruna Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, segir húsnæði almennt verulega vantryggt fyrir bruna á Íslandi. Það kemur fram í nýju mati stofnunarinnar á brunabótatryggingum Íslendinga. Í tilkynningu kemur fram að athugunin hafi verið sett af stað í kjölfar endurmats á brunabótamat í Grindavík vegna uppkaupa ríkisins á eignum í Grindavík. Neytendur 26. júní 2025 09:33
Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats HMS boðar til opins fundar í dag klukkan 9:00. Tilefni fundarins er útgáfa Vegvísis að brunabótamati 2025 - bætt framkvæmd brunabótamats. Neytendur 26. júní 2025 08:46
Kalla inn geislavirka límmiða Geislavarnir ríkisins vekja athygli á innköllun á límmiðum sem taldir eru innihalda geislavirkt efni í litlu magni. Neytendur 22. júní 2025 14:15
Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Verð á almennum neysluvörum var það næsthæsta á Íslandi í Evrópu á síðasta ári samkvæmt nýrri úttekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Formaður Neytendasamtakanna segir að honum þyki þetta miður þó tölurnar komi engum á óvart sem fylgst hafi með verðlagi á Íslandi undanfarin ár. Ýmislegt sé til ráða. Neytendur 22. júní 2025 12:00
Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Sjóvá kynnir í dag, á kvenréttindadeginum, nýja tegund tryggingarverndar sem sérstaklega er hönnuð fyrir barnshafandi konur. Meðgöngutrygging er fyrsta sinnar tegundar hér á landi en er að norrænni fyrirmynd. Tryggingin kostar 30 þúsund krónur. Bætur eru eingreiðslur og geta numið allt að einni og hálfri milljón. Neytendur 19. júní 2025 06:45
Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Konu sem ætlaði, eins og svo margir, að gera sér glaðan dag í miðborginni á þjóðhátíðardaginn í gær var verulega brugðið yfir viðskiptaháttum veitingamanns þar. Hún var ásamt vinkonu sinni rukkuð um 1.500 krónur fyrir það eitt að setjast til borðs. Veitingamaðurinn stendur keikur og segir gjaldið ekkert nema eðlilegt. Neytendur 18. júní 2025 16:00
Tilkynningum frá verslunareigendum um alvarleg atvik hafi fjölgað Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, segir markmið nýs átaks SVÞ, VR og LÍV gegn ofbeldi í garð verslunarfólks að ná utan um vandann og tryggja að allar verslanir séu með gott verklag og leiðbeiningar fyrir starfsfólk. Atvikum hafi farið fjölgandi og sum þeirra geti flokkast sem einelti eða kynferðisleg áreitni. Viðskipti innlent 18. júní 2025 09:08
Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Verðlag á dagvöru hækkaði 0,58 prósent í maí samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ og nemur árshækkun um 4,5 prósentum. Um er að ræða fjórða mánuðinn í röð þar sem vísitalan hækkar um meira en hálft prósent milli mánaða en sá hækkunartaktur jafngildir um 6 prósent árshækkun á matvörum. Neytendur 16. júní 2025 14:21
Rækja fannst í skinkusalati Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af skinkusalati frá Salathúsinu eftir að rækja fannst í einu boxi. Neytendum með rækjuofnæmi er bent á að farga boxinu eða skila. Neytendur 16. júní 2025 12:24
Ný skýrsla: Raforkuverð heimila hafi hækkað um ellefu prósent Raforkukostnaður heimila hefur síðastliðin fimm ár hækkað um ellefu prósent að því er fram kemur í nýrri skýrslu um þróun raforkukostnaðar sem kynnt var í morgun. Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir mikilvægt að brugðist verði við, hann hafi þegar kynnt frumvörp þess efnis í þinginu. Innlent 16. júní 2025 12:00
Bein útsending: Kynning á þróun raforkukostnaðar og áhrifum á notendur Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, stendur fyrir kynningu á skýrslu sem Umhverfis- og orkustofnun hefur unnið um þróun raforkukostnaðar og tillögur til úrbóta á fundi sem hefst klukkan 10. Innlent 16. júní 2025 09:30
„Það er svo mikið rugl í gangi“ Neytendasamtökin biðla til stjórnvalda að koma skikki á bílastæðamál hér á landi sem séu í algjörum ólestri. Fólk er hvatt til að krefjast endurgreiðslu á ólögmætum gjöldum sem bílastæðafyrirtæki leggja á. Neytendur 14. júní 2025 21:23
Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Neytendastofa hefur sektað Húsgagnahöllina um 200 þúsund krónur vegna auglýsinga um „Tax free“ afslætti. Sektin byggist á því að ekki hafi komið fram í auglýsingunum hversu hátt prósentuhlutfall afslátturinn gefur. Neytendur 12. júní 2025 16:23
Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendastofa hefur enn til skoðunar upplýsingagjöf bílastæðafyrirtækja um gjaldtöku. Neytendastofa sektaði í gær fjögur fyrirtæki sem innheimta gjöld fyrir notkun bílastæða. Upplýsingagjöf og viðskiptahættir fyrirtækjanna voru ekki talin í samræmi við lög og hæsta sektin nam einni milljón króna. Neytendur 11. júní 2025 07:58
Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Neytendastofa hefur sektað fjögur fyrirtæki sem innheimta gjöld fyrir notkun bílastæða. Upplýsingagjöf og viðskiptahættir fyrirtækjanna voru ekki talin í samræmi við lög og hæsta sektin nam einni milljón króna. Neytendur 10. júní 2025 15:08
„Þetta er glórulaust rugl í ráðherra“ Enn ríkir mikil óánægja með kílómetragjaldsfrumvarp fjármálaráðherra eftir að efnahags- og viðskiptanefnd gerði breytingar á því út frá umsögnum hagsmunaaðila. Formönnum tveggja samtaka sem sendu inn umsögn finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. Innlent 10. júní 2025 12:54
Tók 12 ár að breyta reglum um bætur vegna seinkun flugferða Aðildarríki Evrópusambandsins hafa ákveðið að lengja tímann sem seinka megi flugferðum þar til farþegar eigi rétt á bótum. Ákvörðunin tók tólf ár. Erlent 7. júní 2025 23:39
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent