
Gengið til kosninga
Kæri kjósandi. Á morgun göngum við til kosninga og leggjum með því grunn að framtíð okkar, barnanna okkar og barnanna þeirra. Þá er mjög mikilvægt að við höldum halda fókus á þá framtíðarsýn sem við höfum og viljum að verði. Hvernig samfélagi við viljum búa í nú og á morgun og í framtiðinni.

Svandís fílar sjúkraliða
Á mínum fyrsta starfsdegi, þann 16. maí 2018, sem formaður Sjúkraliðafélags Íslands átti ég fund með Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Umræðuefnið var mönnun í heilbrigðiskerfinu og áherslur stéttarinnar um að fjölga sjúkraliðum.

Að búa þar sem náttúran er við þröskuldinn
Að búa þar sem náttúran er við þröskuldinn, þar sem barnið getur verið úti að leik áhyggjulaust, þar sem samfélagið er fullt af náungakærleik. Þetta er brot af því sem mér finnst best við það að búa á litlum stað. Margt ungt fólk sem ólst upp á landsbyggðunum flytur til stærri þéttbýlisstaða til þess að stunda framhalds- og háskólanám, þá helst á höfuðborgarsvæðið.

Heilsugæslan - fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu
Framlög til heilsugæslunnar hafa á kjörtímabilinu verið aukin verulega til að tryggja að heilsugæslan verði raunverulegur fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. Samtals hafa fjárframlög til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu (HH) á kjörtímabilinu aukist um 24%, skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi.

En hvers vegna Píratar?
Hvað gerir Pírata öðruvísi, eða betri kost, en aðra flokka sem eru á svipuðu róli? Hvers vegna þykir okkur þess virði að halda úti sérstökum flokki?

Við eigum öll erindi á Alþingi
Í þessari kosningabaráttu hef ég þurft að svara einni spurningu oftar en nokkurri annarri: Af hverju ég en ekki einhver annar?

Er ekki bara best að bæta umhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja?
Í ferðum mínum um landið og samtölum við fólk síðustu mánuðina hafa margir minnst á mikilvægi þess að við búum við jafnvægi, bæði hvað varðar efnahag þjóðarinnar og efnahag fólks og fyrirtækja. Og það er rétt að jafnvægi er mikilvægt á sviði efnahagsmálanna líkt og í daglega lífinu.

Við getum byggt stórkostlegt samfélag
Einn stærsti glæpur nýfrjálshyggjunnar var að hún stal frá fólki voninni. Sósíalisminn, sem á rætur sínar að rekja allavega aftur til frönsku byltingarinnar, hafði alltaf vonina með sér. Vonina um útrýmingu fátæktar, fyrir mannlegri reisn og samfélagi jöfnuðar og réttlætis. Á morgun mun maísólin skína, maísólin okkar einingarbands. Fyrir þessu berum við fána þessa framtíðarlands.

Við þurfum líka þjónustu sérgreinalækna úti á landi!
Fólk úti á landi notar þjónustu sérgreinalækna mikið minna en íbúar höfuðborgarsvæðisins og engir minna en íbúar á Austurlandi og Vestfjörðum. Eina tiltæka skýringin á þessum mikla mun er sú dapra staðreynd að kaupandi þjónustunnar, íslenska rikið, hefur lengst af ekki gert það að skilyrði að þjónustan sé veitt sem nærþjónusta.

Við erum Byltingin!
Sósíalistaflokkur Íslands hefur starfað í á fimmta ár á Íslandi með stöðugu og frjóu málefnastarfi grasrótarinnar sem hefur í gegnum félagsmenn sína smíðað stefnur í um 20 málaflokkum og lagt fram um 15 tilboð til kjósenda, haldið óteljandi málstofur opnar öllum.

Spilaborgir félagsmálaráðherra
Félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp um s.k. hlutdeildarlán á síðasta þingi og fékk samþykkt. Lögin sem samþykkt voru ná grátlega stutt og eru meiri umbúðir en innihald.

Með evru neyðumst við til þess að hætta þessum óheilbrigða leik!
Það er ekki að ástæðulausu að sérfræðingum greinir á um evrumálin því það getur skipt máli frá hvaða sjónarhorni við skoðum hlutina. Til þess að geta tekið upp evru þarf að sýna ákveðinn aga.

Reykvískar samgöngur - allir of seinir, alltaf!
Ég tafðist í umferðinni í dag, ég hefði mætt á réttum tíma ef umferðin hefði ekki verið stopp, ég þurfti að sækja barnið á leikskóla og strætó var orðinn allt of seinn, ég veit satt að segja ekki hvernig ég á að komast í vinnuna og skutla börnunum fyrst, veikindi í fjölskyldunni hafa gert það að verkum að við erum öll of sein.

Allt sem við getum gert, höfum við efni á
Er raunhæft að lyfta öllum og t.d. eyða fátækt? Hvernig höfum við efni á því? Stærsta lygi nýfrjálshyggjunnar er að auðlindaþjóð hafi ekki efni á velsæld fyrir alla og að það taki því ekki að dreifa auði – að fátækt sé eðlileg og jafnvel nauðsynleg.

Sköpum vel launuð og umhverfisvæn gjaldeyrisskapandi störf
Nú þegar einungis einn sólarhringur er þar til kjörstaðir opna þá veltur maður því eðlilega fyrir sér hvað maður á að kjósa og hvað það sé sem skiptir mestu máli fyrir heimilin, launafólk og sveitarfélagið sem maður býr í.

Öflug heilbrigðisþjónusta á Vestfjörðum
Í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða bjuggu árið 2020 6265 manns. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST) sinnir heilbrigðisþjónustu í umdæminu, en fjármagn til stofnunarinnar hefur á kjörtímabilinu, þ.e. árunum 2017-2021, aukist um 6,9% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi.

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
Nú þegar einn dagur er í kjördag eru línur að skýrast og gylliboð stjórnmálaflokka flæða yfir okkur, misgáfuleg tilboð sem alls ekki er ljóst hvernig á að fjármagna. Ég öfunda ekki ungt fólk sem er í fyrsta sinn að ganga inn í kjörklefann og þarf að taka upplýsta ákvörðun um það hvað er best að kjósa.

Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?
Ég er 24 ára og hef kosið Sjálfstæðisflokkinn síðan ég fékk kosningarrétt og af hverju geri ég það?

Samskipti ríkis og sveitarfélaga
Stundum var mér öllum lokið þegar ég í störfum mínum sem bæjarstjóri, bæði fyrir austan og norðan, var að eiga við ríkisvaldið vegna samninga um mikilvæg málefni fyrir mínar heimabyggðir.

Niðurgreiðum sálfræðiþjónustu – strax
Erum við í alvöru enn að ræða þetta? Já árið er 2021 og við erum enn að ræða um niðurgreiðslu þjónustu sálfræðinga á stofu. Eitthvað sem aðrar þjóðir hafa fyrir löngu áttað sig á að sé mikilvægur hluti af heilbrigðiskerfi þeirra og tryggir jafnara aðgengi allra að sálfræðiþjónustu óháð efnahag.